Erlent

Í kappi við tímann við að bjarga eftirlifendum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eyðileggingin er mikil.
Eyðileggingin er mikil. Vísir/Getty
Hernaðaryfirvöld í Kólumbíu segja að leitað sé að hundruð manns eftir eftir aurskriður í Putumayo-héraði héraði í gær. Minnst 254 létust í aurskriðunum.

Um 1.100 hermenn og lögreglumenn koma að björgunaraðgerðum en úrhellisrigning hefur verið að undanförnu og hafa ár flætt yfir bakka sína og hús fyllst að aur. Heilu hverfin urðu undir leðjunni, og sum hver nú rústir einar, að sögn héraðsstjórans, Sorrels Aroca.

Í yfirlýsingu frá kólumbíska hernum segir að minnst 400 hafi slasast í aurskriðunum og 200 sé saknað.

Rauði krossinn í Kólumbíu hefur komið upp aðgerðastöð sem miðar að því að hjálpa fjölskyldum að finna fjölskyldumeðlimi sína.

Forseti landsins hefur lýst yfir neyðarástandi í héraðinu og flaug þangað til þess að stýra björgunaraðgerðum.

Kólumbíski loftherinn styður við björgunaraðgerðir og hefur komið búnaði, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum til héraðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×