Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2017 19:51 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. Fjármálaráðherra segir hins vegar að framlög til heilbrigðismála og annarra innviða verði stóraukin og skuldir ríkissjóðs greiddar hratt niður. Þegar skuldir ríkissjóðs urðu hvað mestar eftir hrun voru þær um 100 prósent af landsframleiðslu en í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 30 prósent eftir tvö ár. Hagur ríkissjóðs hefur því vænkast mikið. Með fjármálaáætlun er ríkisstjórnin í raun að birta áform sín um útgjöld til allra helstu málaflokka ríkisins til næstu fimm ára, eins og til dæmis til vegamála þar sem þörfin er mikil - og til menntamál, háskólanna og heilbrigðismála, þjóðarsjúkrahússins þar sem ekki síður er hrópað eftir meiri útgjöldum. Benedikt Jóhannesson minnti á að þetta væri í annað sinn sem ríkisstjórn leggði fram fjármálaáætlun samkvæmt nýjum lögum og gildir þessi til ársins 2022. „Hún gerir ráð fyrir uppbyggingu innviða, sókn í velferðarmálum, einfaldara skattkerfi og hraðri niðurgreiðslu skulda ríkisins. með öðrum orðum; ábyrg hagstjórn sem miðar að aukinni velsæld, stöðugra gengi og lægra vaxtastigi. Fjármálaráðherra segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um 22 prósent eða um rúma 42 milljarða í skrefum á næstu fimm árum og um 13 prósent til annarra velferðarmála.Nýtt þjóðarsjúkrahús mun rísa „Nýtt þjóðarsjúkrahús rís á næstu árum, greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verður endurbætt og notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Greiðslur í fæðingarorlofi verða rýmkaðar. Útgjöld til samgöngumála eru aukin um nærri 23 milljarða króna frá fyrri fjármálaáætlun,“ sagði fjármálaráðherra. Í fjármálaáætluninni eru tekjur ríkissjóðs næstu fimm árin einnig áætlaðar, en það er helst þar sem stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarflokkanna fyrir viljaleysi til að finna tekjur til að standa undir kröfum um stóraukin útgjöld til uppbyggingar innviða. Þar með þrengi stjórnarflokkarnir möguleika hins opinbera til uppbyggingar, því áætlunin nær einnig til sveitarfélaga og stofnana á vegum hins opinbera. Hagstjórnarmarkmið ríkisstjórnarinnar eru aðhald í ríkisrekstri, stöðugleiki og sátt á vinnumarkaði, að sporna gegn gengisstyrkingu krónunnar og efla þjónustu hins opinbera og innviði. „Í þessari áætlun er fetað einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar. Í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar er forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og velferðarmála. Á sama tíma og skólastarfið er eflt og milli 20 til 25 milljörðum króna til viðbótar er varið í samgöngumál miðað við síðustu fjármálaáætlun. Áætlunin er metnaðarfull á öllum sviðum. Byggir upp til framtíðar á sama tíma og skuldir eru greiddar niður,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Alþingi í dag. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. Fjármálaráðherra segir hins vegar að framlög til heilbrigðismála og annarra innviða verði stóraukin og skuldir ríkissjóðs greiddar hratt niður. Þegar skuldir ríkissjóðs urðu hvað mestar eftir hrun voru þær um 100 prósent af landsframleiðslu en í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 30 prósent eftir tvö ár. Hagur ríkissjóðs hefur því vænkast mikið. Með fjármálaáætlun er ríkisstjórnin í raun að birta áform sín um útgjöld til allra helstu málaflokka ríkisins til næstu fimm ára, eins og til dæmis til vegamála þar sem þörfin er mikil - og til menntamál, háskólanna og heilbrigðismála, þjóðarsjúkrahússins þar sem ekki síður er hrópað eftir meiri útgjöldum. Benedikt Jóhannesson minnti á að þetta væri í annað sinn sem ríkisstjórn leggði fram fjármálaáætlun samkvæmt nýjum lögum og gildir þessi til ársins 2022. „Hún gerir ráð fyrir uppbyggingu innviða, sókn í velferðarmálum, einfaldara skattkerfi og hraðri niðurgreiðslu skulda ríkisins. með öðrum orðum; ábyrg hagstjórn sem miðar að aukinni velsæld, stöðugra gengi og lægra vaxtastigi. Fjármálaráðherra segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um 22 prósent eða um rúma 42 milljarða í skrefum á næstu fimm árum og um 13 prósent til annarra velferðarmála.Nýtt þjóðarsjúkrahús mun rísa „Nýtt þjóðarsjúkrahús rís á næstu árum, greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verður endurbætt og notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Greiðslur í fæðingarorlofi verða rýmkaðar. Útgjöld til samgöngumála eru aukin um nærri 23 milljarða króna frá fyrri fjármálaáætlun,“ sagði fjármálaráðherra. Í fjármálaáætluninni eru tekjur ríkissjóðs næstu fimm árin einnig áætlaðar, en það er helst þar sem stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarflokkanna fyrir viljaleysi til að finna tekjur til að standa undir kröfum um stóraukin útgjöld til uppbyggingar innviða. Þar með þrengi stjórnarflokkarnir möguleika hins opinbera til uppbyggingar, því áætlunin nær einnig til sveitarfélaga og stofnana á vegum hins opinbera. Hagstjórnarmarkmið ríkisstjórnarinnar eru aðhald í ríkisrekstri, stöðugleiki og sátt á vinnumarkaði, að sporna gegn gengisstyrkingu krónunnar og efla þjónustu hins opinbera og innviði. „Í þessari áætlun er fetað einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar. Í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar er forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og velferðarmála. Á sama tíma og skólastarfið er eflt og milli 20 til 25 milljörðum króna til viðbótar er varið í samgöngumál miðað við síðustu fjármálaáætlun. Áætlunin er metnaðarfull á öllum sviðum. Byggir upp til framtíðar á sama tíma og skuldir eru greiddar niður,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Alþingi í dag.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira