Innlent

Stofnaður styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Mikaels Rúnars

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Mikael Rúnar Jónsson var fæddur 2. janúar árið 2006.
Mikael Rúnar Jónsson var fæddur 2. janúar árið 2006. Mynd/Lögreglan
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir fjölskyldu Mikaels Rúnars sem lést af slysförum um liðna helgi. Mikael Rúnar Jónsson var fæddur 2. Janúar 2006.

Þá hefur verið efnt til bænastundar í Hveragerðiskirkju annað kvöld klukkan 18 til minningar um Mikael Rúnar.

Slysið varð á laugardagskvöld þegar Mikael Rúnar, sem virðist hafa verið einn að leik, klemmdist af vörulyftu á vöruflutningabíl við heimili hans þar.

Tilkynning um slysið barst Neyðarlínunni klukkan 22.37 á laugardagskvöld. Lögregla og sjúkralið fór þegar á staðinn en tilraunir til endurlífgunar drengsins báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.

Skólasystkini Mikaels í grunnskóla Hveragerðis hafa fengið áfallahjálp.

„Það hefur verið unnið í skólanum samkvæmt áfallaáætlun sem var virkjuð strax á sunndaginn og unnið er eftir henni,“ segir Jón Ragnarsson, sóknarprestur Hveragerðiskirkju, í samtali við Vísi.

Hann segir slysið hafa áhrif á alla í bænum og gerir ráð fyrir að allir sem geti muni mæta á bænastundina annað kvöld.

„Fólk er, þetta hefur áhrif á alla en fólk heldur áfram með lífið líka. Það er engin móðursýki í gangi í bænum.“

Þeir sem vilja og geta styrkt fjölskylduna geta lagt inn á reikning: 314-26-2200 kt. 180567-5859


Tengdar fréttir

Banaslys í Hveragerði

Banaslys varð í gærkvöldi í Hveragerði þar sem drengur, fæddur 2006, sem virðist hafa verið einn að leik, hafði klemmst af vörulyftu á vöruflutningabíl við heimili hans þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×