May staðfestir að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 08:44 Theresa May tilkynnir um tillögu sína um að flýta þingkosningum um þrjú ár og halda þær þann 8. júní næstkomandi. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. Fyrst var greint frá þessari fyrirætlan May á vef Guardian í gærkvöldi og haft eftir heimildarmanni í Downing-stræti 10. Nú hefur ráðherrann svo sjálf staðfest þetta en í viðtalinu í morgun sagði hún: „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn, sem forsætisráðherra, sem þingmaður, ég fer og banka upp á hjá kjósendum í mínu kjördæmi.“Segir ekki boða til kosninga svo auðveldara verði að miðla málum í Brexit Fyrir kosningarnar 2010 tóku formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna þátt í sjónvarpskappræðum á BBC, Sky News og ITV. Árið 2015 gengu hlutirnir hins vegar ekki alveg jafn smurt fyrir sig þar sem David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, samþykkti að taka þáttt í aðeins einum sjónvarpskappræðum. Það var þá með formönnum sex annarra stjórnmálaflokka og var í eina skiptið sem Cameron mætti Ed Miliband, þáverandi formanni, Verkamannaflokksins fyrir kosningarnar. Í viðtalinu í morgun var May jafnframt spurð út í það hvort hún væri að boða til kosninga nú svo það yrði auðveldara fyrir hana að miðla málum þegar kemur að samningaviðræðunum við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr ESB. Hún sagði svo ekki vera þótt hún hafi ýjað að því í viðtali við breska blaðið The Sun, að því er fram kemur á vef Guardian. „Nei. Þessar kosningar snúast um að ná sem bestum samningi fyrir Bretland, sem bestum samningi fyrir alla hvar sem þeir búa í landinu,“ sagði May í morgun en við The Sun hafði hún ýjað að því að ef verið væri að semja við ESB með kosningar handan við hornið þá mætti sjá það sem veikan blett á samningsstöðu Breta. Því væri betra að kjósa nú. Tengdar fréttir Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00 Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. Fyrst var greint frá þessari fyrirætlan May á vef Guardian í gærkvöldi og haft eftir heimildarmanni í Downing-stræti 10. Nú hefur ráðherrann svo sjálf staðfest þetta en í viðtalinu í morgun sagði hún: „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn, sem forsætisráðherra, sem þingmaður, ég fer og banka upp á hjá kjósendum í mínu kjördæmi.“Segir ekki boða til kosninga svo auðveldara verði að miðla málum í Brexit Fyrir kosningarnar 2010 tóku formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna þátt í sjónvarpskappræðum á BBC, Sky News og ITV. Árið 2015 gengu hlutirnir hins vegar ekki alveg jafn smurt fyrir sig þar sem David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, samþykkti að taka þáttt í aðeins einum sjónvarpskappræðum. Það var þá með formönnum sex annarra stjórnmálaflokka og var í eina skiptið sem Cameron mætti Ed Miliband, þáverandi formanni, Verkamannaflokksins fyrir kosningarnar. Í viðtalinu í morgun var May jafnframt spurð út í það hvort hún væri að boða til kosninga nú svo það yrði auðveldara fyrir hana að miðla málum þegar kemur að samningaviðræðunum við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr ESB. Hún sagði svo ekki vera þótt hún hafi ýjað að því í viðtali við breska blaðið The Sun, að því er fram kemur á vef Guardian. „Nei. Þessar kosningar snúast um að ná sem bestum samningi fyrir Bretland, sem bestum samningi fyrir alla hvar sem þeir búa í landinu,“ sagði May í morgun en við The Sun hafði hún ýjað að því að ef verið væri að semja við ESB með kosningar handan við hornið þá mætti sjá það sem veikan blett á samningsstöðu Breta. Því væri betra að kjósa nú.
Tengdar fréttir Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00 Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00