Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Theresa May fyrir utan Downing-stræti 10 í gær. vísir/epa Íhaldsflokkurinn mun hefja kosningabaráttu með nokkuð öruggt forskot á aðra flokka. Þetta sýna skoðanakannanir síðustu vikna. Munurinn nú er sambærilegur við þann sem Margaret Thatcher hafði fyrir stórsigur Íhaldsflokksins í kosningunum 1983. Breska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort samþykkja beri tillögu Theresu May forsætisráðherra um að ganga til kosninga 8. júní næstkomandi. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja tillöguna til að af kosningum verði. Forsætisráðherrann tilkynnti þessa ætlun sína á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti 10 í gærmorgun. May tók við af David Cameron í kjölfar þess að niðurstaða Brexit lá fyrir. Með kosningunum nú vonast hún til þess að fá skýrt umboð Breta til að semja um skilmála útgöngu þeirra úr ESB. „Við þurfum þingkosningar og við þurfum þær núna. Við höfum þetta tækifæri áður en samningaviðræðurnar fara á fullt,“ sagði May. Áður hafði hún sagt að ekki væri ástæða til að kjósa fyrr en kjörtímabilið rynni sitt skeið árið 2020. Kosningar fóru síðast fram í landinu árið 2015. Hlaut Íhaldsflokkurinn tæp 37 prósent atkvæða en rúmlega helming þingsæta. Verkamannaflokkurinn fék rúm 30 prósent og ríflega þriðjung þingsæta. Sökum þess hvernig úthlutun þingsæta er háttað, í einmenningskjördæmunum svokölluðu, þarf fylgi á landsvísu ekki að endurspeglast í þingmannafjölda. Skoski þjóðarflokkurinn fékk til að mynda tæp fimm prósent atkvæða en níu prósent þingmanna. Í nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgi Íhaldsflokksins um 43 prósent meðan Verkamannaflokkurinn hefur um fjórðungsfylgi. Hefur hann ekki mælst með svo lítið fylgi síðan Gordon Brown var forsætisráðherra landsins. Einhverjir vilja meina að Íhaldsflokkurinn sé að nýta sér stöðu sína í könnunum með því að boða til kosninga nú. Hafa orð á borð við „valdarán“ og „ólýðræðislega tilburði“ verið notuð í því samhengi. Næsta víst þykir að tillagan um kosningarnar verði samþykkt. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lét hafa eftir sér að flokkurinn fagnaði því að breska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér forystu sem hefði hagsmuni hennar í fyrirrúmi. „Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands,“ segir í yfirlýsingu frá Corbyn. Þar kom einnig fram að flokkurinn myndi kjósa með tillögunni. Því er ljóst að samþykki þingsins liggur fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mun hefja kosningabaráttu með nokkuð öruggt forskot á aðra flokka. Þetta sýna skoðanakannanir síðustu vikna. Munurinn nú er sambærilegur við þann sem Margaret Thatcher hafði fyrir stórsigur Íhaldsflokksins í kosningunum 1983. Breska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort samþykkja beri tillögu Theresu May forsætisráðherra um að ganga til kosninga 8. júní næstkomandi. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja tillöguna til að af kosningum verði. Forsætisráðherrann tilkynnti þessa ætlun sína á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti 10 í gærmorgun. May tók við af David Cameron í kjölfar þess að niðurstaða Brexit lá fyrir. Með kosningunum nú vonast hún til þess að fá skýrt umboð Breta til að semja um skilmála útgöngu þeirra úr ESB. „Við þurfum þingkosningar og við þurfum þær núna. Við höfum þetta tækifæri áður en samningaviðræðurnar fara á fullt,“ sagði May. Áður hafði hún sagt að ekki væri ástæða til að kjósa fyrr en kjörtímabilið rynni sitt skeið árið 2020. Kosningar fóru síðast fram í landinu árið 2015. Hlaut Íhaldsflokkurinn tæp 37 prósent atkvæða en rúmlega helming þingsæta. Verkamannaflokkurinn fék rúm 30 prósent og ríflega þriðjung þingsæta. Sökum þess hvernig úthlutun þingsæta er háttað, í einmenningskjördæmunum svokölluðu, þarf fylgi á landsvísu ekki að endurspeglast í þingmannafjölda. Skoski þjóðarflokkurinn fékk til að mynda tæp fimm prósent atkvæða en níu prósent þingmanna. Í nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgi Íhaldsflokksins um 43 prósent meðan Verkamannaflokkurinn hefur um fjórðungsfylgi. Hefur hann ekki mælst með svo lítið fylgi síðan Gordon Brown var forsætisráðherra landsins. Einhverjir vilja meina að Íhaldsflokkurinn sé að nýta sér stöðu sína í könnunum með því að boða til kosninga nú. Hafa orð á borð við „valdarán“ og „ólýðræðislega tilburði“ verið notuð í því samhengi. Næsta víst þykir að tillagan um kosningarnar verði samþykkt. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lét hafa eftir sér að flokkurinn fagnaði því að breska þjóðin fengi tækifæri til að velja sér forystu sem hefði hagsmuni hennar í fyrirrúmi. „Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands,“ segir í yfirlýsingu frá Corbyn. Þar kom einnig fram að flokkurinn myndi kjósa með tillögunni. Því er ljóst að samþykki þingsins liggur fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00
Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00
Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stjórnmálaskýrandi segir ekki rétt að tala um kosningar í Bretlandi í sumar - valdarán sé rétta orðið. 18. apríl 2017 12:09