Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 11:30 Jens Gunnarsson mætir í dómssalvið þingfestingu málsins í nóvember. Fyrir aftan hann er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels í málinu. VÍSIR/ERNIR Jens Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Jens var ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Þá var Pétur Axel Pétursson, sem ákærður var fyrir spillingu með því að hafa boðið Jens gjafir fyrir aðstoð sína, dæmdur í níu mánaða fangelsi. Pétur Axel á nokkuð langan sakaferil að baki hjá lögreglu, aðallega fyrir mál gegn fíkniefnum en þyngsti dómurinn er sex mánaða fangelsi. Þriðji maðurinn, Gottskálk Ágústsson, var sýknaður af ákæru en honum var gefið að sök að hafa lofað Jens tveimur flugmiðum með WOW air og hálfri milljón króna í peningum fyrir að útvega manninum skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka.Mennirnir neituðu allir sök í málinu við þingfestingu en þinghald í málinu var lokað. Brot Jens vörðuð allt að sex ára fangelsisdómi en þriggja ára dómi í tilfelli hinna tveggja.Sjá einnig: Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peninga frá góðkunningja lögregluDómur var kveðinn upp klukkan 11:30 en hefur ekki enn verið birtur á vef dómstólsins. Nánar verður fjallað um dóminn þegar hann verður birtur.Málið er afar áhugavert fyrir margra hluta sakir. Upptaka af samtali Jens og Péturs Axels barst óvænt á borð ríkissaksóknara en hún er upphafið að málinu. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur lögreglumaður er sakfelldur fyrir spillingu í starfi þótt fleiri dæmi séu um að sterkur grunur hafi verið um spillingu. Má nefna samskipti yfirmanna hjá lögreglunni við Franklín Steiner á sínum tíma sem dæmi um slíkt. Ítarlega hefur verið fjallað um mál þeirra Jens, Péturs og Gottskálks undanfarið ár og má lesa um það í fréttunum hér að neðan. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00 Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14 Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peningagreiðslu frá góðkunningja lögreglu Aðalmeðferð er hafin í máli rannsóknarlögreglumanns sem grunaður er um brot í starfi og sætir ákæru fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. 14. mars 2017 11:39 Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Jens Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Jens var ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Þá var Pétur Axel Pétursson, sem ákærður var fyrir spillingu með því að hafa boðið Jens gjafir fyrir aðstoð sína, dæmdur í níu mánaða fangelsi. Pétur Axel á nokkuð langan sakaferil að baki hjá lögreglu, aðallega fyrir mál gegn fíkniefnum en þyngsti dómurinn er sex mánaða fangelsi. Þriðji maðurinn, Gottskálk Ágústsson, var sýknaður af ákæru en honum var gefið að sök að hafa lofað Jens tveimur flugmiðum með WOW air og hálfri milljón króna í peningum fyrir að útvega manninum skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka.Mennirnir neituðu allir sök í málinu við þingfestingu en þinghald í málinu var lokað. Brot Jens vörðuð allt að sex ára fangelsisdómi en þriggja ára dómi í tilfelli hinna tveggja.Sjá einnig: Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peninga frá góðkunningja lögregluDómur var kveðinn upp klukkan 11:30 en hefur ekki enn verið birtur á vef dómstólsins. Nánar verður fjallað um dóminn þegar hann verður birtur.Málið er afar áhugavert fyrir margra hluta sakir. Upptaka af samtali Jens og Péturs Axels barst óvænt á borð ríkissaksóknara en hún er upphafið að málinu. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur lögreglumaður er sakfelldur fyrir spillingu í starfi þótt fleiri dæmi séu um að sterkur grunur hafi verið um spillingu. Má nefna samskipti yfirmanna hjá lögreglunni við Franklín Steiner á sínum tíma sem dæmi um slíkt. Ítarlega hefur verið fjallað um mál þeirra Jens, Péturs og Gottskálks undanfarið ár og má lesa um það í fréttunum hér að neðan.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00 Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14 Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peningagreiðslu frá góðkunningja lögreglu Aðalmeðferð er hafin í máli rannsóknarlögreglumanns sem grunaður er um brot í starfi og sætir ákæru fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. 14. mars 2017 11:39 Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00
Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14
Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peningagreiðslu frá góðkunningja lögreglu Aðalmeðferð er hafin í máli rannsóknarlögreglumanns sem grunaður er um brot í starfi og sætir ákæru fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. 14. mars 2017 11:39
Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48