Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd Tómas Grétar Gunnarsson skrifar 3. apríl 2017 00:00 Mannkyn stendur frammi fyrir stærstu áskorun sinni hingað til. Að koma böndum á loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þetta er sameiginlegt verkefni sem krefst víðtækari og fjölbreyttari samvinnu en áður hefur þekkst. Ekki þarf að fjölyrða um alvarleg áhrif loftslagsbreytinga. Þar nægir að nefna hækkandi sjávarstöðu, auknar öfgar í veðurfari, útdauða tegunda, súrnun sjávar, þurrka, hungursneyð, aukna flóttamennsku og fjölbreytta eymd sem af þessu leiðir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru dauðans alvara. Aukinn þungi hefur færst í umræðuna hérlendis í kjölfar Parísarsamkomulagsins sem kveður á um að halda verði hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Ýmsar leiðir eru færar, bæði til að draga úr losun og til að binda kolefni. Endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt eru helst nefndar. Þetta eru allt mikilvægar leiðir og líklega full þörf á þeim öllum. En nauðsynlegt er að kortleggja hvernig mismunandi aðgerðir skarast við önnur markmið í umhverfismálum því ábyrgð þjóða í samfélagi heimsins liggur víða. Ábyrgð Íslands í umhverfismálum kemur meðal annars fram í alþjóðlegum samningum á sviði Náttúruverndar. Þar má nefna Ramsarsamninginn um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða (sjá yfirlit á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis). Samningarnir eiga það allir sameiginlegt að með undirritun þeirra hefur Ísland skuldbundið sig til að vernda sérstöðu íslenskrar náttúru. Hér má nefna hátt hlutfall af sjaldgæfum vistgerðum og stóra farfuglastofna sem við deilum með öðrum þjóðum. Í fljótu bragði virðast endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt allt vera leiðir sem geta fallið vel að markmiðum þessara samninga. Þó verður að gæta þess að aðgerðir vinni ekki hver á móti annarri, útfærsla þeirra hæfi markmiðinu og að þær styðji sem best við önnur markmið í náttúruvernd. Íslensk stjórnvöld eiga verkefni fyrir höndum sem vinna þarf hratt og vel. Það felst í að greina áhrif aðgerða gegn loftslagsbreytingum á önnur brýn umhverfismál. Slík vinna fer nú fram víða um heim bæði á vettvangi vísinda og stefnumótunar. Miklir möguleikar eru á að nýta opinberan stuðning vegna aðgerða í loftslagsmálum til að ná einnig fram öðrum markmiðum í náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Forgangsraða þarf aðgerðum sem varða landnotkun, þvert á viðfangsefni í stjórnkerfinu, með framangreind sjónarmið að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Mannkyn stendur frammi fyrir stærstu áskorun sinni hingað til. Að koma böndum á loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þetta er sameiginlegt verkefni sem krefst víðtækari og fjölbreyttari samvinnu en áður hefur þekkst. Ekki þarf að fjölyrða um alvarleg áhrif loftslagsbreytinga. Þar nægir að nefna hækkandi sjávarstöðu, auknar öfgar í veðurfari, útdauða tegunda, súrnun sjávar, þurrka, hungursneyð, aukna flóttamennsku og fjölbreytta eymd sem af þessu leiðir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru dauðans alvara. Aukinn þungi hefur færst í umræðuna hérlendis í kjölfar Parísarsamkomulagsins sem kveður á um að halda verði hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Ýmsar leiðir eru færar, bæði til að draga úr losun og til að binda kolefni. Endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt eru helst nefndar. Þetta eru allt mikilvægar leiðir og líklega full þörf á þeim öllum. En nauðsynlegt er að kortleggja hvernig mismunandi aðgerðir skarast við önnur markmið í umhverfismálum því ábyrgð þjóða í samfélagi heimsins liggur víða. Ábyrgð Íslands í umhverfismálum kemur meðal annars fram í alþjóðlegum samningum á sviði Náttúruverndar. Þar má nefna Ramsarsamninginn um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða (sjá yfirlit á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis). Samningarnir eiga það allir sameiginlegt að með undirritun þeirra hefur Ísland skuldbundið sig til að vernda sérstöðu íslenskrar náttúru. Hér má nefna hátt hlutfall af sjaldgæfum vistgerðum og stóra farfuglastofna sem við deilum með öðrum þjóðum. Í fljótu bragði virðast endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt allt vera leiðir sem geta fallið vel að markmiðum þessara samninga. Þó verður að gæta þess að aðgerðir vinni ekki hver á móti annarri, útfærsla þeirra hæfi markmiðinu og að þær styðji sem best við önnur markmið í náttúruvernd. Íslensk stjórnvöld eiga verkefni fyrir höndum sem vinna þarf hratt og vel. Það felst í að greina áhrif aðgerða gegn loftslagsbreytingum á önnur brýn umhverfismál. Slík vinna fer nú fram víða um heim bæði á vettvangi vísinda og stefnumótunar. Miklir möguleikar eru á að nýta opinberan stuðning vegna aðgerða í loftslagsmálum til að ná einnig fram öðrum markmiðum í náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Forgangsraða þarf aðgerðum sem varða landnotkun, þvert á viðfangsefni í stjórnkerfinu, með framangreind sjónarmið að leiðarljósi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun