Innlent

Talinn hafa hótað manninum með byssu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Leit stendur yfir að tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa rænt annan mann síðdegis í dag.
Leit stendur yfir að tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa rænt annan mann síðdegis í dag. Vísir/Eyþór
Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán  í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. Þeir eru taldir hafa hótað öðrum manni með skotvopni áður en þeir rændu hann, en ekki hafa fengist upplýsingar um hvað þeir tóku. Manninn sakaði ekki að sögn lögreglu.

Lögreglan var með mikinn viðbúnað á staðnum í dag, eða á bílaplaninu við verslunina Costco. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur sérsveitin farið í eina húsleit í tengslum við málið.

Uppfært kl 18.07

Lögreglan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins:

Klukkan 14:42 í dag fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að tveir menn hafi framið vopnað rán á bílastæði í Kauptúni Garðabæ, en í tilkynningu kom fram að mennirnir hafi verið vopnaðir skotvopni. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. Rannsókn málsins er í fullum gangi og er tveggja manna leitað.

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu gegnum netfangið abending@lrh.is eða einka skilaboð á fésbókarsíðu embættisins.





Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×