Enski boltinn

Skiptar skoðanir á Wenger á Wrestlemania | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Borðar með slagorðinu Wenger Out hafa skotið upp kollinum á ólíklegustu stöðum, m.a. á fótboltaleikjum í Minnesota í Bandaríkjunum og í Nýja-Sjálandi.

Og nú síðast sást svona borði á Wrestlemania 33 í Orlando í Flórída. Honum var þá veifað í bakgrunni á meðan áhorfendur gerðu sig klára fyrir glímuna.

Það sem meira var, þá var einn stuðningsmaður Wengers sem fór inn á völlinn í Orlando með borða með áletruninni Wenger In.

Það voru því greinilega skiptar skoðanir á Frakkanum á þessum stærsta viðburði ársins í fjölbragðaglímunni.


Tengdar fréttir

Jafnt í stórleiknum á Emirates

Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust á Emirates í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Wenger: Elska þetta félag

Eftir jafnteflið við Manchester City í dag lýsti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, yfir ást sinni á félaginu og sagði að það kæmi fljótlega í ljós hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá því eða ekki.

Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×