Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Mennirnir eru taldir hafa hótað öðrum manni með skotvopni áður en þeir rændu hann, en ekki hafa fengist upplýsingar um hvað þeir tóku. Manninn sakaði ekki að sögn lögreglu. Vísir/Eyþór Fjórir menn voru handteknir í íbúð á Laugarnesvegi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Garðabæ á bílastæði í Kauptúni fyrr um daginn. Í íbúðinni fundust fíkniefni sem og skotvopn. Íbúar í húsinu segjast hafa látið lögreglu ítrekað vita af því sem fram fór í íbúðinni. Lögreglunni barst tilkynning um ránið á þriðja tímanum í gær. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. „Lögreglan hefur verið hér talsvert undanfarna daga. Þeir mættu kringum fréttatímann sírenulausir á nokkrum bílum og fóru þarna inn,“ segir Jón Hermannsson, íbúi í húsinu gegnt húsinu þar sem hinir handteknu héldu til. Bergþór Óttar Bergþórsson býr í húsinu þar sem handatakan átti sér stað. Dyrabjalla hans hringdi, hann leit fram og þar stóðu sérsveitarmenn gráir fyrir járnum. Skömmu síðar lék allt húsið á reiðiskjálfi að sögn Bergþórs. „Það hefur verið viðvarandi ónæði vegna þessa síðan í september,“ segir Bergþór. „Stundum hefur lögreglan komið hingað nær daglega og stundum oft á dag út af hávaða og alls konar veseni.“ Að sögn Bergþórs eru íbúar í húsinu orðnir langþreyttir á hávaðanum, ónæðinu og óþverranum sem fylgir líferni hinna handteknu og vina þeirra. Lítið sé hins vegar hægt að gera þar sem þeir búi í íbúðinni með leyfi eiganda hennar. „Lögreglan hefur oft komið hingað en á endanum þurft frá að hverfa eftir að hafa verið kjöftuð í kaf af þeim sem þarna eru. Þetta er ákveðinn kjarni, á að giska tíu manns, sem heldur þarna til og það er talsvert um það að fólk komi í íbúðina á öllum tímum sólarhrings. Maður er alveg að gefast upp á þessu.“ Rannsókn málsins er í fullum gangi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Fjórir menn voru handteknir í íbúð á Laugarnesvegi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Garðabæ á bílastæði í Kauptúni fyrr um daginn. Í íbúðinni fundust fíkniefni sem og skotvopn. Íbúar í húsinu segjast hafa látið lögreglu ítrekað vita af því sem fram fór í íbúðinni. Lögreglunni barst tilkynning um ránið á þriðja tímanum í gær. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. „Lögreglan hefur verið hér talsvert undanfarna daga. Þeir mættu kringum fréttatímann sírenulausir á nokkrum bílum og fóru þarna inn,“ segir Jón Hermannsson, íbúi í húsinu gegnt húsinu þar sem hinir handteknu héldu til. Bergþór Óttar Bergþórsson býr í húsinu þar sem handatakan átti sér stað. Dyrabjalla hans hringdi, hann leit fram og þar stóðu sérsveitarmenn gráir fyrir járnum. Skömmu síðar lék allt húsið á reiðiskjálfi að sögn Bergþórs. „Það hefur verið viðvarandi ónæði vegna þessa síðan í september,“ segir Bergþór. „Stundum hefur lögreglan komið hingað nær daglega og stundum oft á dag út af hávaða og alls konar veseni.“ Að sögn Bergþórs eru íbúar í húsinu orðnir langþreyttir á hávaðanum, ónæðinu og óþverranum sem fylgir líferni hinna handteknu og vina þeirra. Lítið sé hins vegar hægt að gera þar sem þeir búi í íbúðinni með leyfi eiganda hennar. „Lögreglan hefur oft komið hingað en á endanum þurft frá að hverfa eftir að hafa verið kjöftuð í kaf af þeim sem þarna eru. Þetta er ákveðinn kjarni, á að giska tíu manns, sem heldur þarna til og það er talsvert um það að fólk komi í íbúðina á öllum tímum sólarhrings. Maður er alveg að gefast upp á þessu.“ Rannsókn málsins er í fullum gangi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40
Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21
Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11