UFC-kappinn Khabib Nurmagomedov afsökunar á því að hafa þurft að draga sig úr bardaganum gegn Tony Ferguson á dögunum þar sem hann veiktist illa í niðurskurðinum.
Rússinn var fluttur á sjúkrahús nóttina fyrir vigtunina enda sárþjáður í vandræðum með lifrina. Sjálfur segist hann lítið muna eftir þessari örlagaríku nótt.
„Ef ég á að vera heiðarlegur þá man ég lítið eftir þessu. Ég vissi bara að ég væri veikur og á leiðinni á sjúkrahús. Ég veit að aðdáendur eru reiðir út í mig og ég skil það vel,“ sagði Nurmagomedov í sínu fyrsta viðtali eftir að hann veiktist.
„Þetta átti að vera stærsti bardagi fyrir rússneska MMA-samfélagið frá upphafi. Þetta var bardagi um bráðabirgðatitilinn. Ég hefði getað skrifað söguna en fór þess í stað upp á sjúkrahús.“
Niðurskurður UFC-kappa er mjög umdeildur og stundum sagt að það sé í raun tímaspursmál hvenær einhver muni deyja.
„Stundum veikjast menn, stundum deyja menn. Það geta allir veikst og dáið. Ég þarf að hvíla mig í þrjá mánuði en eftir það get ég æft á ný. Ég hef sett stefnuna á að fá bardaga í september. Þetta er samt allt mér að kenna. Ekki neinum öðrum.“
Þetta var í þriðja sinn sem það þurfti að blása af bardaga milli Khabib og Ferguson.
Nurmagomedov: Það geta allir dáið

Tengdar fréttir

Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt
Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC.

Umboðsmaður Nurmagomedov útskýrir hvað gerðist síðasta föstudag
UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann.

Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr?
Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús.

Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt
Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209.