Erlent

Páfinn fordæmir alræðisstjórnir og hvetur til stillingar í páskaávarpi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frans páfi, hélt ávarp sitt, frammi fyrir þúsundum manns í dag, í tilefni páska.
Frans páfi, hélt ávarp sitt, frammi fyrir þúsundum manns í dag, í tilefni páska. Vísir/EPA
Frans páfi fordæmdi alræðisstjórnir sem kúga þegna sína, í sérstöku hátíðarávarpi sínu í dag, í tilefni páska. Þá hvatti hann jafnframt leiðtoga heimsins til þess að sýna stillingu og koma í veg fyrir útbreiðslu átaka, í kjölfar aukinnar spennu í Norður-Kóreu og Sýrlandi. Reuters greinir frá. 

Páfinn hélt ávarp sitt frammi fyrir þúsundum manns á Sánktí-Péturstorgi í Vatíkaninu og voru gífurlegar öryggisráðstafanir á torginu, þar sem tugir lögreglu- og herbíla var lagt fyrir götum í grenndinni, til að koma í veg fyrir samskonar árásir og gerðar hafa verið með vörubílum víðsvegar um Vesturlönd.

Páfinn sagði „að guð gengi meðal allra þeirra sem hefðu þurft að yfirgefa heimaland sitt vegna átaka, hryðjuverkaárása, örbirgðar og alræðisstjórna.“ Hann tók ekki fram hvaða ríkisstjórnir hann ætti við.

Þá sagðist páfinn vona að „guð myndi gefa leiðtogum þjóða heimsins hugrekki til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu vopnaðra átaka og stöðva útbreiðslu og sölu vopna.“

Hann fordæmdi einnig sjálfsmorðssprengjuárásina í Sýrlandi í gær, þar sem að minnsta kosti 112 manns létu lífið. Hann sagði árásina einstaklega grimmilega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×