Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2017 12:40 Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Vísir/AFP Minnst tíu eru látnir og um 50 eru særðir eftir sprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Sankti Pétursborgar, skömmu fyrir hádegi í morgun að íslenskum tíma. Lestarkerfi borgarinnar hefur verið lokað, en heimildir Interfax fréttaveitunnar segja sprengjubrot hafa verið í sprengjunni. Ríkissaksóknari Rússlands segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.Ekki sjálfsmorðsárás Í fyrstu var talið að um tvær sprengingar hefði verið að ræða, en nú hefur verið staðfest að hún var einungis ein. Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Ekki er um sjálfmorðsárás að ræða, heldur mun sprengjan hafa verið skilin eftir um borð í lestinni í skjalatösku. Lestarstjórinn er sagður hafa bjargað mannslífum með því að halda ferð lestarinnar áfram að næstu lestarstöð.Vísir/GraphicNewsInterfax fréttaveitan segir að maðurinn sem skyldi sprengjuna eftir sjáist á öryggisupptökum. Ríkisstjóri Pétursborgar hélt því fram fyrr í dag að um fimmtíu væru særðir. Gagnhryðjuverkanefnd Rússlands, ssagði svo seinna að níu hefðu dáið og rúmlega tuttugu særst. Nú er talan aftur komin upp í um 50 og tala látinna í tíu. Þá var einnig staðfest að önnur sprengja hefði fundist og hún hefði verið aftengd. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var í Pétursborg í morgun. Hann segir of snemmt að fullyrða um árásina og að rannsókn muni skoða alla möguleika. Öryggi í Moskvu hefur verið aukið í kjölfar árásarinnar í Pétursborg. Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við þá Íslendinga sem vitað er að séu búsettir í Pétursborg. Þeir eru allir heilir á húfi, en ekki er vitað til þess að Íslendingar séu á ferð þar.Lengi glímt við hryðjuverk Rússar eru ekki ókunnugir hryðjuverkaárásum, sem flestar hafa verið framdar af aðskilnaðarsinnum frá Téténíu. Þá hefur Íslamska ríkið í Téténíu heitið árásum á Rússland, en fjölmargir rússar gengu til liðs við ISIS. Árið 2010 dóu 38 manns þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestum í Moskvu. Árið 2004 dóu 330 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar vígamenn tóku yfir skóla í suðurhluta Rússlands. Árið 2002 dóu 120 þegar lögregla réðst til atlögu gegn vígamönnum í leikhúsi í Moskvu.Myndir af þessum manni eru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það hefur ekki verið staðfest að hann hafi komið að árásinni. St.Petersburg explosion: Photo of suspected man https://t.co/a9D29RfEZ5 pic.twitter.com/HHTz0Rb9DO via @Fontanka_spb— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 .@Repub_Breaking Alleged photo of IED defused at Ploschad Vosstaniya station https://t.co/419cuSIdBT pic.twitter.com/S501LL4mff via @CITeam_en— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 Explosions In St. Petersburg in the subway: casualties, fatalities reported pic.twitter.com/rWubWZE1lT— Hromadske Int. (@Hromadske) April 3, 2017 BREAKING: Reports of an explosion at a metro station in Saint Petersburg #Russia - @WarfareWWpic.twitter.com/eEmZ9WULpp— Conflict News (@Conflicts) April 3, 2017 Video of the aftermath in metro. Graphic, obviously pic.twitter.com/OxZgoPsckk— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 3, 2017 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Minnst tíu eru látnir og um 50 eru særðir eftir sprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Sankti Pétursborgar, skömmu fyrir hádegi í morgun að íslenskum tíma. Lestarkerfi borgarinnar hefur verið lokað, en heimildir Interfax fréttaveitunnar segja sprengjubrot hafa verið í sprengjunni. Ríkissaksóknari Rússlands segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.Ekki sjálfsmorðsárás Í fyrstu var talið að um tvær sprengingar hefði verið að ræða, en nú hefur verið staðfest að hún var einungis ein. Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Ekki er um sjálfmorðsárás að ræða, heldur mun sprengjan hafa verið skilin eftir um borð í lestinni í skjalatösku. Lestarstjórinn er sagður hafa bjargað mannslífum með því að halda ferð lestarinnar áfram að næstu lestarstöð.Vísir/GraphicNewsInterfax fréttaveitan segir að maðurinn sem skyldi sprengjuna eftir sjáist á öryggisupptökum. Ríkisstjóri Pétursborgar hélt því fram fyrr í dag að um fimmtíu væru særðir. Gagnhryðjuverkanefnd Rússlands, ssagði svo seinna að níu hefðu dáið og rúmlega tuttugu særst. Nú er talan aftur komin upp í um 50 og tala látinna í tíu. Þá var einnig staðfest að önnur sprengja hefði fundist og hún hefði verið aftengd. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var í Pétursborg í morgun. Hann segir of snemmt að fullyrða um árásina og að rannsókn muni skoða alla möguleika. Öryggi í Moskvu hefur verið aukið í kjölfar árásarinnar í Pétursborg. Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við þá Íslendinga sem vitað er að séu búsettir í Pétursborg. Þeir eru allir heilir á húfi, en ekki er vitað til þess að Íslendingar séu á ferð þar.Lengi glímt við hryðjuverk Rússar eru ekki ókunnugir hryðjuverkaárásum, sem flestar hafa verið framdar af aðskilnaðarsinnum frá Téténíu. Þá hefur Íslamska ríkið í Téténíu heitið árásum á Rússland, en fjölmargir rússar gengu til liðs við ISIS. Árið 2010 dóu 38 manns þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestum í Moskvu. Árið 2004 dóu 330 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar vígamenn tóku yfir skóla í suðurhluta Rússlands. Árið 2002 dóu 120 þegar lögregla réðst til atlögu gegn vígamönnum í leikhúsi í Moskvu.Myndir af þessum manni eru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það hefur ekki verið staðfest að hann hafi komið að árásinni. St.Petersburg explosion: Photo of suspected man https://t.co/a9D29RfEZ5 pic.twitter.com/HHTz0Rb9DO via @Fontanka_spb— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 .@Repub_Breaking Alleged photo of IED defused at Ploschad Vosstaniya station https://t.co/419cuSIdBT pic.twitter.com/S501LL4mff via @CITeam_en— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 Explosions In St. Petersburg in the subway: casualties, fatalities reported pic.twitter.com/rWubWZE1lT— Hromadske Int. (@Hromadske) April 3, 2017 BREAKING: Reports of an explosion at a metro station in Saint Petersburg #Russia - @WarfareWWpic.twitter.com/eEmZ9WULpp— Conflict News (@Conflicts) April 3, 2017 Video of the aftermath in metro. Graphic, obviously pic.twitter.com/OxZgoPsckk— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 3, 2017
Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira