Ólafur sagður hafa þegið háa þóknun Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2017 05:00 Benedikt fullyrðir að Valgerði Sverrisdóttur hafi verið greint frá málinu en hún hafi sakað hann um að koma vondu orði á Ólaf Ólafsson. vísir/vilhelm Þóknunargreiðsla Samvinnutrygginga, vegna ráðgjafar franska bankans Société Générale við kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003, var greidd til félags í eigu Ólafs Ólafssonar. Stjórn Samvinnutrygginga hafði ekkert fast í hendi um aðkomu bankans að kaupunum. Þetta fullyrðir Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi stjórnarmaður í Samvinnutryggingum, en hann tók sæti í stjórn skömmu eftir að kaupin voru um garð gengin. Eins og fram hefur komið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var lengst af gefið í skyn að franski bankinn tæki þátt í kaupunum en það var dregið til baka um miðjan desember 2002. Benedikt var stjórnarformaður KEA árið 2002 sem var hluti af Kaldbaki sem gerði tilraun til að kaupa hlut í Búnaðarbankanum en laut í lægra haldi fyrir S-hópnum. Kaupin voru undirrituð 16. janúar 2003 og Benedikt settist í stjórn Samvinnutrygginga í maí það sama ár. „Við höfðum strax efasemdir um að Société Générale væri yfirhöfuð að taka þátt í bankakaupum á Íslandi. Það er yfirleitt ekki þannig að einhver minniháttar útibússkrifstofa komi fram fyrir hönd stórs banka af þessu tagi til að kaupa banka í öðru ríki,“ segir Benedikt og vísar til þess að fulltrúar Société Générale, Ralf Darpe og Michael Sautter, unnu báðir í útibúi bankans í Frankfurt í Þýskalandi.Óundirrituð drög að bréfi „Þegar ég kom svo inn í stjórn spurðist ég sérstaklega fyrir um á grundvelli hvaða gagna hefðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi stjórnarinnar. Á þessum sama fundi lá fyrir ársreikningur frá 2002 þar sem var ótrúlega há upphæð í einhverjar þóknanir og ég óskaði sundurliðunar á þeim,“ segir Benedikt. Fram hefur komið að franski bankinn hafi fengið 300 milljónir fyrir ráðgjafarstörf sín. Benedikt minnir að hlutur Samvinnutrygginga hafi verið rúmar 60 milljónir króna. „Ég fékk þá upplýst að þetta væru þóknanir til félags með skrýtnu nafni í Lúxemborg. Þegar ég spyr hvers vegna þetta sé ekki greitt til Société Générale fæ ég þau svör að það sé vegna þess að Ólafur Ólafsson hafi verið milligöngumaður og hann hafi tekið við þessari greiðslu.“ Benedikt óskaði þá eftir gögnum eða samningi um þjónustu franska bankans við fyrirtækið.Ég fékk ekkert afrit því bréf franska bankans var eingöngu sýnt á fundinum en ekki varðveitt sem hluti af skjölum Samvinnutrygginga. Það staðfesti fyrir mér það sem við héldum allan tímann, að þeir voru ekki með nein staðfest samskipti við þennan stórbanka. Þetta fær stoð í skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands um starfsemi Samvinnutrygginga frá 2009. Þar kemur fram að á fundi fyrirtækisins þann 5. desember 2002 hafi verið lögð fram drög að bréfi frá Société Générale sem væri bæði ódagsett og óundirritað. Fulltrúar Kaldbaks greindu Valgerði Sverrisdóttur, þá iðnaðar- og viðskiptaráðherra, frá þessu strax og þetta varð ljóst. „Hún skellti á okkur hurðum og sakaði okkur um að við værum að bera sakir á aðra.“Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga.Engin svör frá Société Génerale Ralf Darpe er enn starfsmaður Société Générale. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um kaupin á Búnaðarbankanum er vitnað til þess að hann og Michael Sautter hafi fyrst og fremst verið persónulegir viðskiptafélagar Ólafs Ólafssonar. Í skýrslunni er jafnframt vitnað til þess að bréf hafi borist frá Michael Sautter þar sem fram hafi komið að þeir myndu veita S-hópnum ráðgjöf og kæmu hugsanlega að kaupunum. Þátttaka bankans var þó snarlega dregin til baka 11. desember 2002 og sagði Ralf Darpe þá að ástæður þess væru stjórnmálalegs eðlis og að Société Générale vildi halda stjórnmálum og viðskiptum aðskildum. Rannsóknarnefnd Alþingis tók einnig skýrslu af Kristjáni Loftssyni, sem tók þátt í S-hópnum, um aðkomu franska bankans. Þar segir: „Ja, þeir hættu þarna í bankanum á eftir. Þeir urðu svo svekktir, allavegana hann Sautter, hann bara hætti.“ Michael Sautter tók síðar sæti í stjórn Búnaðarbankans. Í skýrslu Sigurjóns Árnasonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis árið 2009 kom fram að Michael Sautter hafi verið nýhættur hjá franska bankanum og farinn að starfa á eigin vegum þegar viðskiptin áttu sér stað. Rannsóknarnefnd Alþingis reyndi að fá staðfest hvort Michael Sautter hefði starfað fyrir hönd bankans á þeim tíma sem kaupin áttu sér stað en fékk engin svör þess efnis. Í desember 2002 fékk Árni Snævarr, þá fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, þau svör frá franska bankanum Société Générale að enginn frá höfuðstöðvum bankans hefði umboð til að taka þátt í fjárfestingum í íslenskum banka. Slíkar fjárfestingar yrðu aðeins gerðar á vegum höfuðstöðva bankans. Vert er að taka fram að Fréttablaðið hefur engin svör fengið frá Société Générale um aðkomu bankans að viðskiptunum fyrir fjórtán árum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hverjir högnuðust með Ólafi? Bakkavararbræður keyptu sig inn í Kaupþing tveimur vikum áður en bankinn fjármagnaði kaup Welling & Partner í Búnaðarbankanum. Nöfn þeirra koma fyrir í samningsdrögum sem rannsóknarnefndin skoðaði. 31. mars 2017 06:00 Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00 Áhersla lögð á leynd yfir baksamningum Ólafur Ólafsson sem fór fyrir S-hópnum við kaup á Búnaðarbankanum á sínum tíma tókst að hagnast um milljarða króna með baksamningum við þýskan banka sem látið var í veðri vaka að væri kaupandi að Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 19:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Þóknunargreiðsla Samvinnutrygginga, vegna ráðgjafar franska bankans Société Générale við kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003, var greidd til félags í eigu Ólafs Ólafssonar. Stjórn Samvinnutrygginga hafði ekkert fast í hendi um aðkomu bankans að kaupunum. Þetta fullyrðir Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi stjórnarmaður í Samvinnutryggingum, en hann tók sæti í stjórn skömmu eftir að kaupin voru um garð gengin. Eins og fram hefur komið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var lengst af gefið í skyn að franski bankinn tæki þátt í kaupunum en það var dregið til baka um miðjan desember 2002. Benedikt var stjórnarformaður KEA árið 2002 sem var hluti af Kaldbaki sem gerði tilraun til að kaupa hlut í Búnaðarbankanum en laut í lægra haldi fyrir S-hópnum. Kaupin voru undirrituð 16. janúar 2003 og Benedikt settist í stjórn Samvinnutrygginga í maí það sama ár. „Við höfðum strax efasemdir um að Société Générale væri yfirhöfuð að taka þátt í bankakaupum á Íslandi. Það er yfirleitt ekki þannig að einhver minniháttar útibússkrifstofa komi fram fyrir hönd stórs banka af þessu tagi til að kaupa banka í öðru ríki,“ segir Benedikt og vísar til þess að fulltrúar Société Générale, Ralf Darpe og Michael Sautter, unnu báðir í útibúi bankans í Frankfurt í Þýskalandi.Óundirrituð drög að bréfi „Þegar ég kom svo inn í stjórn spurðist ég sérstaklega fyrir um á grundvelli hvaða gagna hefðu verið teknar ákvarðanir á vettvangi stjórnarinnar. Á þessum sama fundi lá fyrir ársreikningur frá 2002 þar sem var ótrúlega há upphæð í einhverjar þóknanir og ég óskaði sundurliðunar á þeim,“ segir Benedikt. Fram hefur komið að franski bankinn hafi fengið 300 milljónir fyrir ráðgjafarstörf sín. Benedikt minnir að hlutur Samvinnutrygginga hafi verið rúmar 60 milljónir króna. „Ég fékk þá upplýst að þetta væru þóknanir til félags með skrýtnu nafni í Lúxemborg. Þegar ég spyr hvers vegna þetta sé ekki greitt til Société Générale fæ ég þau svör að það sé vegna þess að Ólafur Ólafsson hafi verið milligöngumaður og hann hafi tekið við þessari greiðslu.“ Benedikt óskaði þá eftir gögnum eða samningi um þjónustu franska bankans við fyrirtækið.Ég fékk ekkert afrit því bréf franska bankans var eingöngu sýnt á fundinum en ekki varðveitt sem hluti af skjölum Samvinnutrygginga. Það staðfesti fyrir mér það sem við héldum allan tímann, að þeir voru ekki með nein staðfest samskipti við þennan stórbanka. Þetta fær stoð í skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands um starfsemi Samvinnutrygginga frá 2009. Þar kemur fram að á fundi fyrirtækisins þann 5. desember 2002 hafi verið lögð fram drög að bréfi frá Société Générale sem væri bæði ódagsett og óundirritað. Fulltrúar Kaldbaks greindu Valgerði Sverrisdóttur, þá iðnaðar- og viðskiptaráðherra, frá þessu strax og þetta varð ljóst. „Hún skellti á okkur hurðum og sakaði okkur um að við værum að bera sakir á aðra.“Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi stjórnarmaður Samvinnutrygginga.Engin svör frá Société Génerale Ralf Darpe er enn starfsmaður Société Générale. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um kaupin á Búnaðarbankanum er vitnað til þess að hann og Michael Sautter hafi fyrst og fremst verið persónulegir viðskiptafélagar Ólafs Ólafssonar. Í skýrslunni er jafnframt vitnað til þess að bréf hafi borist frá Michael Sautter þar sem fram hafi komið að þeir myndu veita S-hópnum ráðgjöf og kæmu hugsanlega að kaupunum. Þátttaka bankans var þó snarlega dregin til baka 11. desember 2002 og sagði Ralf Darpe þá að ástæður þess væru stjórnmálalegs eðlis og að Société Générale vildi halda stjórnmálum og viðskiptum aðskildum. Rannsóknarnefnd Alþingis tók einnig skýrslu af Kristjáni Loftssyni, sem tók þátt í S-hópnum, um aðkomu franska bankans. Þar segir: „Ja, þeir hættu þarna í bankanum á eftir. Þeir urðu svo svekktir, allavegana hann Sautter, hann bara hætti.“ Michael Sautter tók síðar sæti í stjórn Búnaðarbankans. Í skýrslu Sigurjóns Árnasonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis árið 2009 kom fram að Michael Sautter hafi verið nýhættur hjá franska bankanum og farinn að starfa á eigin vegum þegar viðskiptin áttu sér stað. Rannsóknarnefnd Alþingis reyndi að fá staðfest hvort Michael Sautter hefði starfað fyrir hönd bankans á þeim tíma sem kaupin áttu sér stað en fékk engin svör þess efnis. Í desember 2002 fékk Árni Snævarr, þá fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, þau svör frá franska bankanum Société Générale að enginn frá höfuðstöðvum bankans hefði umboð til að taka þátt í fjárfestingum í íslenskum banka. Slíkar fjárfestingar yrðu aðeins gerðar á vegum höfuðstöðva bankans. Vert er að taka fram að Fréttablaðið hefur engin svör fengið frá Société Générale um aðkomu bankans að viðskiptunum fyrir fjórtán árum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hverjir högnuðust með Ólafi? Bakkavararbræður keyptu sig inn í Kaupþing tveimur vikum áður en bankinn fjármagnaði kaup Welling & Partner í Búnaðarbankanum. Nöfn þeirra koma fyrir í samningsdrögum sem rannsóknarnefndin skoðaði. 31. mars 2017 06:00 Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00 Áhersla lögð á leynd yfir baksamningum Ólafur Ólafsson sem fór fyrir S-hópnum við kaup á Búnaðarbankanum á sínum tíma tókst að hagnast um milljarða króna með baksamningum við þýskan banka sem látið var í veðri vaka að væri kaupandi að Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 19:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Hverjir högnuðust með Ólafi? Bakkavararbræður keyptu sig inn í Kaupþing tveimur vikum áður en bankinn fjármagnaði kaup Welling & Partner í Búnaðarbankanum. Nöfn þeirra koma fyrir í samningsdrögum sem rannsóknarnefndin skoðaði. 31. mars 2017 06:00
Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00
Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00
Áhersla lögð á leynd yfir baksamningum Ólafur Ólafsson sem fór fyrir S-hópnum við kaup á Búnaðarbankanum á sínum tíma tókst að hagnast um milljarða króna með baksamningum við þýskan banka sem látið var í veðri vaka að væri kaupandi að Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 19:00