Jamie Oliver vill halda því upprunalega á Hótel Borg Benedikt Bóas skrifar 4. apríl 2017 07:00 Jamie Oliver vill halda veggmyndunum og verja þær fyrir frekari skemmdum. vísir/anton brink/getty „Verkið er mjög skemmt en ekki þannig að það sómir sér vel eitt og sér,“ segir Jón Haukur Baldvinsson einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi. Vonast er til að opna staðinn í júní og eru framkvæmdir á Hótel Borg í fullum gangi. Staðir Jamie Oliver um allan heim eru með opið inn í eldhús enda lítur hann svo á að kokkurinn sé aðalstjarnan. Þegar framkvæmdir við þá opnun fóru af stað komu í ljós myndir sem málaðar eru beint á vegginn. „Skiljanlega þarf að vanda sig mikið við allt þetta ferli og það hefur tafið okkur örlítið. Minjavernd kemur hér vikulega og það eru margir ferlar í gangi. Minjavernd vissi að verkið leyndist þarna á bak við og við munum varðveita það með því að setja gler yfir. Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, ætlar að koma og hjálpa okkur að reyna að finna hver gerði þetta verk með því að lesa í handbragðið. Hann þekkir söguna betur en flestir. Jamie er hrifinn af sögufrægum húsum og er spenntur fyrir að halda þessu. Allt sem er upprunalegt á að halda sér. Það er það sem gerir staðina hans svo sérstaka þótt þeir heiti sama nafni.“ Meðal annars sem Jón og félagar stefna á að gera er að endurheimta gömlu viðarhurðina sem gestir gengu inn um þegar þeir komu á hótelið. Hurðin var tekin niður árið 2007 og álhurð sett í staðinn. Hurðin er nú á Árbæjarsafni en hún þótti tákn um nýja sveiflu í þjóðfélaginu. „Stefnan er að reyna að fá hana aftur í miðbæinn. Þetta er falleg hurð sem ískrar vel í, brún og falleg,“ segir Jón. „Aðalaðgerðin við framkvæmdirnar er opnunin inn í eldhúsið. Annað fær að halda sér. Hurðirnar inni í salnum eru frá 1932 og verða að sjálfsögðu hér áfram. Maður heyrði að þegar Jamie´s Italian myndi koma þá óttuðust einhverjir að allt yrði rifið og tætt en hann vill frekar hafa hið upprunalega,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Verkið er mjög skemmt en ekki þannig að það sómir sér vel eitt og sér,“ segir Jón Haukur Baldvinsson einn af forsvarsmönnum Jamie´s Italian á Íslandi. Vonast er til að opna staðinn í júní og eru framkvæmdir á Hótel Borg í fullum gangi. Staðir Jamie Oliver um allan heim eru með opið inn í eldhús enda lítur hann svo á að kokkurinn sé aðalstjarnan. Þegar framkvæmdir við þá opnun fóru af stað komu í ljós myndir sem málaðar eru beint á vegginn. „Skiljanlega þarf að vanda sig mikið við allt þetta ferli og það hefur tafið okkur örlítið. Minjavernd kemur hér vikulega og það eru margir ferlar í gangi. Minjavernd vissi að verkið leyndist þarna á bak við og við munum varðveita það með því að setja gler yfir. Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, ætlar að koma og hjálpa okkur að reyna að finna hver gerði þetta verk með því að lesa í handbragðið. Hann þekkir söguna betur en flestir. Jamie er hrifinn af sögufrægum húsum og er spenntur fyrir að halda þessu. Allt sem er upprunalegt á að halda sér. Það er það sem gerir staðina hans svo sérstaka þótt þeir heiti sama nafni.“ Meðal annars sem Jón og félagar stefna á að gera er að endurheimta gömlu viðarhurðina sem gestir gengu inn um þegar þeir komu á hótelið. Hurðin var tekin niður árið 2007 og álhurð sett í staðinn. Hurðin er nú á Árbæjarsafni en hún þótti tákn um nýja sveiflu í þjóðfélaginu. „Stefnan er að reyna að fá hana aftur í miðbæinn. Þetta er falleg hurð sem ískrar vel í, brún og falleg,“ segir Jón. „Aðalaðgerðin við framkvæmdirnar er opnunin inn í eldhúsið. Annað fær að halda sér. Hurðirnar inni í salnum eru frá 1932 og verða að sjálfsögðu hér áfram. Maður heyrði að þegar Jamie´s Italian myndi koma þá óttuðust einhverjir að allt yrði rifið og tætt en hann vill frekar hafa hið upprunalega,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00 Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Jamie Oliver opnar veitingastað á Íslandi Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie Olivers sem ber nafnið "Jamie´s Italian“ mun opna á Hótel Borg um vorið 2017. 28. nóvember 2016 16:00
Jamie Oliver lokar veitingastöðum á sama tíma og hann opnar á Íslandi Kennir óvissu vegna Brexit um ástæður þess að hann ákvað að loka sex af veitingastöðum sínum í Bretlandi. 6. janúar 2017 12:10