Innlent

Fjölmenni minntist Mikaels í Hveragerði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sóknarpresturinn í Hveragerði segir stundina hafa verið kyrrláta og góða.
Sóknarpresturinn í Hveragerði segir stundina hafa verið kyrrláta og góða. Vísir/Eyþór
Vinir, ættingjar og íbúar í Hveragerði og nærsveitum komu saman í Hveragerðikirkju í gær þar sem efnt var til bæna- og minningarstundar um Mikael Rúnar Jónsson sem lést af slysförum síðustu helgi.

„Þetta var kyrrlát og góð stund,“ segir Jón Ragnarsson, sóknarprestur Hveragerðiskirkju, í Fréttablaðinu í dag.

Slysið varð á laugardagskvöld þegar drengurinn ungi, sem virðist hafa verið einn að leik, klemmdist af vörulyftu á vöruflutningabíl á heimili hans í Hveragerði.

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Mikaels Rúnars sem var ellefu ára.

Þeir sem vilja og geta styrkt fjölskylduna geta lagt inn á reikning: 314-26-2200 kt. 180567-5859

Skólasystkini Mikaels í grunnskóla Hveragerðis fengu áfallahjálp í vikunni.Vísir/Eyþór
Jón Ragnarsson, sóknarprestur í Hveragerðiskirkju, stýrði minningarathöfninni.

Tengdar fréttir

Banaslys í Hveragerði

Banaslys varð í gærkvöldi í Hveragerði þar sem drengur, fæddur 2006, sem virðist hafa verið einn að leik, hafði klemmst af vörulyftu á vöruflutningabíl við heimili hans þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×