Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. apríl 2017 20:15 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til. Vísir/Andri Marinó „Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir sterkari, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og ég gat leyft mér að dreifa álaginu aðeins undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, þeir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir sterkari, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og ég gat leyft mér að dreifa álaginu aðeins undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, þeir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða