Sjóðurinn sem keypti Kaupþingsbréf Seðlabankans taldi þau undirverðlögð Hörður Ægisson skrifar 5. apríl 2017 07:30 Seðlabankinn var fyrir söluna fjórði stærsti hluthafi Kaupþings með sex prósenta hlut. Vísir/Anton Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. Seðlabankinn seldi hlut sinn í Kaupþingi fyrir samtals um 19 milljarða en rúmlega tveimur mánuðum síðar var tilkynnt að Deutsche Bank hefði samþykkt að ljúka ágreiningsmáli við Kaupþing með 50 milljarða eingreiðslu. Gengi bréfa Kaupþings rauk upp í kjölfarið um liðlega 30 prósent og sá hlutur sem Seðlabankinn hafði selt frá sér hækkaði því um leið í virði um fjóra til sex milljarða króna, eins og upplýst var í Markaðnum í síðustu viku. Fram kom í kynningu Franks Brosens, stofnanda og eiganda Taconic Capital, sem hann flutti á fjárfestingaráðstefnu í Chicago í lok október 2016, að vogunarsjóðurinn teldi hlut sinn í Kaupþingi talsvert meira virði en bréfin væru að ganga kaupum og sölum á eftirmarkaði. Brosens benti á að gengið miðað við höfuðstól breytanlegra skuldabréfa væri um 86, nánast sama verð og Seðlabankinn seldi Kaupþingsbréfin á, en sjóðurinn væri hins vegar þeirrar skoðunar að virði þeirra væri um hundrað – og að endurheimtur gætu líklega reynst eitthvað umfram það gangverð. Það mat vogunarsjóðsins, sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaupþings, reyndist rétt – gengi bréfanna er núna í kringum 115 – og sjóðurinn hefur því hagnast verulega á skömmum tíma með kaupunum á bréfum Seðlabankans. Aðrir kaupendur að hlut Seðlabankans voru meðal annars vogunarsjóðurinn Attestor Capital en rétt eins og Taconic Capital gekk sjóðurinn nýlega frá kaupum á 9,99 prósenta hlut í Arion banka. Við ákvörðun um að selja öll bréf sín í Kaupþingi undir lok síðasta árs horfði Seðlabankinn meðal annars til þess, samkvæmt heimildum Markaðarins, að bankinn taldi óheppilegt að vera hluthafi í Kaupþingi samtímis því að verið væri að ganga frá sölu á stórum hlut félagsins í Arion banka. Með því að losa um allan hlut bankans væri því ekki hægt að halda því fram að íslensk stjórnvöld hefðu í reynd óbeina aðkomu að sölu bankans sem einn stærsti hluthafi Kaupþings.Meira en tvöfaldað hlut sinn Allt frá því um mitt síðasta ár hefur Taconic Capital styrkt stöðu sína sem áhrifamesti eigandi Kaupþings með uppkaupum á bréfum annarra hluthafa. Á aðeins nokkrum mánuðum bætti sjóðurinn við sig rúmlega 20 prósentum í Kaupþingi en í dag er Taconic Capital langsamlega stærsti einstaki hluthafi félagsins með nærri 40 prósenta hlut. Heildareignir Kaupþings námu ríflega 400 milljörðum í árslok 2016 en óvissa um endanlegar heimtur hluthafa hefur einkum verið í tengslum við tiltekið eignasafn félagsins – svonefndar vandræðaeignir – en á síðasta ársfjórðungi fjórfaldaðist bókfært virði þeirra og nam 80 milljörðum. Þar munaði mestu um fyrrnefnda eingreiðslu þýska bankans til að ljúka ágreiningsmáli um viðskipti með skuldatryggingar Kaupþings á árunum fyrir 2008 í stað þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum.Frank Brosens er eigandi og stofnandi vogunarsjóðsins Taconic Capital sem á um 40 prósenta hlut í Kaupþingi.Hluthöfum Kaupþings var tilkynnt um niðurstöðuna við Deutsche Bank þann 25. janúar síðastliðinn en í fjárfestakynningu þýska bankans, sem birtist nokkrum dögum síðar, segir að samkomulagið við Kaupþing hafi verið gert í október 2016. Kaupþing hefur ekki viljað staðfesta þá tímasetningu vegna „ríkra trúnaðarákvæða í samningum við Deutsche Bank“. Samkvæmt heimildum Markaðarins lágu fyrir drög að samkomulagi við þýska bankann í október, með ýmsum fyrirvörum, um að hann myndi greiða Kaupþingi rúmlega 400 milljónir evra og forðast þannig málaferli fyrir dómstólum. Samkomulagið var síðan endanlega frágengið í lok janúar og í kjölfarið var greiðslan innt af hendi til Kaupþings. Seðlabankinn hefur svarað því til að hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að bankinn seldi bréf sín í Kaupþingi. Í ársfjórðungslegum kynningum Kaupþings á seinni helmingi síðasta árs, meðal annars í kynningu stjórnenda í september sem Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að félagið hafi verið í „virkum samskiptum“ við meirihluta mótaðila Kaupþings í stórum ágreiningsmálum í því skyni að kanna hvort hægt sé að ljúka þeim með samkomulagi í stað málaferla. Á þeim tíma nam bókfært virði vandræðaeigna Kaupþings aðeins 21 milljarði en nafnvirði krafnanna var hins vegar yfir 700 milljarðar. Það var því ljóst að hagfelld niðurstaða Kaupþings í stórum ágreiningsmálum gæti aukið umtalsvert endurheimtur hluthafa, eins og reyndin hefur orðið.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem keypti megnið af sex prósenta hlut Seðlabankans í Kaupþingi í nóvember í fyrra, hafði skömmu áður opinberlega lýst því yfir að bréf Kaupþings væru talsvert undirverðlögð í viðskiptum á eftirmarkaði. Seðlabankinn seldi hlut sinn í Kaupþingi fyrir samtals um 19 milljarða en rúmlega tveimur mánuðum síðar var tilkynnt að Deutsche Bank hefði samþykkt að ljúka ágreiningsmáli við Kaupþing með 50 milljarða eingreiðslu. Gengi bréfa Kaupþings rauk upp í kjölfarið um liðlega 30 prósent og sá hlutur sem Seðlabankinn hafði selt frá sér hækkaði því um leið í virði um fjóra til sex milljarða króna, eins og upplýst var í Markaðnum í síðustu viku. Fram kom í kynningu Franks Brosens, stofnanda og eiganda Taconic Capital, sem hann flutti á fjárfestingaráðstefnu í Chicago í lok október 2016, að vogunarsjóðurinn teldi hlut sinn í Kaupþingi talsvert meira virði en bréfin væru að ganga kaupum og sölum á eftirmarkaði. Brosens benti á að gengið miðað við höfuðstól breytanlegra skuldabréfa væri um 86, nánast sama verð og Seðlabankinn seldi Kaupþingsbréfin á, en sjóðurinn væri hins vegar þeirrar skoðunar að virði þeirra væri um hundrað – og að endurheimtur gætu líklega reynst eitthvað umfram það gangverð. Það mat vogunarsjóðsins, sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaupþings, reyndist rétt – gengi bréfanna er núna í kringum 115 – og sjóðurinn hefur því hagnast verulega á skömmum tíma með kaupunum á bréfum Seðlabankans. Aðrir kaupendur að hlut Seðlabankans voru meðal annars vogunarsjóðurinn Attestor Capital en rétt eins og Taconic Capital gekk sjóðurinn nýlega frá kaupum á 9,99 prósenta hlut í Arion banka. Við ákvörðun um að selja öll bréf sín í Kaupþingi undir lok síðasta árs horfði Seðlabankinn meðal annars til þess, samkvæmt heimildum Markaðarins, að bankinn taldi óheppilegt að vera hluthafi í Kaupþingi samtímis því að verið væri að ganga frá sölu á stórum hlut félagsins í Arion banka. Með því að losa um allan hlut bankans væri því ekki hægt að halda því fram að íslensk stjórnvöld hefðu í reynd óbeina aðkomu að sölu bankans sem einn stærsti hluthafi Kaupþings.Meira en tvöfaldað hlut sinn Allt frá því um mitt síðasta ár hefur Taconic Capital styrkt stöðu sína sem áhrifamesti eigandi Kaupþings með uppkaupum á bréfum annarra hluthafa. Á aðeins nokkrum mánuðum bætti sjóðurinn við sig rúmlega 20 prósentum í Kaupþingi en í dag er Taconic Capital langsamlega stærsti einstaki hluthafi félagsins með nærri 40 prósenta hlut. Heildareignir Kaupþings námu ríflega 400 milljörðum í árslok 2016 en óvissa um endanlegar heimtur hluthafa hefur einkum verið í tengslum við tiltekið eignasafn félagsins – svonefndar vandræðaeignir – en á síðasta ársfjórðungi fjórfaldaðist bókfært virði þeirra og nam 80 milljörðum. Þar munaði mestu um fyrrnefnda eingreiðslu þýska bankans til að ljúka ágreiningsmáli um viðskipti með skuldatryggingar Kaupþings á árunum fyrir 2008 í stað þess að fá úr því skorið fyrir dómstólum.Frank Brosens er eigandi og stofnandi vogunarsjóðsins Taconic Capital sem á um 40 prósenta hlut í Kaupþingi.Hluthöfum Kaupþings var tilkynnt um niðurstöðuna við Deutsche Bank þann 25. janúar síðastliðinn en í fjárfestakynningu þýska bankans, sem birtist nokkrum dögum síðar, segir að samkomulagið við Kaupþing hafi verið gert í október 2016. Kaupþing hefur ekki viljað staðfesta þá tímasetningu vegna „ríkra trúnaðarákvæða í samningum við Deutsche Bank“. Samkvæmt heimildum Markaðarins lágu fyrir drög að samkomulagi við þýska bankann í október, með ýmsum fyrirvörum, um að hann myndi greiða Kaupþingi rúmlega 400 milljónir evra og forðast þannig málaferli fyrir dómstólum. Samkomulagið var síðan endanlega frágengið í lok janúar og í kjölfarið var greiðslan innt af hendi til Kaupþings. Seðlabankinn hefur svarað því til að hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um viðskipti Kaupþings og Deutsche Bank fyrr en þau voru gerð opinber mörgum vikum eftir að bankinn seldi bréf sín í Kaupþingi. Í ársfjórðungslegum kynningum Kaupþings á seinni helmingi síðasta árs, meðal annars í kynningu stjórnenda í september sem Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að félagið hafi verið í „virkum samskiptum“ við meirihluta mótaðila Kaupþings í stórum ágreiningsmálum í því skyni að kanna hvort hægt sé að ljúka þeim með samkomulagi í stað málaferla. Á þeim tíma nam bókfært virði vandræðaeigna Kaupþings aðeins 21 milljarði en nafnvirði krafnanna var hins vegar yfir 700 milljarðar. Það var því ljóst að hagfelld niðurstaða Kaupþings í stórum ágreiningsmálum gæti aukið umtalsvert endurheimtur hluthafa, eins og reyndin hefur orðið.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira