Þingmaður Pírata „brjálaður“ yfir skertum framlögum Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2017 19:45 Gunnar Hrafn Jónsson. visir/Eyþór Þingmaður Pírata segir stórfelldan niðurskurð heilbrigðisráðherra á framlögum til samtakanna Hugarafls vera blauta tusku í andlit þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hópur fólks mótmælti þessum niðurskurði í velferðarráðuneytinu í dag. Tugir aðstandenda og stuðningsmanna Hugarafls, samtaka fólks sem veitir fólki með geðraskanir ýmis konar þjónustu, mættu í velferðarráðuneytið í dag til að mótmæla lækkun framlaga til samtakanna á þessu ári. Bæði heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra eru í útlöndum en aðstoðarmenn þeirra sögðu ráðuneytið vilja taka upp samtal við samtökin. Á þingi situr að minnsta kosti einn þingmaður sem þegið hefur stuðning frá Hugarafli en það er Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata.Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur mætti á mótmælin í dag.vísir/vilhelm„Frú forseti, ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið. Það eru mótmæli vegna þess að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn á Alþingi í dag. Hann þekkti það af eigin raun að það væri margbúið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem ættu að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé. ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli sem hafa unnið áralngt og gott starf; meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Það á að skaffa þeim rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega tvö hundruð skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu,“ sagði Gunnar Hrafn.„Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið."vísir/vilhelmSamtökin hafi rétt skrimt í gegnum síðasta ár með átta milljóna framlagi en nú eigi þau að fá eina og hálfa milljón sem þýði að starfsemin leggist af. „Og ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk. Það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum. Þetta fólk endar annars inni í heilbrigðiskerfinu sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns. Þrettán milljónir til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er alger svívirða frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson. Tengdar fréttir Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01 Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Þingmaður Pírata segir stórfelldan niðurskurð heilbrigðisráðherra á framlögum til samtakanna Hugarafls vera blauta tusku í andlit þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hópur fólks mótmælti þessum niðurskurði í velferðarráðuneytinu í dag. Tugir aðstandenda og stuðningsmanna Hugarafls, samtaka fólks sem veitir fólki með geðraskanir ýmis konar þjónustu, mættu í velferðarráðuneytið í dag til að mótmæla lækkun framlaga til samtakanna á þessu ári. Bæði heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra eru í útlöndum en aðstoðarmenn þeirra sögðu ráðuneytið vilja taka upp samtal við samtökin. Á þingi situr að minnsta kosti einn þingmaður sem þegið hefur stuðning frá Hugarafli en það er Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata.Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur mætti á mótmælin í dag.vísir/vilhelm„Frú forseti, ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið. Það eru mótmæli vegna þess að nú þegar er farið að bera á því að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð og þau fyrirheit sem hún gaf um að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í málum fólks með geðraskanir á Íslandi,“ sagði Gunnar Hrafn á Alþingi í dag. Hann þekkti það af eigin raun að það væri margbúið að lofa fjölbreyttari og hagkvæmari úrræðum sem ættu að nýtast sem flestum. „Nú fáum við það sem blauta tusku í andlitið að hæstvirtur heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé. ætlar að skaffa samtökunum Hugarafli sem hafa unnið áralngt og gott starf; meðal annars aðstoðað mig, ég veit ekki hvort ég stæði hér í dag ef þeirra nyti ekki við. Það á að skaffa þeim rétt rúm mánaðarlaun þingmanns til að sinna sínum tæplega tvö hundruð skjólstæðingum út heilt ár. Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu,“ sagði Gunnar Hrafn.„Ég þarf aðeins að skreppa úr húsi núna klukkan tvö á eftir af brýnni nauðsyn. Það eru mótmæli fyrir utan velferðarráðuneytið."vísir/vilhelmSamtökin hafi rétt skrimt í gegnum síðasta ár með átta milljóna framlagi en nú eigi þau að fá eina og hálfa milljón sem þýði að starfsemin leggist af. „Og ég krefst þess að menn geri sér grein fyrir að þeir eru að leika sér með mannslíf hérna. Það eru engin önnur úrræði fyrir þetta fólk. Það eru engin önnur úrræði sem eru ódýrari. Þetta er ódýrasta úrræðið sem við höfum. Þetta fólk endar annars inni í heilbrigðiskerfinu sem er margfalt dýrara. Ég krefst þess að við fáum í staðinn árslaun þingmanns. Þrettán milljónir til að reka þetta úrræði í ár og helst eitthvað meira á næsta ári. Þetta er alger svívirða frú forseti,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson.
Tengdar fréttir Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01 Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður. 4. apríl 2017 16:01
Mótmæltu lágum fjárveitingum til Hugarafls: „Þetta er algjör svívirða“ Samtökin Hugarafl stóðu fyrir mótmælum við velferðarráðuneytið í dag vegna þeirrar fjárveitingar sem samtökunum er ætluð á þessu ári. 4. apríl 2017 14:58