Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 10:55 Jeremy Corbyn fagnar sumarkosningum. Vísir/EPA Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Þannig muni flokkur hans kjósa með tíllögunni sem lögð verður fyrir breska þingið á morgun. Talsmenn annarra flokka hafa tekið í sama streng og því skyldi enginn veðja gegn því að tillagan verði samþykkt.Sjá einnig: May boðar til kosningaÍ yfirlýsingu frá Corbyn segir: „Ég tek ákvörðun forsætisráðherrans um að leyfa bresku þjóðinni að velja sér forystu sem hefur hagsmuni hennar í fyrirrúmi fagnandi. Verkamannaflokkurinn verður öflugur annar valkostur við ríkisstjórn sem hefur mistekist að endurlífga efnahagslífið, dregið úr lífskjörum og skorið svívirðilega niður fjármagn til heilbrigðis- og menntamála,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir ennfremur: „Á siðustu vikum hefur Verkamannaflokkurinn kynnt stefnumál sem eru skýr og trúverðugur valmöguleiki fyrir þjóðina. Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands.“Sjá einnig: Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Yfirlýsinguna má nálgast hér. Ljóst er þó að á brattann er að sækja fyrir Corbyn og félaga en samkvæmt nýjustu könnunum nýtur hann nú 23% fylgis, samanborið við 44% styrk Íhaldsflokks forsætisráðherrans. Tim Farron, formaður frjálslynda flokksins, er að sama skapi til í slaginn og segir að kosningarnar séu fullkomið tækifæri fyrir bresku þjóðina að hverfa af þeirri braut sem landið sé nú á. „Ef þú vilt komast hjá hræðilegu hörðu Brexit. Ef þú vilt halda Bretlandi á innri markaðnum. Ef þú vilt að Bretland sé opið, umburðarlynt og sameinað, þá er þetta tækifærið. Aðeins frjálslyndir geta komið í veg fyrir íhaldssaman meirihluta,“ segir í yfirlýsingu frá Tim Farron. Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Þannig muni flokkur hans kjósa með tíllögunni sem lögð verður fyrir breska þingið á morgun. Talsmenn annarra flokka hafa tekið í sama streng og því skyldi enginn veðja gegn því að tillagan verði samþykkt.Sjá einnig: May boðar til kosningaÍ yfirlýsingu frá Corbyn segir: „Ég tek ákvörðun forsætisráðherrans um að leyfa bresku þjóðinni að velja sér forystu sem hefur hagsmuni hennar í fyrirrúmi fagnandi. Verkamannaflokkurinn verður öflugur annar valkostur við ríkisstjórn sem hefur mistekist að endurlífga efnahagslífið, dregið úr lífskjörum og skorið svívirðilega niður fjármagn til heilbrigðis- og menntamála,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir ennfremur: „Á siðustu vikum hefur Verkamannaflokkurinn kynnt stefnumál sem eru skýr og trúverðugur valmöguleiki fyrir þjóðina. Við hlökkum til að sýna hvernig Verkamannaflokkurinn mun verja hagsmuni Bretlands.“Sjá einnig: Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Yfirlýsinguna má nálgast hér. Ljóst er þó að á brattann er að sækja fyrir Corbyn og félaga en samkvæmt nýjustu könnunum nýtur hann nú 23% fylgis, samanborið við 44% styrk Íhaldsflokks forsætisráðherrans. Tim Farron, formaður frjálslynda flokksins, er að sama skapi til í slaginn og segir að kosningarnar séu fullkomið tækifæri fyrir bresku þjóðina að hverfa af þeirri braut sem landið sé nú á. „Ef þú vilt komast hjá hræðilegu hörðu Brexit. Ef þú vilt halda Bretlandi á innri markaðnum. Ef þú vilt að Bretland sé opið, umburðarlynt og sameinað, þá er þetta tækifærið. Aðeins frjálslyndir geta komið í veg fyrir íhaldssaman meirihluta,“ segir í yfirlýsingu frá Tim Farron.
Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00