Tryggvi fann Tortólapeningana Benedikt Bóas og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 1. apríl 2017 07:00 Útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Vísir Uppfært: Athygli er vakin á því að fréttin hér að neðan var aprílgabb Vísis. „Sá á fund sem finnur,“ segir útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Tryggvi fann í Góða hirðinum í Fellsmúla gamalt skrifborð og í leynihólfi í einni skúffunni var flennistór ávísun, stíluð á handhafa, upp á 46,5 milljónir Bandaríkjadala. Rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. „Ég áttaði mig strax á því hvaða peningar þetta væru,“ segir Tryggvi sem fylgist vel með fréttum. Trúlega er um að ræða peninga sem hingað til hefur verið á huldu hvar enduðu en voru hagnaður af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Peningarnir runnu til skúffufélagsins Dekhill Advisors á Tortóla sem enginn veit hver var í forsvari fyrir. Þýskur banki var notaður sem leppur í blekkingarleik Ólafs. „Ég er enginn leppur og hef aldrei notað slíkan,“ segir Tryggvi sem glímir þó við smá augnsýkingu og gengur yfirleitt með sólgleraugu þessa dagana. Hann segir vissulega spaugilegt og ótrúlegt að hann hafi fundið peninga úr skúffufélagi einmitt í skúffu. „Þetta eru peningar íslensku þjóðarinnar og það verður engin blekking við sólina,“ segir Tryggvi sem hefur samið einfalda fléttu í samstarfi við WOW air. Hann ætlar að fljúga með eitt þúsund Íslendinga á ári í sólina á Tortóla. „Skúli Mogensen skrifaði undir á bakinu á mér þannig að þetta er fyrsti löglegi baksamningurinn,“ segir hann og hlær. Fyrsta ferðin verður nú um páskana og eiga allir jafna möguleika á að komast með. Líka konan sem safnaði liði um árið í leit að Tryggva. „Þarna ræður enginn klíkuskapur för. Fyrstu þúsund sem mæta fá að koma með,“ segir Tryggvi sem ætlar að taka á móti fólki, vopnaður pappír og penna, fyrir utan útibú Arion banka í Kringlunni í dag klukkan ellefu. Aprílgabb Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Uppfært: Athygli er vakin á því að fréttin hér að neðan var aprílgabb Vísis. „Sá á fund sem finnur,“ segir útilegumaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen sem datt heldur betur í lukkupottinn í gær. Tryggvi fann í Góða hirðinum í Fellsmúla gamalt skrifborð og í leynihólfi í einni skúffunni var flennistór ávísun, stíluð á handhafa, upp á 46,5 milljónir Bandaríkjadala. Rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. „Ég áttaði mig strax á því hvaða peningar þetta væru,“ segir Tryggvi sem fylgist vel með fréttum. Trúlega er um að ræða peninga sem hingað til hefur verið á huldu hvar enduðu en voru hagnaður af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Peningarnir runnu til skúffufélagsins Dekhill Advisors á Tortóla sem enginn veit hver var í forsvari fyrir. Þýskur banki var notaður sem leppur í blekkingarleik Ólafs. „Ég er enginn leppur og hef aldrei notað slíkan,“ segir Tryggvi sem glímir þó við smá augnsýkingu og gengur yfirleitt með sólgleraugu þessa dagana. Hann segir vissulega spaugilegt og ótrúlegt að hann hafi fundið peninga úr skúffufélagi einmitt í skúffu. „Þetta eru peningar íslensku þjóðarinnar og það verður engin blekking við sólina,“ segir Tryggvi sem hefur samið einfalda fléttu í samstarfi við WOW air. Hann ætlar að fljúga með eitt þúsund Íslendinga á ári í sólina á Tortóla. „Skúli Mogensen skrifaði undir á bakinu á mér þannig að þetta er fyrsti löglegi baksamningurinn,“ segir hann og hlær. Fyrsta ferðin verður nú um páskana og eiga allir jafna möguleika á að komast með. Líka konan sem safnaði liði um árið í leit að Tryggva. „Þarna ræður enginn klíkuskapur för. Fyrstu þúsund sem mæta fá að koma með,“ segir Tryggvi sem ætlar að taka á móti fólki, vopnaður pappír og penna, fyrir utan útibú Arion banka í Kringlunni í dag klukkan ellefu.
Aprílgabb Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40 Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Jónína Ben úthrópuð og Sigmar fékk sinn skammt fyrir viðtalið Sigmar Guðmundsson hefur sjaldan fengið harkalegri viðbrögð við viðtali. 31. mars 2017 13:40
Pólitíkusar keppast við að sverja Ólaf Ólafsson af sér Ólafur Ólafsson er heitasta kartaflan í pólitíkinni í dag. 30. mars 2017 13:37