Johnson: Þetta er hrikalega svekkjandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2017 10:00 Johnson gengur hér svekktur á brott eftir að hafa dregið sig úr keppni á Masters. vísir/getty Besti kylfingur heims, Dustin Johnson, varð að draga sig úr keppni á Masters í gær eftir að hafa dottið í tröppum daginn fyrir mótið. Johnson hefur verið sjóðheitur síðustu vikur og vann síðustu þrjú mót áður en hann mætti til Augusta. Hann gerði það sem hann gat til þess að vera með. Fór í meðferð þar sem hann var að drepast í bakinu eftir fallið. Mætti á æfingasvæðið fyrir hringinn en ákvað svo að draga sig úr keppni. „Ég er að spila mitt besta golf frá upphafi og að lenda síðan í svona slysi. Þetta er hrikalega svekkjandi,“ sagði Johnson við blaðamenn á golfvellinum í gær. „Ég gerði allt sem ég gat. Ég get sveiflað aðeins en get ekki tekið fulla sveiflu. Ef ég get ekki sveiflað eðlilega þá get ég ekki tekið þátt á Masters.“ En hvernig í fjandanum fór hann að því að detta í tröppum inn í íbúð sem hann var með á leigu? „Ég var í sokkum og rann í tröppunum. Flaug niður þrjár tröppur og vinstri hliðin neðarlega á bakinu fór illa út úr fallinu. Vinstri olnboginn er líka vel marinn.“ Golf Tengdar fréttir Hoffman með fjögurra högga forystu Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er með forystu eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu á Augasta-vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. 6. apríl 2017 23:16 Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Besti kylfingur heims, Dustin Johnson, varð að draga sig úr keppni á Masters í gær eftir að hafa dottið í tröppum daginn fyrir mótið. Johnson hefur verið sjóðheitur síðustu vikur og vann síðustu þrjú mót áður en hann mætti til Augusta. Hann gerði það sem hann gat til þess að vera með. Fór í meðferð þar sem hann var að drepast í bakinu eftir fallið. Mætti á æfingasvæðið fyrir hringinn en ákvað svo að draga sig úr keppni. „Ég er að spila mitt besta golf frá upphafi og að lenda síðan í svona slysi. Þetta er hrikalega svekkjandi,“ sagði Johnson við blaðamenn á golfvellinum í gær. „Ég gerði allt sem ég gat. Ég get sveiflað aðeins en get ekki tekið fulla sveiflu. Ef ég get ekki sveiflað eðlilega þá get ég ekki tekið þátt á Masters.“ En hvernig í fjandanum fór hann að því að detta í tröppum inn í íbúð sem hann var með á leigu? „Ég var í sokkum og rann í tröppunum. Flaug niður þrjár tröppur og vinstri hliðin neðarlega á bakinu fór illa út úr fallinu. Vinstri olnboginn er líka vel marinn.“
Golf Tengdar fréttir Hoffman með fjögurra högga forystu Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er með forystu eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu á Augasta-vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. 6. apríl 2017 23:16 Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Hoffman með fjögurra högga forystu Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er með forystu eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu á Augasta-vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. 6. apríl 2017 23:16