Gefa grænt ljós á milljarða uppbyggingu á Akranesi Svavar Hávarðsson skrifar 19. apríl 2017 06:00 HB Grandi ætlaði að flytja landvinnslu frá Reykjavík upp á Skaga - nú snýr málið öfugt við að óbreyttu. vísir/eyþór Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, að vissum skilyrðum uppfylltum. Verði af uppbyggingunni mun hún kosta um þrjá milljarða króna þegar allt er talið. Ný og fullgerð hafnaraðstaða verður ekki að fullu tilbúin til notkunar fyrr en að fimm til sex árum liðnum.Gísli GíslasonStjórn Faxaflóahafna kom saman daginn fyrir skírdag og var bókaður sá vilji stjórnar að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi gæti orðið að veruleika að uppfylltum þeim skilyrðum að fyrir lægi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um verkefnið, eða nýtingu mannvirkjanna. Hafnarstjórn vísar til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað varðandi starfsemi HB Granda hf. á Akranesi, og þá að henni yrði hætt að óbreyttu, en samtal um uppbyggingu hafnaraðstöðunnar hófst strax árið 2007. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að með þessari samþykkt sé ljóst að Faxaflóahafnir séu tilbúnar að leggja í þessa miklu fjárfestingu ef allir aðilar málsins ná saman.Það þarf þrjá í þennan tangó. En stefnan er nokkuð skýr hvað okkur varðar Samkvæmt þessum orðum Gísla er boltinn því alfarið í höndum HB Granda þar sem afstaða Akranesbæjar er löngu ljós, enda var uppbyggingin útspil bæjarins til að koma í veg fyrir að HB Grandi hætti landvinnslu sinni strax. Fyrirtækið samþykkti með semingi að ganga til viðræðna við bæjaryfirvöld og Faxaflóahafnir og frestaði ákvörðun sinni um framtíð landvinnslu fram á sumarið. „Það er hægt að segja að uppfyllingin kosti 1,3 til 1,4 milljarða. Síðan er allt annað innan hafnar um milljarður, sem er endurnýjun á bryggjunni, hafnargarður og aðgerðir til að skapa meira rými fyrir stærri skip. Þetta er því tveir og hálfur milljarður þegar allt er talið,“ segir Gísli sem tekur fram að þegar skattar eru meðtaldir sé verðmæti framkvæmdanna um þrír milljarðar. Hann bætir við að mögulega væri hægt að klára verkið árið 2021, en skipulagsmálin gætu dregist og lengt framkvæmdatímann enn. Gísli svarar því játandi að framkvæmdirnar séu háðar því að HB Grandi vilji auka umsvif sín á Skaganum. Í þær verði ekki farið að öðrum kosti. „Nei, ég held að það sé nokkuð ljóst. Það á alla vega við um uppfyllinguna en það kemur að því að við verðum að fara í endurnýjun á viðlegukantinum gamla. En það yrði þá á næstu tíu árum, eða eitthvað slíkt,“ segir Gísli. Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag telur formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, að HB Grandi ætli ekki að hætta við ákvörðun sína. Viðræður við Faxaflóahafnir og bæinn séu fyrirsláttur eins og komið hafi fram í viðtölum við forstjóra fyrirtækisins, Vilhjálm Vilhjálmsson, að undanförnu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, að vissum skilyrðum uppfylltum. Verði af uppbyggingunni mun hún kosta um þrjá milljarða króna þegar allt er talið. Ný og fullgerð hafnaraðstaða verður ekki að fullu tilbúin til notkunar fyrr en að fimm til sex árum liðnum.Gísli GíslasonStjórn Faxaflóahafna kom saman daginn fyrir skírdag og var bókaður sá vilji stjórnar að uppbygging hafnarmannvirkja á Akranesi gæti orðið að veruleika að uppfylltum þeim skilyrðum að fyrir lægi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um verkefnið, eða nýtingu mannvirkjanna. Hafnarstjórn vísar til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað varðandi starfsemi HB Granda hf. á Akranesi, og þá að henni yrði hætt að óbreyttu, en samtal um uppbyggingu hafnaraðstöðunnar hófst strax árið 2007. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að með þessari samþykkt sé ljóst að Faxaflóahafnir séu tilbúnar að leggja í þessa miklu fjárfestingu ef allir aðilar málsins ná saman.Það þarf þrjá í þennan tangó. En stefnan er nokkuð skýr hvað okkur varðar Samkvæmt þessum orðum Gísla er boltinn því alfarið í höndum HB Granda þar sem afstaða Akranesbæjar er löngu ljós, enda var uppbyggingin útspil bæjarins til að koma í veg fyrir að HB Grandi hætti landvinnslu sinni strax. Fyrirtækið samþykkti með semingi að ganga til viðræðna við bæjaryfirvöld og Faxaflóahafnir og frestaði ákvörðun sinni um framtíð landvinnslu fram á sumarið. „Það er hægt að segja að uppfyllingin kosti 1,3 til 1,4 milljarða. Síðan er allt annað innan hafnar um milljarður, sem er endurnýjun á bryggjunni, hafnargarður og aðgerðir til að skapa meira rými fyrir stærri skip. Þetta er því tveir og hálfur milljarður þegar allt er talið,“ segir Gísli sem tekur fram að þegar skattar eru meðtaldir sé verðmæti framkvæmdanna um þrír milljarðar. Hann bætir við að mögulega væri hægt að klára verkið árið 2021, en skipulagsmálin gætu dregist og lengt framkvæmdatímann enn. Gísli svarar því játandi að framkvæmdirnar séu háðar því að HB Grandi vilji auka umsvif sín á Skaganum. Í þær verði ekki farið að öðrum kosti. „Nei, ég held að það sé nokkuð ljóst. Það á alla vega við um uppfyllinguna en það kemur að því að við verðum að fara í endurnýjun á viðlegukantinum gamla. En það yrði þá á næstu tíu árum, eða eitthvað slíkt,“ segir Gísli. Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag telur formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, að HB Grandi ætli ekki að hætta við ákvörðun sína. Viðræður við Faxaflóahafnir og bæinn séu fyrirsláttur eins og komið hafi fram í viðtölum við forstjóra fyrirtækisins, Vilhjálm Vilhjálmsson, að undanförnu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27 HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45
Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48
Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27
HB Grandi ætlar að láta af botnsfiskvinnslu á Akranesi Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. 27. mars 2017 14:57
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent