Gunnar Smári var sótsvartur hægri maður Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2017 14:30 Vegir liggja til allra átta. Ólíklegt er að fyrir finnist maður á Íslandi sem hefur gengið í gegnum önnur eins umskipti og Gunnar Smári, bæði hvað varðar lífsskoðanir og stöðu. Gunnar Smári Egilsson hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið hörðum höndum að stofnun Sósíalistaflokksins. Það í sjálfu sér er athyglisvert en þá ekki síður sú staðreynd að það sé Gunnar Smári, og enginn annar en Gunnar Smári, sem er prímusmótor í stofnun slíks flokks því fyrir um áratug var vandfundinn harðari hægri maður á Íslandi en einmitt hann. Frá því var greint í Fréttablaðinu í morgun að Gunnar Smári sé að hverfa frá ritstjórastörfum sínum á Fréttatímanum. Reksturinn hefur verið þungur en samkvæmt heimildum blaðsins er nýtt hlutafé á leiðinni og með nýir hluthafar.Hefur enga trú á forræðishyggju ríkisins Vísi tókst ekki að ná tali af Gunnari Smára vegna málsins og svo getraunar á Twitter sem Jón Kaldal, sem á árum áður var náinn samstarfsmaður Gunnars Smára þá sem ritstjóri Fréttablaðsins en þá var Gunnar Smári einn eigenda og útgefandi blaðsins, efndi til. Þar er spurt hver mælti eftirfarandi:„Ég er sótsvartur hægrimaður. Ég er miklu hægrisinnaðri en nokkurn tímann Sjálfstæðiflokkurinn og Heimdallur. Ég hef enga trú á vafstri ríkisins í rekstri, eða þeirri forræðishyggju ríkisins sem birtist í lagasetningum um smæstu atriði mannlegrar tilveru. Ég held að við séum komin ótrúlega langt í átt að færa í raun ríkinu alla stjórn og yfirráð á lífi okkar.“Menn sem kunna að skipta um skoðunSvarið ætti vitaskuld ekki að vefjast fyrir lesendum Vísis með þennan inngang, en góð þátttaka var á Twittersíðu Jóns. Það var svo sagnfræðingurinn Stefán Pálsson sem kannaðist við orðin. Þau er að finna í ítarlegu viðtali sem Jón tók við Gunnar Smára og birtist síðla árs 2003 í tímaritinu Ský, hvar Jón var þá ritstjóri. Skömmu síðar réði Gunnar Smári Jón til starfa til sín.Hér er getraun. Hver talar? pic.twitter.com/euDyrAYImw— Jón Kaldal (@jonkaldal) April 6, 2017 Jón segir, í samtali við Vísi, þetta vissulega verulega brött umskipti á einum manni en hann beri miklu meiri virðingu fyrir þeim sem kunna að skipta um skoðun en þeim sem haldi í sínar skoðanir von úr viti, sama hvað. Og kannski má spyrja hvort hinn hugmyndafræðilegi ás, sem kenndur er við hægri og vinstri, fari ekki fremur í hring en að hann sé bein lína? Í viðtalinu fer Gunnar Smári yfir ævintýralega sögu sína í fjölmiðlum, hugmyndir sínar um blaðamennsku og segir einlæglega af átökum sínum við Bakkus.Gunnar Smári síðla árs 2003. Þá var hann hægri maður, vel hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel Heimdall.stefán karlssonNiðurlag viðtalsins hlýtur að teljast athyglisvert fyrir áhugmenn um pólitík og hræringar í hinum flokkspólitíska akri nú þegar stofnun Sósíalistaflokks Íslands stendur fyrir dyrum. Jón spyr hvort einhverjir íslenskir stjórnmálamenn í nútíð eða fortíð eru sem Gunnari Smára finnist hafa skarað framúr? Smári svarar því til að hann sé hrifnastur af stjórnmálamönnum sem tala inn í samfélagið og reyna þannig að beita áhrifavaldi sínum á jákvæðan hátt.Gunnar Smári hafði engan áhuga á pólitíkOg þegar hann er beðinn um að nefna dæmi um slíkt svarar hann: „Davíð Oddsson á fyrstu árum sínum sem forsætisráðherra talaði kjark í þjóðina á samdráttarskeiði. Hann talaði líka kjark í þjóðina til þess að taka við ákveðnum breytingum sem voru nauðsynlegar, til dæmis að loka því styrkjakerfi sem var hér við lýði. Mér fannst erindi Jóns Baldvins í kringum kosningarnar 1987 vera sumpartinn af sama toga. Hins vegar held ég að karakter Jóns Baldvins sé þannig að hann talar ekki inn í samfélagið heldur yfir það, hann er svo déskoti hrokafullur. Þó Davíð sé það líka, þá fer það honum betur að eiga samtal við þjóðina. Jón Baldvin er líklega of mikill kennari. Annars hef ég engan áhuga á pólitík. Mér finnst að flest það sem stjórnmálamenn eru að vasast í ættu þeir að láta ógert.“ Með góðfúslegu leyfi höfundar. En, þetta var árið 2003 og aðrir vindar blésu þá um samfélagið en nú gera. Tengdar fréttir Hluthafar ræddu samstarf Kjarnans og Fréttatímans Sigurður Gísli Pálmason og Vilhjálmur Þorsteinsson funduðu samkvæmt heimildum Markaðarins um síðustu helgi og ræddu mögulegt samstarf. 29. mars 2017 08:30 Fréttatíminn fær nýja eigendur Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignarhald á næstu dögum, samkvæmt heimildum. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson hefur undanfarnar vikur og mánuði unnið hörðum höndum að stofnun Sósíalistaflokksins. Það í sjálfu sér er athyglisvert en þá ekki síður sú staðreynd að það sé Gunnar Smári, og enginn annar en Gunnar Smári, sem er prímusmótor í stofnun slíks flokks því fyrir um áratug var vandfundinn harðari hægri maður á Íslandi en einmitt hann. Frá því var greint í Fréttablaðinu í morgun að Gunnar Smári sé að hverfa frá ritstjórastörfum sínum á Fréttatímanum. Reksturinn hefur verið þungur en samkvæmt heimildum blaðsins er nýtt hlutafé á leiðinni og með nýir hluthafar.Hefur enga trú á forræðishyggju ríkisins Vísi tókst ekki að ná tali af Gunnari Smára vegna málsins og svo getraunar á Twitter sem Jón Kaldal, sem á árum áður var náinn samstarfsmaður Gunnars Smára þá sem ritstjóri Fréttablaðsins en þá var Gunnar Smári einn eigenda og útgefandi blaðsins, efndi til. Þar er spurt hver mælti eftirfarandi:„Ég er sótsvartur hægrimaður. Ég er miklu hægrisinnaðri en nokkurn tímann Sjálfstæðiflokkurinn og Heimdallur. Ég hef enga trú á vafstri ríkisins í rekstri, eða þeirri forræðishyggju ríkisins sem birtist í lagasetningum um smæstu atriði mannlegrar tilveru. Ég held að við séum komin ótrúlega langt í átt að færa í raun ríkinu alla stjórn og yfirráð á lífi okkar.“Menn sem kunna að skipta um skoðunSvarið ætti vitaskuld ekki að vefjast fyrir lesendum Vísis með þennan inngang, en góð þátttaka var á Twittersíðu Jóns. Það var svo sagnfræðingurinn Stefán Pálsson sem kannaðist við orðin. Þau er að finna í ítarlegu viðtali sem Jón tók við Gunnar Smára og birtist síðla árs 2003 í tímaritinu Ský, hvar Jón var þá ritstjóri. Skömmu síðar réði Gunnar Smári Jón til starfa til sín.Hér er getraun. Hver talar? pic.twitter.com/euDyrAYImw— Jón Kaldal (@jonkaldal) April 6, 2017 Jón segir, í samtali við Vísi, þetta vissulega verulega brött umskipti á einum manni en hann beri miklu meiri virðingu fyrir þeim sem kunna að skipta um skoðun en þeim sem haldi í sínar skoðanir von úr viti, sama hvað. Og kannski má spyrja hvort hinn hugmyndafræðilegi ás, sem kenndur er við hægri og vinstri, fari ekki fremur í hring en að hann sé bein lína? Í viðtalinu fer Gunnar Smári yfir ævintýralega sögu sína í fjölmiðlum, hugmyndir sínar um blaðamennsku og segir einlæglega af átökum sínum við Bakkus.Gunnar Smári síðla árs 2003. Þá var hann hægri maður, vel hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel Heimdall.stefán karlssonNiðurlag viðtalsins hlýtur að teljast athyglisvert fyrir áhugmenn um pólitík og hræringar í hinum flokkspólitíska akri nú þegar stofnun Sósíalistaflokks Íslands stendur fyrir dyrum. Jón spyr hvort einhverjir íslenskir stjórnmálamenn í nútíð eða fortíð eru sem Gunnari Smára finnist hafa skarað framúr? Smári svarar því til að hann sé hrifnastur af stjórnmálamönnum sem tala inn í samfélagið og reyna þannig að beita áhrifavaldi sínum á jákvæðan hátt.Gunnar Smári hafði engan áhuga á pólitíkOg þegar hann er beðinn um að nefna dæmi um slíkt svarar hann: „Davíð Oddsson á fyrstu árum sínum sem forsætisráðherra talaði kjark í þjóðina á samdráttarskeiði. Hann talaði líka kjark í þjóðina til þess að taka við ákveðnum breytingum sem voru nauðsynlegar, til dæmis að loka því styrkjakerfi sem var hér við lýði. Mér fannst erindi Jóns Baldvins í kringum kosningarnar 1987 vera sumpartinn af sama toga. Hins vegar held ég að karakter Jóns Baldvins sé þannig að hann talar ekki inn í samfélagið heldur yfir það, hann er svo déskoti hrokafullur. Þó Davíð sé það líka, þá fer það honum betur að eiga samtal við þjóðina. Jón Baldvin er líklega of mikill kennari. Annars hef ég engan áhuga á pólitík. Mér finnst að flest það sem stjórnmálamenn eru að vasast í ættu þeir að láta ógert.“ Með góðfúslegu leyfi höfundar. En, þetta var árið 2003 og aðrir vindar blésu þá um samfélagið en nú gera.
Tengdar fréttir Hluthafar ræddu samstarf Kjarnans og Fréttatímans Sigurður Gísli Pálmason og Vilhjálmur Þorsteinsson funduðu samkvæmt heimildum Markaðarins um síðustu helgi og ræddu mögulegt samstarf. 29. mars 2017 08:30 Fréttatíminn fær nýja eigendur Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignarhald á næstu dögum, samkvæmt heimildum. 6. apríl 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hluthafar ræddu samstarf Kjarnans og Fréttatímans Sigurður Gísli Pálmason og Vilhjálmur Þorsteinsson funduðu samkvæmt heimildum Markaðarins um síðustu helgi og ræddu mögulegt samstarf. 29. mars 2017 08:30
Fréttatíminn fær nýja eigendur Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignarhald á næstu dögum, samkvæmt heimildum. 6. apríl 2017 06:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent