Sigmundur Davíð: Margt á eftir að skýrast á næstunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2017 17:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl. Vísir/Anton Brink „Það hefur sannarlega margt komið í ljós undanfarið ár og ég get fullvissað ykkur um að margt á eftir að skýrast enn frekar á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni. Eitt ár er liðið frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér embætti vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum, sem fjallað var um í Kastljósi. Sjálfur segist hann ekki hafa hugsað út í hvaða dagur væri enda sé hann sér ekki eins hugleikinn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn, líkt og hann orðar það. „Í huga mínum markaði dagurinn enda hvorki endi né upphaf heldur bara eina hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið og myndi kalla á mótspyrnu. Að vísu stóra hindrun en stærstu vonbrigðin komu hins vegar síðar á árinu,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og að fyrir vikið sé hann enn sannfærðari en áður um að hægt sé að gera grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi. „Og við getum haldið áfram að ná árangri jafnvel þótt það geti þurft að takast á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis. Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur,“ segir hann og bætir við að hann muni halda áfram að berjast fyrir Ísland. Vilja að Sigmundur kljúfi sig frá Framsókn Hvað Sigmundur á við skal ósagt látið en hann hefur verið hvattur til þess að kljúfa sig frá Framsókn og stofna nýjan flokk. Var það meðal annars til umfjöllunar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og Framsóknarmaður, segir hóp Framsóknarmanna vilja að Sigmundur stofni eigin flokk. „Eftir að hafa setið flokksþingið og sjá hvernig framkvæmdin var á formannskjörinu ,erum við fjölmargir Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur farið með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt og margt hefur komið í ljós síðan,“ segir Gunnar. „Öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá er flokkseigendafélagið, það er klíkan.“ Gunnar Kristinn segir að hópi gamalgróinna Framsóknarmanna sé misboðið. Flokkurinn sé klofinn og að ef ekkert verði að gert muni hann missa mest allt sitt fylgi, og nefnir Samfylkinguna í því samhengi. „Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem var í flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund Davíð jafnvel, flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð og mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til að taka ákvarðanir til þess að bjarga hugsjóninni,“ segir Gunnar. Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Það hefur sannarlega margt komið í ljós undanfarið ár og ég get fullvissað ykkur um að margt á eftir að skýrast enn frekar á næstunni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni. Eitt ár er liðið frá því að Sigmundur Davíð sagði af sér embætti vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum, sem fjallað var um í Kastljósi. Sjálfur segist hann ekki hafa hugsað út í hvaða dagur væri enda sé hann sér ekki eins hugleikinn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn, líkt og hann orðar það. „Í huga mínum markaði dagurinn enda hvorki endi né upphaf heldur bara eina hindrun í vinnu sem alltaf var ljóst að yrði erfið og myndi kalla á mótspyrnu. Að vísu stóra hindrun en stærstu vonbrigðin komu hins vegar síðar á árinu,“ segir Sigmundur. Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi og að fyrir vikið sé hann enn sannfærðari en áður um að hægt sé að gera grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi. „Og við getum haldið áfram að ná árangri jafnvel þótt það geti þurft að takast á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis. Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur,“ segir hann og bætir við að hann muni halda áfram að berjast fyrir Ísland. Vilja að Sigmundur kljúfi sig frá Framsókn Hvað Sigmundur á við skal ósagt látið en hann hefur verið hvattur til þess að kljúfa sig frá Framsókn og stofna nýjan flokk. Var það meðal annars til umfjöllunar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur og Framsóknarmaður, segir hóp Framsóknarmanna vilja að Sigmundur stofni eigin flokk. „Eftir að hafa setið flokksþingið og sjá hvernig framkvæmdin var á formannskjörinu ,erum við fjölmargir Framsóknarmenn sem er misboðið hvernig ástandið er í flokknum. Hvernig farið hefur farið með málin og hvernig þetta flokksþing var framkvæmt og margt hefur komið í ljós síðan,“ segir Gunnar. „Öllum er ljóst í flokknum að þeir sem stóðu að baki því að koma Sigmundi frá er flokkseigendafélagið, það er klíkan.“ Gunnar Kristinn segir að hópi gamalgróinna Framsóknarmanna sé misboðið. Flokkurinn sé klofinn og að ef ekkert verði að gert muni hann missa mest allt sitt fylgi, og nefnir Samfylkinguna í því samhengi. „Það er stór hópur innan Framsóknar. Þetta er hópurinn sem var í flokksþinginu og fékk ekki að kjósa Sigmund Davíð jafnvel, flokksmenn til áratuga. Mjög tryggir einstaklingar sem eru búnir að vera virkir í Framsóknarflokknum alla tíð og mönnum er misboðið. Menn sjá það að dæmið gengur ekki upp. Flokkurinn er klofinn og menn vilja hvetja Sigmund til að taka ákvarðanir til þess að bjarga hugsjóninni,“ segir Gunnar. Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. 3. apríl 2017 10:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent