Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2017 16:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Vísir/GVA Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur þess efnis að ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent frá og með júlí á næsta ári. Þessi ákvörðun hefur verið harðlega gagrýnd, þá sérstaklega á meðal aðila í ferðaþjónustunni en Samtök ferðaþjónustunnar samþykktu á dögunum harðorða ályktun þar sem áformum ríkistjórnarinnar var mótmælt. En hvernig svarar ráðherra gagnrýninni? „Ég svara henni í raun þannig að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki vinsæl ákvörðun fyrir greinina sjálfa og ekkert sem kemur á óvart þar,“ sagði Þórdís sem var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Sagði hún að ef til vill hafi verið hægt að samþykkja undanþágur á virðisaukaskatti til ferðaþjónustunnar á meðan greinin var að byggja sig upp. Þetta ætti þó ekki við lengur þegar greinin væri orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, eðlilegt væri að slík grein myndi búa við sama skattaumhverfi og aðrir hér á landi. „Þá benda menn á samkeppnishæfni en þá getur maður líka sagt, þetta er fordæmalaus vöxtur og fordæmalaus staða sem við erum í. Það að það muni hægja á vexti ferðamanna er í mínum huga ekki stórkostlegt vandamál,“ sagði Þórdís. Stjórnvöld hefðu lengi stefnt að því að einfalda skattþrep með því að afnema undanþágur og liður í því væri að vera með eitt skattþrep þegar kemur að virðisaukaskatti. „Þetta er kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem þegar upp er staðið er ekki skattahækkun,“ sagði Þórdís.Þannig að hækka að skatta um 100 prósent er ekki skattahækkun?„Í heildina er þetta kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem er ekki skattahækkun. Það að þessi grein hafi verið í undanþáguþrepi og áformað er að hún verði það ekki lengur. Ég meina jú, virðisaukaskattur er í eðli sínu þannig að við erum að fela fyrirtækjum að innheimta skatta af ferðamönnum. Við erum ekki að leggja skatt á hagnað fyrirtækja,“sagði Þórdís en viðtalið allt má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur þess efnis að ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent frá og með júlí á næsta ári. Þessi ákvörðun hefur verið harðlega gagrýnd, þá sérstaklega á meðal aðila í ferðaþjónustunni en Samtök ferðaþjónustunnar samþykktu á dögunum harðorða ályktun þar sem áformum ríkistjórnarinnar var mótmælt. En hvernig svarar ráðherra gagnrýninni? „Ég svara henni í raun þannig að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki vinsæl ákvörðun fyrir greinina sjálfa og ekkert sem kemur á óvart þar,“ sagði Þórdís sem var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Sagði hún að ef til vill hafi verið hægt að samþykkja undanþágur á virðisaukaskatti til ferðaþjónustunnar á meðan greinin var að byggja sig upp. Þetta ætti þó ekki við lengur þegar greinin væri orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, eðlilegt væri að slík grein myndi búa við sama skattaumhverfi og aðrir hér á landi. „Þá benda menn á samkeppnishæfni en þá getur maður líka sagt, þetta er fordæmalaus vöxtur og fordæmalaus staða sem við erum í. Það að það muni hægja á vexti ferðamanna er í mínum huga ekki stórkostlegt vandamál,“ sagði Þórdís. Stjórnvöld hefðu lengi stefnt að því að einfalda skattþrep með því að afnema undanþágur og liður í því væri að vera með eitt skattþrep þegar kemur að virðisaukaskatti. „Þetta er kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem þegar upp er staðið er ekki skattahækkun,“ sagði Þórdís.Þannig að hækka að skatta um 100 prósent er ekki skattahækkun?„Í heildina er þetta kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem er ekki skattahækkun. Það að þessi grein hafi verið í undanþáguþrepi og áformað er að hún verði það ekki lengur. Ég meina jú, virðisaukaskattur er í eðli sínu þannig að við erum að fela fyrirtækjum að innheimta skatta af ferðamönnum. Við erum ekki að leggja skatt á hagnað fyrirtækja,“sagði Þórdís en viðtalið allt má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26
Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33