Innlent

Slagsmálin á Selfossi mögulega sviðsett

Pétur Fjeldsted skrifar
Mynd frá slagsmálunum á Selfossi, sem lögregla segir að hafi mögulega verið sviðsett.
Mynd frá slagsmálunum á Selfossi, sem lögregla segir að hafi mögulega verið sviðsett. Skjáskot/DV
Lögreglan á Selfossi segir að skipulögð slagsmál unglinga þar, sem DV hefur fjallað um síðustu daga, hafi sennilega verið sviðsett. Lögregla myndi ganga í málið ef formleg kæra bærist og hæfi þá rannsókn.

„Menn voru með rautt í andliti og mér fannst þetta bara vera einhver litur, málning. Kannski átti að gera myndbandið eða það sem menn voru að gera, áhrifameira, láta það líta út fyrir að vera blóð,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, lögreglumaður á Selfossi.

Hann segir að ekki virðist óeðlilegt að foreldrar ættu að geta treyst því að lögreglan skakkaði leikinn þar sem grunur léki á slæmum barsmíðum af þessu tagi. „Auðvitað getur svona farið úr böndum. Hvenær ætlar maður að slá fast og hvenær laust? Kannski er ekkert saknæmt við þetta?“

Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, segir að hún sé spæld vegna þessa máls, sem hafi ekkert með skólann að gera. „Ég sendi póst á alla starfsmenn og tilkynnti þeim um þessa frétt,“ í þeim tilgangi að upplýsa nemendur um afleiðingar ofbeldis af þessu tagi.

Olga segir að óheppilegt hafi verið af lögreglu að segja að atvikið væri á könnu Fjölbrautaskóla Suðurlands, til þess að taka á þessu máli en að lögreglan sé að drukkna í verkefnum. „Með allri þessari aukningu á fólki sem er hér um allt og vandamálum sem upp koma núna eru fjárveitingar ekki í neinu samræmi við álagið sem fylgir þessu starfi í dag.

Ég kýs að trúa því að þetta sé eins skiptis viðburður af því ég kýs að trúa því að nemendur okkar séu skynsamt fólk. Ábyrgðin byrjar heima og endar heima,“ segir Olga.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×