Innlent

Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundinum í velferðarráðuneytinu í dag.
Frá fundinum í velferðarráðuneytinu í dag. vísir/anton brink
Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður.

Hugarafl, sem eru samtök sem veita fólki með geðraskanir ýmis konar þjónustu, mótmæltu lágum fjárvetingum til samtakanna við velferðarráðuneytið í dag en á þessu ári er áætlað að samtökin fái 1,5 milljónir króna samanborið við átta milljónir króna í fyrra.

 

„Við tókum á móti reynslusögum og yfirlýsingu frá Hugarafli, spjölluðum þarna við góðan hóp af fólki, um 60 til 70 manns, og færðum þeim þau skilaboð að ráðuneytið vildi taka upp samtal við samtökin,“ segir Karl Pétur í samtali við Vísi.

Hann segir að vonandi verði hægt að finna einhverja lausn á málum Hugarafls þrátt fyrir að ekki sé hægt að lofa meiri fjárveitingum til samtakanna eins og staðan er núna.

„Við getum engu lofað en það er mjög bagalegt að það skuli verða svona rof á milli ára og auðvitað mun ráðuneytið gera allt sem í þess valdi stendur til þess að þetta góða starf geti haldið áfram og eflst til muna,“ segir Karl Pétur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×