Íslendingur í helgarferð í Stokkhólmi lýsir öskrum og gráti á vettvangi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 14:15 Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubíln var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag Mynd/Jakob Johannsson Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Skilti hefur verið komið upp í tölvubúðinni King í miðbæ Stokkhólms þar sem mæðgurnar halda til ásamt fleira fólki.Helga Margrét Mæðgurnar eru í helgarferð og voru rétt búnar að fá sér hádegismat eftir að hafa flogið utan til Svíþjóðar í morgun. Sjá einnig: Allt sem við vitum um árásina í Stokkhólmi „Ég var á Drottningargötunni, á neðri hæð í verslun,“ segir Helga Margrét. Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens og er talið að tveir hið minnsta séu látnir. Helga og dóttir hennar heyrðu að eitthvað væri í gangi en gáfu því lítinn gaum rétt fyrst. En strax í kjölfarið komst starfsfólkið í mikið uppnám. „Þau segja okkur að sleppa öllu sem við komum með og koma út bakdyramegin,“ segir Helga Margrét. Frá vettvangi í Stokkhólmi á öðrum tímanum í dag.Vísir/EPA Mæðgurnar hafi skilið dótið sitt eftir og drifið sig út. „Þá er fólk byrjað að gráta og þegar við erum komin út heyrum við öskrin. Það var bara algjört ástand úti. Fólk var algjörlega brjálað, hljóp í allar áttir frá miðborginni,“ segir Helga. Helga vissi sjálf ekki hvert hún átti að hlaupa enda aðeins verið nokkrar klukkustundir í borginni. Hún fylgdi mannfjöldanum og fékk skömmu síðar inni í tölvuverslun í nágrenninu sem opnaði dyr sínar fyrir borgurum sem flýðu vettvanginn. „Við erum þar og það er ekki mælt með því að við hreyfum okkur,“ segir Helga Margrét. Á meðan Vísir ræddi við Helgu Margréti var henni tjáð að skothvellir heyrðust fyrir utan. Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Helga Margrét Marzellíusdóttir var í miðbæ Stokkhólms ásamt tíu ára dóttur sinni þegar vörubílnum var ekið inn í hóp fólks um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Skilti hefur verið komið upp í tölvubúðinni King í miðbæ Stokkhólms þar sem mæðgurnar halda til ásamt fleira fólki.Helga Margrét Mæðgurnar eru í helgarferð og voru rétt búnar að fá sér hádegismat eftir að hafa flogið utan til Svíþjóðar í morgun. Sjá einnig: Allt sem við vitum um árásina í Stokkhólmi „Ég var á Drottningargötunni, á neðri hæð í verslun,“ segir Helga Margrét. Vörubílnum var ekið inn í verslun Åhlens og er talið að tveir hið minnsta séu látnir. Helga og dóttir hennar heyrðu að eitthvað væri í gangi en gáfu því lítinn gaum rétt fyrst. En strax í kjölfarið komst starfsfólkið í mikið uppnám. „Þau segja okkur að sleppa öllu sem við komum með og koma út bakdyramegin,“ segir Helga Margrét. Frá vettvangi í Stokkhólmi á öðrum tímanum í dag.Vísir/EPA Mæðgurnar hafi skilið dótið sitt eftir og drifið sig út. „Þá er fólk byrjað að gráta og þegar við erum komin út heyrum við öskrin. Það var bara algjört ástand úti. Fólk var algjörlega brjálað, hljóp í allar áttir frá miðborginni,“ segir Helga. Helga vissi sjálf ekki hvert hún átti að hlaupa enda aðeins verið nokkrar klukkustundir í borginni. Hún fylgdi mannfjöldanum og fékk skömmu síðar inni í tölvuverslun í nágrenninu sem opnaði dyr sínar fyrir borgurum sem flýðu vettvanginn. „Við erum þar og það er ekki mælt með því að við hreyfum okkur,“ segir Helga Margrét. Á meðan Vísir ræddi við Helgu Margréti var henni tjáð að skothvellir heyrðust fyrir utan.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Íslendingar í Stokkhólmi beðnir um að láta vita af sér Fyrstu fregnir herma að þrír séu dánir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í miðbæ Stokkhólms. 7. apríl 2017 13:36