Fasteignaverð gæti náð sögulegu hámarki í apríl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 10:33 Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl. Vísir/Anton Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars og voru hækkanir milli mánaða verulegar að þessu sinni. Eru þær meiri en sést hafa lengi og virðist takturinn stígandi. Hækkanir síðustu tólf mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Raunverð fasteigna mun líklega ná hæstu hæðum í apríl. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent milli mánaða í mars og þar af hækkaði fjölbýli um 2,5 prósent og sérbýli um 3,3 prósent. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 21,3 prósent á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 20,2 prósent og er heildarhækkunin 20,9 prósent.Raunverð hækkað um 21 prósent Þá hafa hækkanir á fjölbýli og sérbýli aukist verulega allra síðustu mánuði. Árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8 til 10 prósent en er nú komin yfir 20 prósenta markið. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í marsmánuði var þannig um 1,7 prósent lægri en í mars 2016, þannig að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun en sú tala sýnir. Raunverð fasteigna hefur hækkað um um það bil 21,3 prósent á einu ári frá mars 2016 til mars 2017. Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl.Spennuástandið verði viðvarandi í nokkurn tíma Hækkanirnar einskorðast þó ekki við höfuðborgarsvæðið því sé litið á stærstu sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að þróunin er mjög svipuð þar. „Mikil kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna var lengi vel helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs. Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur spennunni á markaðnum uppi. Það mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars og voru hækkanir milli mánaða verulegar að þessu sinni. Eru þær meiri en sést hafa lengi og virðist takturinn stígandi. Hækkanir síðustu tólf mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Raunverð fasteigna mun líklega ná hæstu hæðum í apríl. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent milli mánaða í mars og þar af hækkaði fjölbýli um 2,5 prósent og sérbýli um 3,3 prósent. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 21,3 prósent á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 20,2 prósent og er heildarhækkunin 20,9 prósent.Raunverð hækkað um 21 prósent Þá hafa hækkanir á fjölbýli og sérbýli aukist verulega allra síðustu mánuði. Árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8 til 10 prósent en er nú komin yfir 20 prósenta markið. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í marsmánuði var þannig um 1,7 prósent lægri en í mars 2016, þannig að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun en sú tala sýnir. Raunverð fasteigna hefur hækkað um um það bil 21,3 prósent á einu ári frá mars 2016 til mars 2017. Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl.Spennuástandið verði viðvarandi í nokkurn tíma Hækkanirnar einskorðast þó ekki við höfuðborgarsvæðið því sé litið á stærstu sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að þróunin er mjög svipuð þar. „Mikil kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna var lengi vel helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs. Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur spennunni á markaðnum uppi. Það mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira