Erlent

Hátt í 200 manns látnir eftir aurskriðu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Úrhellisrigning hefur verið að undanförnu.
Úrhellisrigning hefur verið að undanförnu. vísir/afp
Á annað hundrað manns eru látnir og fjölmargir slasaðir eftir aurskriður í Putumayo-héraði í Kólumbíu í dag. Forseti landsins hefur lýst yfir neyðarástandi í héraðinu og kallað herinn til aðstoðar.

Úrhellisrigning hefur verið að undanförnu og hafa ár flætt yfir bakka sína og hús fyllst að aur. Heilu hverfin hafa orðið undir leðjunni, og sum hver nú rústir einar, að sögn héraðsstjórans, Sorrels Aroca.

Ekki er vitað hversu margra er saknað en björgunarfólk er á staðnum. Björgunarstarf hefur þó gengið illa sökum veðurs og mikillar eyðileggingar, en vegir hafa skemmst og brýr hrunið. Þá er bæði vatns- og rafmagnslaust í héraðinu.

Vatns- og rafmagnslaust er í héraðinu.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×