Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur, heldur fyrirlestur um leið Dana að Ólympíugullinu á miðvikudaginn kemur.
Þar fer Guðmundur yfir leiðina sem danska handboltalandsliðið fór að gullinu á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.
Danir urðu þá Ólympíumeistarar í fyrsta sinn en þeir unnu Frakka í úrslitaleiknum.
Það er HSÍ sem stendur fyrir þessum fyrirlestri en hann fer fram í E-sal í höfuðstöðvum ÍSÍ miðvikudaginn 5. apríl.
Boðið verður upp á dýrindis súpu og brauð, kostnaður 900 krónur á mann og hefst fyrirlesturinn klukkan 12:00.
Skráning er á magnus@hsi.is fyrir klukkan 17:00, þriðjudaginn 4. apríl. Fyrirlesturinn er háður lágmarksþátttöku.

