Segist ekki hafa óskað eftir gögnum um Trump í pólitískum tilgangi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 23:30 Susan Rice, ásamt eftirmanni sínum í starfi Michael Flynn. Þau eru nú bæði fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafar. Vísir/Getty Háttsettur meðlimur innan ríkisstjórnar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafinn Susan Rice, segir að fregnir þess efnis að hún hafi óskað eftir gögnum um meðlimi í kosningateymi Donald Trump, í pólitískum tilgangi, séu úr lausi lofti gripnar. Þær séu „algjörlega rangar.“ Um er að ræða fréttir frá miðlum líkt og Fox þar sem kemur fram að Rice hafi beðið leyniþjónustustofnanir þar í landi um upplýsingar um nöfn aðila innan kosningateymis Trump, sem taldir voru hafa talað við erlenda einstaklinga, sem voru undir eftirliti bandarísku leyniþjónustunnar. Ýmsir Repúblikanar hafa sakað Rice um að hafa lekið umræddum gögnum. Trump sjálfur og aðilar tengdir honum hafa gripið þessar fregnir á lofti og túlkað þær sem staðfestingu á því að Obama hafi vissulega látið njósna um Trump, rétt eins og Trump hefur haldið fram sjálfur, án þess að geta bent á nokkur gögn því til stuðnings.Almennt er talið að forsetinn hafi með ummælum sínum um njósnir Obama verið að reyna að dreifa athyglinni frá rannsókn Bandaríkjaþings og alríkislögreglunnar á tengslum hans og aðila innan kosningateymis hans við Rússland. Þannig hefur til að mynda verið sýnt fram á að aðilar úr ríkisstjórn hans, líkt og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafi átt í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Það er sérlega óheppilegt, þar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sannað að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Forsetinn hefur alla tíð neitað því að hann tengist Rússlandi með óeðlilegum hætti. Aðspurð segir Rice, að hún hafi vissulega beðið um nöfn bandaríska einstaklinga sem hafi verið í tengslum við einstaklinga undir eftirliti, en hún hafi aldrei gert slíkt í pólítískum tilgangi. Hún segir að það hafi litið út fyrir að Rússar væru að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi og „að hún hafi sinnt skyldu sinni sem þjóðaröryggisráðgjafi“ með því að falast eftir þessum upplýsingum. Það hafi verið hennar hlutverk að vega og meta mikilvægi slíkra upplýsinga hverju sinni. Þá segir Rice að ásakanir Trump og fleiri Repúblikana í sinn garð séu algjörlega „tilhæfulausar og tengist ekki raunveruleikanum á nokkurn hátt.“ Donald Trump Tengdar fréttir Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31 Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42 Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Háttsettur meðlimur innan ríkisstjórnar Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þjóðaröryggisráðgjafinn Susan Rice, segir að fregnir þess efnis að hún hafi óskað eftir gögnum um meðlimi í kosningateymi Donald Trump, í pólitískum tilgangi, séu úr lausi lofti gripnar. Þær séu „algjörlega rangar.“ Um er að ræða fréttir frá miðlum líkt og Fox þar sem kemur fram að Rice hafi beðið leyniþjónustustofnanir þar í landi um upplýsingar um nöfn aðila innan kosningateymis Trump, sem taldir voru hafa talað við erlenda einstaklinga, sem voru undir eftirliti bandarísku leyniþjónustunnar. Ýmsir Repúblikanar hafa sakað Rice um að hafa lekið umræddum gögnum. Trump sjálfur og aðilar tengdir honum hafa gripið þessar fregnir á lofti og túlkað þær sem staðfestingu á því að Obama hafi vissulega látið njósna um Trump, rétt eins og Trump hefur haldið fram sjálfur, án þess að geta bent á nokkur gögn því til stuðnings.Almennt er talið að forsetinn hafi með ummælum sínum um njósnir Obama verið að reyna að dreifa athyglinni frá rannsókn Bandaríkjaþings og alríkislögreglunnar á tengslum hans og aðila innan kosningateymis hans við Rússland. Þannig hefur til að mynda verið sýnt fram á að aðilar úr ríkisstjórn hans, líkt og Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafi átt í samskiptum við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Það er sérlega óheppilegt, þar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir telja sannað að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Forsetinn hefur alla tíð neitað því að hann tengist Rússlandi með óeðlilegum hætti. Aðspurð segir Rice, að hún hafi vissulega beðið um nöfn bandaríska einstaklinga sem hafi verið í tengslum við einstaklinga undir eftirliti, en hún hafi aldrei gert slíkt í pólítískum tilgangi. Hún segir að það hafi litið út fyrir að Rússar væru að reyna að hafa áhrif á kosningar þar í landi og „að hún hafi sinnt skyldu sinni sem þjóðaröryggisráðgjafi“ með því að falast eftir þessum upplýsingum. Það hafi verið hennar hlutverk að vega og meta mikilvægi slíkra upplýsinga hverju sinni. Þá segir Rice að ásakanir Trump og fleiri Repúblikana í sinn garð séu algjörlega „tilhæfulausar og tengist ekki raunveruleikanum á nokkurn hátt.“
Donald Trump Tengdar fréttir Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31 Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42 Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Hefja rannsókn á afskiptum Rússa Öldungadeild Bandaríkjaþings bætist í hóp þeirra sem rannsaka afskipti Rússa af bandarísku kosningunum sem bandarískar leyniþjónustustofnanir fullyrða að hafi átt sér stað. 30. mars 2017 17:31
Flynn fer fram á friðhelgi gegn vitnisburði Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump er sagður sækjast eftir friðhelgi frá saksókn gegn því að bera vitni um tengsl forsetans við Rússland. 30. mars 2017 23:42
Flynn greindi ekki frá greiðslum frá rússneskum fyrirtækjum Michael Flynn, fyrrum ráðgjafi Donalds Trump í þjóðaröryggismálum, lét hjá líða að gera grein fyrir greiðslum sem hann fékk frá rússneskri sjónarvarpsstöð og öðru fyrirtæki tengdu Rússlandi í greinargerð um launagreiðslur sínar. 2. apríl 2017 10:11