Erlent

Hollenskir karlmenn leiðast til stuðnings samkynhneigðu pari

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Stjórnmálamennirnir Alexander Pechtold og  Wouter Koolmees tóku meðal annars þátt.
Stjórnmálamennirnir Alexander Pechtold og Wouter Koolmees tóku meðal annars þátt. Vísir/EPA
Karlmenn út um allt Holland haldast nú í hendur á almannafæri, til þess að sýna samkynhneigðu pari táknrænan stuðning en parið varð fyrir fólskulegri líkamsárás á sunnudagsmorgun.

Rúmlega átta manna hópur réðist á þá Jasper Vernes-Sewraten og Ronnie Sewraten-Vernes, þar sem þeir leiddust á sunnudagsmorgninum í austurhluta Arnhem borgar. Var árásin mjög alvarleg og missti Ronnie til að mynda fjórar tennur.

Árásin hefur valdið mikilli reiði víðast hvar í Hollandi, en landið var meðal fyrstu ríkja heimsins til þess að lögleiða hjónaband samkynhneigðra árið 2001 og hefur forsætisráðherra landsins, Mark Rutte, gagnrýnt árásina harðlega.

Þannig hafa hollenskir stjórnmálamenn einnig tekið þátt í mótmælunum gegn árásinni og andúð á samkynhneigðum með því að leiðast en það gerðu þeir Alexander Pechtold, ásamt kollega sínum úr frjálslynda flokknum D66, Wouter Koolmees.

Mótmæli í Arnhem hafa verið skipulögð næstu helgi, þar sem á að mótmæla andúð gegn samkyhneigðum og hafa menn verið hvattir til þess að birta myndir af sér að leiðast undir myllumerkinu #allemannenhandinhand.

Boksen met de oude strijder #allemannenhandinhand #stopgeweldtegenhomos

A post shared by Koen Weijland (@koenweijland) on

Wij doen mee! Stop geweld tegen homo's. #allemannenhandinhand @barbarabarend

A post shared by Wilco Berenschot (@wt_berenschot) on

Alle mannen hand in hand, moet kunnen in ons mooie vrije land!!! #allemannenhandinhand

A post shared by William Rutten (@williamrutten) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×