Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. apríl 2017 20:15 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til. Vísir/Andri Marinó „Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir sterkari, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og ég gat leyft mér að dreifa álaginu aðeins undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, þeir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
„Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir sterkari, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og ég gat leyft mér að dreifa álaginu aðeins undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, þeir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45