Vinalaus Wenger valtur eftir gagnslaust jafntefli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. apríl 2017 06:00 Arsene Wenger gat ekki leynt vonbrigðum sínum í gær. Vísir/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. Arsenal virðist nú óðum að vera að missa af lestinni um efstu fjögur sæti ensku Úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði jafntefli gegn Manchester City í gær á heimavelli. Liðið hefur nú aðeins unnið einn sigur í síðustu sex leikjum. Liðsmenn Wengers gerðu vel í að jafna eftir að hafa lent í tvígang undir í leiknum en færin voru að megninu til City-megin og frammistaða Arsenal hefur gert lítið til þess að lægja ófriðaröldur stuðningsmanna Arsenal í garð knattspyrnustjórans gamalgróna. Stutt er síðan stuðningsmenn Arsenal leigðu flugvél með borða þar sem Wenger var vinsamlega bent á að yfirgefa félagið og ef marka má samfélagsmiðla hafa stuðningsmenn liðsins nú einnig leigt bíla sem keyra um London með sams konar skilaboð. Ljóst er að jafnteflið í gær gerir lítið sem ekkert fyrir Arsenal sem þurfti nauðsynlega á sigri að halda.Öll réttlætingin fyrir veru Wenger að hverfa Gagnrýni á Wenger hefur aukist jafnt og þétt undanfarin tíu ár eða svo og hafa bikarsigrarnir tveir frá 2014 og 2015 aðeins virkað sem tímabundinn plástur á arfleifð Wengers undanfarinn ár. En jafnvel þótt gagnrýnisraddirnar hafa lifað lengi á meðal ákveðins hóps stuðningsmanna Arsenal hefur Wenger alltaf tekist að kveða þær niður og þá með vísan til þess stöðugleika sem hann hefur fært Arsenal öll þessi ár, þrátt fyrir að langt sé síðan Arsenal hefur nælt í Englandsmeistaratitilinn hefur liðið alltaf náð í Meistaradeildina á undanförnum árum, ólíkt helstu keppinautum liðsins. Það hefur verið helsta haldreipi Wenger undanfarin ár en hann virðist óðum vera að missa tökin. Með jafnteflinu í gær situr Arsenal í sjötta sæti, sjö stigum frá fjórða sætinu þegar liðið á aðeins tíu leiki eftir. Arsenal, sem tekið hefur þátt í Meistaradeildinni, samfleytt frá árinu 2000, er því í verulegri hættu á að missa af sætinu og öllum þeim peningum og dýrðarljóma sem því fylgir. Gangi það eftir má ætla að eigendur Arsenal þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvort einhver annar geti ekki gert betur en Wenger?Wenger horfir til himins.Vísir/GettyLeikmennirnir virðast hafa misst alla trúÞað er ekki bara stór hluti stuðningsmanna sem virðist vera búinn að bóka miða á Wenger-out vagninn, stór hluti leikmanna virðist einnig vera í svipuðum hugleiðingum. Líkamstjáning Alexis Sanchez í leikjum Arsenal að undanförnu bendir í það minnsta til þess sem og úrslit leikja liðsins að undanförnu. Það vakti einnig athygli að Theo Walcott var sá eini sem fagnaði fyrra jöfnunarmarki Arsenal í leiknum, aðrir virtust varla hafa áhuga á því. Síðustu tvö mánuði hafa einu sigrar Arsenal komið gegn utandeildarliðunum Sutton United og Lincoln. Þess á milli hefur liðið mátt þola stór og erfið töp gegn Liverpool, Bayern München og West Bromwich Albion. Wenger er nú kominn á þann vonda stað að hvert tap eða jafntefli er áfall á meðan hver sigur nægir ekki til þess að vinna þá sem þegar hafa látið af stuðningi við hann aftur til baka. Sá staður er yfirleitt merki um að þjálfarar séu komnir á andlega endastöð og tími sé kominn til þess að prófa eitthvað nýtt.Hver getur gert betur? Stjórnarmenn Arsenal virðist þó hafa litlar áhyggjur og ef sögusagnir frá Bretlandi eru réttar hefur Wenger nú þegar skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum. Ástæðan fyrir því að framlengingin hefur ekki verið kynnt opinberlega ku vera sú að stjórnarmenn Arsenal eru hræddir við þau mótmæli sem kynnu að brjótast út á meðal stuðningsmanna félagsins. Wenger virðist allavega ekki vera á þeim buxunum að láta af störfunum á næstunni, sérstaklega miðað við orð hans fyrir leik í gær. „Fyrir eldri borgara er það að fara á eftirlaun það sama og að deyja,“ sagði hinn 67 ára gamli Frakki. Þrátt fyrir að stjórnarmenn megi ekki látast stjórnast af duttlungum stuðningsmanna er ljóst að félag sem er hrætt við viðbrögð stuðningsmanna þegar kemur að því að framlengja samning við knattspyrnustjórann er komið á vondan stað. Ef til vill eru þeir hræddir við óvissuna sem fylgir því þegar goðsögn fer frá félaginu. Spor Manchester United eftir brotthvarf Sir Alex Ferguson hræða Það er skiljanlegur ótti enda er United enn að reyna að feta sig í heiminum eftir að þeirra goðsögn lét sig hverfa. Færa má þó rök fyrir því að staða Arsenal sé ekki nærri því jafn varasöm og staða United var á sínum tíma. Arftaki Fergusons þurfti að vinna titilinn sem fyrst til þess að viðhalda stöðu United. Það eina sem arftaki Wengers þarf að gera er að ná fjórða sætinu. Stóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Liverpool sýndi klærnar gegn liði Everton sem spilað hefur allra liða best frá áramótum. Langt er síðan hinir bláklæddu hafa sótt sigur á Anfield og töldu margir að nú væri tækifærið. Lærisveinar Klopps voru þó fljótir að slökkva í vonum Everton-manna og festu sig í sessi í baráttunni um Meistaradeildarsætin.Hvað kom á óvart? Það virtist allt stefna í sigur Chelsea á Crystal Palace eftir að Césc Fabregas kom liðinu yfir á fimmtu mínútu. Strákarnir hans Sam Allardyce girtu sig þó í brók og aðeins sex mínútum síðar var liðið komið yfir, 1-2. Eftir brösuga byrjun á stjóratíð Stóra Sam er Palace nú komið á mikla siglingu, en sigurinn var sá fjórði í röð.Mestu vonbrigðin Romelu Lukaku, markahæsti leikmaður deildarinnar, reið ekki feitum hesti frá Anfield eftir tap Everton gegn Liverpool á laugardaginn. Framherjinn stóri og stæðilegi sem spilað hefur frábærlega að undanförnu sá aldrei til sólar í leiknum, átti skot að marki og tapaði nánast hverju einasta návígi þeirra Dejan Lovren. Enski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er óðum að verða vinalaus meðal stuðningsmanna félagsins. Arsenal gerði í gær jafntefli við City sem gagnast liðinu afar takmarkað í baráttunni um Meistaradeildarsætið. Stjórnarmenn Arsenal þurfa hreinlega að fara spyrja sig hvort að einhver annar geti ekki gert betur en Wenger. Arsenal virðist nú óðum að vera að missa af lestinni um efstu fjögur sæti ensku Úrvalsdeildarinnar þegar liðið gerði jafntefli gegn Manchester City í gær á heimavelli. Liðið hefur nú aðeins unnið einn sigur í síðustu sex leikjum. Liðsmenn Wengers gerðu vel í að jafna eftir að hafa lent í tvígang undir í leiknum en færin voru að megninu til City-megin og frammistaða Arsenal hefur gert lítið til þess að lægja ófriðaröldur stuðningsmanna Arsenal í garð knattspyrnustjórans gamalgróna. Stutt er síðan stuðningsmenn Arsenal leigðu flugvél með borða þar sem Wenger var vinsamlega bent á að yfirgefa félagið og ef marka má samfélagsmiðla hafa stuðningsmenn liðsins nú einnig leigt bíla sem keyra um London með sams konar skilaboð. Ljóst er að jafnteflið í gær gerir lítið sem ekkert fyrir Arsenal sem þurfti nauðsynlega á sigri að halda.Öll réttlætingin fyrir veru Wenger að hverfa Gagnrýni á Wenger hefur aukist jafnt og þétt undanfarin tíu ár eða svo og hafa bikarsigrarnir tveir frá 2014 og 2015 aðeins virkað sem tímabundinn plástur á arfleifð Wengers undanfarinn ár. En jafnvel þótt gagnrýnisraddirnar hafa lifað lengi á meðal ákveðins hóps stuðningsmanna Arsenal hefur Wenger alltaf tekist að kveða þær niður og þá með vísan til þess stöðugleika sem hann hefur fært Arsenal öll þessi ár, þrátt fyrir að langt sé síðan Arsenal hefur nælt í Englandsmeistaratitilinn hefur liðið alltaf náð í Meistaradeildina á undanförnum árum, ólíkt helstu keppinautum liðsins. Það hefur verið helsta haldreipi Wenger undanfarin ár en hann virðist óðum vera að missa tökin. Með jafnteflinu í gær situr Arsenal í sjötta sæti, sjö stigum frá fjórða sætinu þegar liðið á aðeins tíu leiki eftir. Arsenal, sem tekið hefur þátt í Meistaradeildinni, samfleytt frá árinu 2000, er því í verulegri hættu á að missa af sætinu og öllum þeim peningum og dýrðarljóma sem því fylgir. Gangi það eftir má ætla að eigendur Arsenal þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvort einhver annar geti ekki gert betur en Wenger?Wenger horfir til himins.Vísir/GettyLeikmennirnir virðast hafa misst alla trúÞað er ekki bara stór hluti stuðningsmanna sem virðist vera búinn að bóka miða á Wenger-out vagninn, stór hluti leikmanna virðist einnig vera í svipuðum hugleiðingum. Líkamstjáning Alexis Sanchez í leikjum Arsenal að undanförnu bendir í það minnsta til þess sem og úrslit leikja liðsins að undanförnu. Það vakti einnig athygli að Theo Walcott var sá eini sem fagnaði fyrra jöfnunarmarki Arsenal í leiknum, aðrir virtust varla hafa áhuga á því. Síðustu tvö mánuði hafa einu sigrar Arsenal komið gegn utandeildarliðunum Sutton United og Lincoln. Þess á milli hefur liðið mátt þola stór og erfið töp gegn Liverpool, Bayern München og West Bromwich Albion. Wenger er nú kominn á þann vonda stað að hvert tap eða jafntefli er áfall á meðan hver sigur nægir ekki til þess að vinna þá sem þegar hafa látið af stuðningi við hann aftur til baka. Sá staður er yfirleitt merki um að þjálfarar séu komnir á andlega endastöð og tími sé kominn til þess að prófa eitthvað nýtt.Hver getur gert betur? Stjórnarmenn Arsenal virðist þó hafa litlar áhyggjur og ef sögusagnir frá Bretlandi eru réttar hefur Wenger nú þegar skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum. Ástæðan fyrir því að framlengingin hefur ekki verið kynnt opinberlega ku vera sú að stjórnarmenn Arsenal eru hræddir við þau mótmæli sem kynnu að brjótast út á meðal stuðningsmanna félagsins. Wenger virðist allavega ekki vera á þeim buxunum að láta af störfunum á næstunni, sérstaklega miðað við orð hans fyrir leik í gær. „Fyrir eldri borgara er það að fara á eftirlaun það sama og að deyja,“ sagði hinn 67 ára gamli Frakki. Þrátt fyrir að stjórnarmenn megi ekki látast stjórnast af duttlungum stuðningsmanna er ljóst að félag sem er hrætt við viðbrögð stuðningsmanna þegar kemur að því að framlengja samning við knattspyrnustjórann er komið á vondan stað. Ef til vill eru þeir hræddir við óvissuna sem fylgir því þegar goðsögn fer frá félaginu. Spor Manchester United eftir brotthvarf Sir Alex Ferguson hræða Það er skiljanlegur ótti enda er United enn að reyna að feta sig í heiminum eftir að þeirra goðsögn lét sig hverfa. Færa má þó rök fyrir því að staða Arsenal sé ekki nærri því jafn varasöm og staða United var á sínum tíma. Arftaki Fergusons þurfti að vinna titilinn sem fyrst til þess að viðhalda stöðu United. Það eina sem arftaki Wengers þarf að gera er að ná fjórða sætinu. Stóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Liverpool sýndi klærnar gegn liði Everton sem spilað hefur allra liða best frá áramótum. Langt er síðan hinir bláklæddu hafa sótt sigur á Anfield og töldu margir að nú væri tækifærið. Lærisveinar Klopps voru þó fljótir að slökkva í vonum Everton-manna og festu sig í sessi í baráttunni um Meistaradeildarsætin.Hvað kom á óvart? Það virtist allt stefna í sigur Chelsea á Crystal Palace eftir að Césc Fabregas kom liðinu yfir á fimmtu mínútu. Strákarnir hans Sam Allardyce girtu sig þó í brók og aðeins sex mínútum síðar var liðið komið yfir, 1-2. Eftir brösuga byrjun á stjóratíð Stóra Sam er Palace nú komið á mikla siglingu, en sigurinn var sá fjórði í röð.Mestu vonbrigðin Romelu Lukaku, markahæsti leikmaður deildarinnar, reið ekki feitum hesti frá Anfield eftir tap Everton gegn Liverpool á laugardaginn. Framherjinn stóri og stæðilegi sem spilað hefur frábærlega að undanförnu sá aldrei til sólar í leiknum, átti skot að marki og tapaði nánast hverju einasta návígi þeirra Dejan Lovren.
Enski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira