Lestarstjórinn í Rússlandi sagður drýgja hetjudáð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2017 09:00 Þessi maður var á meðal hinna særðu sem björguðust úr lestinni. Nordicphotos/AFP Sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í Rússlandi í gær. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var vitað að ellefu höfðu farist og minnst 45 voru særðir. Lestin var á leiðinni frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni að lestarstöðinni við Sennaya-torg þegar sprengjan sprakk. Að sögn rannsóknarnefndar í Rússlandi brást lestarstjórinn hárrétt við með því að halda ferðinni áfram og stöðva ekki lestina fyrr en á Sennaya-torg var komið. Með því auðveldaði hann björgunarmönnum aðgengi að lestinni og bjargaði þar með jafnvel mannslífum. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni þegar Fréttablaðið fór í prentun en á samfélagsmiðlum hafði farið á flug mynd af manni sem sagður var sökudólgurinn. Myndin var úr öryggismyndavélakerfi en ekki var búið að staðfesta hvort um hinn grunaða væri að ræða.Ljóst er að sprengjan var öflug enda rifnuðu hurðir lestarinnar næstum af.Nordicphotos/AFPÍ yfirlýsingu sem Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, birti á Facebook í gær kallar hann árásina hryðjuverk. Margir embættismenn hafa þó forðast þann stimpil og munu gera það þar til rannsókn lýkur. „Ég votta vinum og fjölskyldumeðlimum fórnarlambanna samúð mína. Þetta er sameiginlegur sársauki okkar allra,“ segir í yfirlýsingu Medvedevs. Frank Gardner, öryggismálablaðamaður BBC sagði Rússa nú vinna hörðum höndum að því að rannsaka árásina. Færi þar leyniþjónustan FSB fremst í flokki. Sagði Gardner að líklega beindist athygli FSB að þremur mögulegum sökudólgum. Í fyrsta lagi gætu hryðjuverkamenn innblásnir af Íslamska ríkinu hafa reiðst vegna loftárása Rússa í Sýrlandi, í öðru lagi gætu árásarmennirnir verið þjóðernissinnar frá sjálfsstjórnarsvæðinu Tsjetsjeníu og í þriðja lagi gætu skipulögð glæpasamtök hafa framið árásina. Þriðja valkostinn telur Gardner þó ólíklegastan. Þá gæti blanda fyrstu tveggja valkostanna einnig komið til greina. Nokkru eftir sprenginguna var tilkynnt um að lögreglan í Sankti Pétursborg hefði aftengt sprengju á annarri lestarstöð, um þremur kílómetrum frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var staddur í borginni í gær. Sagði hann að allir möguleikar yrðu hafðir í huga við rannsókn málsins. „Öryggis- og löggæslustofnanir gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að komast að því hvað gerðist,“ sagði forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í Rússlandi í gær. Þegar Fréttablaðið fór í prentun var vitað að ellefu höfðu farist og minnst 45 voru særðir. Lestin var á leiðinni frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni að lestarstöðinni við Sennaya-torg þegar sprengjan sprakk. Að sögn rannsóknarnefndar í Rússlandi brást lestarstjórinn hárrétt við með því að halda ferðinni áfram og stöðva ekki lestina fyrr en á Sennaya-torg var komið. Með því auðveldaði hann björgunarmönnum aðgengi að lestinni og bjargaði þar með jafnvel mannslífum. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni þegar Fréttablaðið fór í prentun en á samfélagsmiðlum hafði farið á flug mynd af manni sem sagður var sökudólgurinn. Myndin var úr öryggismyndavélakerfi en ekki var búið að staðfesta hvort um hinn grunaða væri að ræða.Ljóst er að sprengjan var öflug enda rifnuðu hurðir lestarinnar næstum af.Nordicphotos/AFPÍ yfirlýsingu sem Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, birti á Facebook í gær kallar hann árásina hryðjuverk. Margir embættismenn hafa þó forðast þann stimpil og munu gera það þar til rannsókn lýkur. „Ég votta vinum og fjölskyldumeðlimum fórnarlambanna samúð mína. Þetta er sameiginlegur sársauki okkar allra,“ segir í yfirlýsingu Medvedevs. Frank Gardner, öryggismálablaðamaður BBC sagði Rússa nú vinna hörðum höndum að því að rannsaka árásina. Færi þar leyniþjónustan FSB fremst í flokki. Sagði Gardner að líklega beindist athygli FSB að þremur mögulegum sökudólgum. Í fyrsta lagi gætu hryðjuverkamenn innblásnir af Íslamska ríkinu hafa reiðst vegna loftárása Rússa í Sýrlandi, í öðru lagi gætu árásarmennirnir verið þjóðernissinnar frá sjálfsstjórnarsvæðinu Tsjetsjeníu og í þriðja lagi gætu skipulögð glæpasamtök hafa framið árásina. Þriðja valkostinn telur Gardner þó ólíklegastan. Þá gæti blanda fyrstu tveggja valkostanna einnig komið til greina. Nokkru eftir sprenginguna var tilkynnt um að lögreglan í Sankti Pétursborg hefði aftengt sprengju á annarri lestarstöð, um þremur kílómetrum frá Tekhnologichesky Institut-stöðinni. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var staddur í borginni í gær. Sagði hann að allir möguleikar yrðu hafðir í huga við rannsókn málsins. „Öryggis- og löggæslustofnanir gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að komast að því hvað gerðist,“ sagði forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent