Íslendingur í helgarferð í Stokkhólmi lýsir öskrum og gráti á vettvangi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 14:15 Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubíln var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag Mynd/Jakob Johannsson Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Skilti hefur verið komið upp í tölvubúðinni King í miðbæ Stokkhólms þar sem mæðgurnar halda til ásamt fleira fólki.Helga Margrét Mæðgurnar eru í helgarferð og voru rétt búnar að fá sér hádegismat eftir að hafa flogið utan til Svíþjóðar í morgun. Sjá einnig: Allt sem við vitum um árásina í Stokkhólmi „Ég var á Drottningargötunni, á neðri hæð í verslun,“ segir Helga Margrét. Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens og er talið að tveir hið minnsta séu látnir. Helga og dóttir hennar heyrðu að eitthvað væri í gangi en gáfu því lítinn gaum rétt fyrst. En strax í kjölfarið komst starfsfólkið í mikið uppnám. „Þau segja okkur að sleppa öllu sem við komum með og koma út bakdyramegin,“ segir Helga Margrét. Frá vettvangi í Stokkhólmi á öðrum tímanum í dag.Vísir/EPA Mæðgurnar hafi skilið dótið sitt eftir og drifið sig út. „Þá er fólk byrjað að gráta og þegar við erum komin út heyrum við öskrin. Það var bara algjört ástand úti. Fólk var algjörlega brjálað, hljóp í allar áttir frá miðborginni,“ segir Helga. Helga vissi sjálf ekki hvert hún átti að hlaupa enda aðeins verið nokkrar klukkustundir í borginni. Hún fylgdi mannfjöldanum og fékk skömmu síðar inni í tölvuverslun í nágrenninu sem opnaði dyr sínar fyrir borgurum sem flýðu vettvanginn. „Við erum þar og það er ekki mælt með því að við hreyfum okkur,“ segir Helga Margrét. Á meðan Vísir ræddi við Helgu Margréti var henni tjáð að skothvellir heyrðust fyrir utan. Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Sjá meira
Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Skilti hefur verið komið upp í tölvubúðinni King í miðbæ Stokkhólms þar sem mæðgurnar halda til ásamt fleira fólki.Helga Margrét Mæðgurnar eru í helgarferð og voru rétt búnar að fá sér hádegismat eftir að hafa flogið utan til Svíþjóðar í morgun. Sjá einnig: Allt sem við vitum um árásina í Stokkhólmi „Ég var á Drottningargötunni, á neðri hæð í verslun,“ segir Helga Margrét. Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens og er talið að tveir hið minnsta séu látnir. Helga og dóttir hennar heyrðu að eitthvað væri í gangi en gáfu því lítinn gaum rétt fyrst. En strax í kjölfarið komst starfsfólkið í mikið uppnám. „Þau segja okkur að sleppa öllu sem við komum með og koma út bakdyramegin,“ segir Helga Margrét. Frá vettvangi í Stokkhólmi á öðrum tímanum í dag.Vísir/EPA Mæðgurnar hafi skilið dótið sitt eftir og drifið sig út. „Þá er fólk byrjað að gráta og þegar við erum komin út heyrum við öskrin. Það var bara algjört ástand úti. Fólk var algjörlega brjálað, hljóp í allar áttir frá miðborginni,“ segir Helga. Helga vissi sjálf ekki hvert hún átti að hlaupa enda aðeins verið nokkrar klukkustundir í borginni. Hún fylgdi mannfjöldanum og fékk skömmu síðar inni í tölvuverslun í nágrenninu sem opnaði dyr sínar fyrir borgurum sem flýðu vettvanginn. „Við erum þar og það er ekki mælt með því að við hreyfum okkur,“ segir Helga Margrét. Á meðan Vísir ræddi við Helgu Margréti var henni tjáð að skothvellir heyrðust fyrir utan.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Sjá meira
Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36