Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 12:09 Jeremy Corbyn og Nicola Sturgeon á fundi í Frakklandi í fyrra. Vísir/getty Á annað þúsund manns gengu til liðs við breska Frjálslynda flokkinn á fyrsta klukkutímanum eftir að Theresa May tilkynnti um sumarkosningarnar í Bretlandi, þremur árum á undan áætlun. Telja forsvarsmenn flokksins þetta vera til marks um að breska kjósendur þyrsti í að hverfa frá áformum um „hart Brexit“ eins og allt stefni í undir forystu Íhaldsflokksins. „Skráningum hefur stórfjölgað og hafa meðlimir ekki verið fleiri á þessari öld,“ segir í tilkynningu frá flokknum.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Forseti flokksins, Sal Brinton, segir í sömu tilkynningu; „Þetta er tíminn fyrir frjálslynda til að standa saman og það er einmit það sem fólk um allt land er að gera. Fjölgunin í flokknum staðfestir að litið er á Frjálslynda flokkinn sem hina raunverulegu andstöðu við þessa íhaldssömu Brexit-ríkisstjórn. Meðan Theresa May reynir að kljúfa þjóðina eru frjálslyndir þeir einu sem berjast fyrir opnu, umburðarlyndu og sameinuðu Bretlandi,“ segir forsetinn í tilkynningunni.We've gained 1000 members in the last hour. This election is your chance to change the direction of our country. pic.twitter.com/8IWDxXA0A1— Lib Dem Press Office (@LibDemPress) April 18, 2017 Tónninn ákveðinn Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá tilkynningunni og þó svo að hún hafi komið alveg flatt upp á Verkamannaflokkinn (sem hélt neyðarfund í morgun að blaðamannafundi May loknum) er ljóst að orðræða stjórnarandstæðinga fyrir kosningarnar er farin að taka á sig mynd. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins og nú forseti Frjálslynda flokksins hafa öll talað á svipuðum nótum í morgun. Forsætisráðherrann hafi það eitt að markmiði að þröngva Bretum í gegnum hart, sársaukafullt Brexit meðan flokkur hennar nýtur yfirburðafylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Sjá einnig: Jeremy Corbyn til í slaginn í sumar Nýjasta könnun YouGov sýnir Íhaldsflokkinn njóta 44% stuðnings, Verkamannaflokkurinn er með 23%, frjálslyndir með 12% og aðrir minna. Þá telur helmingur Breta að Theresa May sé sá leiðtogi stjórnmálaflokks sem sé best til þess fallinn að gegna embætti forsætisráðherra.With the PM calling a general election for 8 June, here's YouGov's most recent voting intentionCon - 44%Lab - 23%LD - 12%UKIP - 10% pic.twitter.com/t6v36qPSrn— YouGov (@YouGov) April 18, 2017 Í þessu ljósi sé því varla hægt að ræða um kosningar í sumar, eðlilegra væri að tala um valdarán eins og einn álitsgjafi Guardian orðar það. Þrátt fyrir það hafa allir fyrrnefndu flokkarnir sagst styðja hugmyndina um kosningar í sumar.Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan verði hörð og reglulega áhugaverð. Þá muni úrslit frönsku forsetakosninganna einnig geta haft töluverð áhrif á niðurstöður sumarkosninganna í Bretlandi. Ef þjóðernissinninn og Evrópusambandsandstæðingurinn Marine Le Pen stendur uppi sem sigurvegari gera álitsgjafar sterklega ráð fyrir að það muni gefa Theresu May og félögum byr undir báða vængi. Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Á annað þúsund manns gengu til liðs við breska Frjálslynda flokkinn á fyrsta klukkutímanum eftir að Theresa May tilkynnti um sumarkosningarnar í Bretlandi, þremur árum á undan áætlun. Telja forsvarsmenn flokksins þetta vera til marks um að breska kjósendur þyrsti í að hverfa frá áformum um „hart Brexit“ eins og allt stefni í undir forystu Íhaldsflokksins. „Skráningum hefur stórfjölgað og hafa meðlimir ekki verið fleiri á þessari öld,“ segir í tilkynningu frá flokknum.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Forseti flokksins, Sal Brinton, segir í sömu tilkynningu; „Þetta er tíminn fyrir frjálslynda til að standa saman og það er einmit það sem fólk um allt land er að gera. Fjölgunin í flokknum staðfestir að litið er á Frjálslynda flokkinn sem hina raunverulegu andstöðu við þessa íhaldssömu Brexit-ríkisstjórn. Meðan Theresa May reynir að kljúfa þjóðina eru frjálslyndir þeir einu sem berjast fyrir opnu, umburðarlyndu og sameinuðu Bretlandi,“ segir forsetinn í tilkynningunni.We've gained 1000 members in the last hour. This election is your chance to change the direction of our country. pic.twitter.com/8IWDxXA0A1— Lib Dem Press Office (@LibDemPress) April 18, 2017 Tónninn ákveðinn Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá tilkynningunni og þó svo að hún hafi komið alveg flatt upp á Verkamannaflokkinn (sem hélt neyðarfund í morgun að blaðamannafundi May loknum) er ljóst að orðræða stjórnarandstæðinga fyrir kosningarnar er farin að taka á sig mynd. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins og nú forseti Frjálslynda flokksins hafa öll talað á svipuðum nótum í morgun. Forsætisráðherrann hafi það eitt að markmiði að þröngva Bretum í gegnum hart, sársaukafullt Brexit meðan flokkur hennar nýtur yfirburðafylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Sjá einnig: Jeremy Corbyn til í slaginn í sumar Nýjasta könnun YouGov sýnir Íhaldsflokkinn njóta 44% stuðnings, Verkamannaflokkurinn er með 23%, frjálslyndir með 12% og aðrir minna. Þá telur helmingur Breta að Theresa May sé sá leiðtogi stjórnmálaflokks sem sé best til þess fallinn að gegna embætti forsætisráðherra.With the PM calling a general election for 8 June, here's YouGov's most recent voting intentionCon - 44%Lab - 23%LD - 12%UKIP - 10% pic.twitter.com/t6v36qPSrn— YouGov (@YouGov) April 18, 2017 Í þessu ljósi sé því varla hægt að ræða um kosningar í sumar, eðlilegra væri að tala um valdarán eins og einn álitsgjafi Guardian orðar það. Þrátt fyrir það hafa allir fyrrnefndu flokkarnir sagst styðja hugmyndina um kosningar í sumar.Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan verði hörð og reglulega áhugaverð. Þá muni úrslit frönsku forsetakosninganna einnig geta haft töluverð áhrif á niðurstöður sumarkosninganna í Bretlandi. Ef þjóðernissinninn og Evrópusambandsandstæðingurinn Marine Le Pen stendur uppi sem sigurvegari gera álitsgjafar sterklega ráð fyrir að það muni gefa Theresu May og félögum byr undir báða vængi.
Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00
Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent