Kosið um stjórnskipan Tyrklands: Kannanir sýna að tæpur meirihluti vill auka völd Erdogan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2017 23:30 Erdogan vill að forsetaembættið í Tyrklandi fái meiri völd, á kostnað þingsins. Vísir/EPA Síðasti dagur kosningabaráttu var í dag í Tyrklandi, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnskipan landsins verður haldin á morgun. Kosið verður um það hvort auka eigi völd forsetaembættisins, á kostnað þingsins þar í landi. Skoðanakannanir sýna að tæpur meirihluti Tyrkja styður tillöguna, en afar mjótt er á munum. Forsetinn, Recep Tayyip Erdogan, hefur beitt sér fyrir því að embætti hans fái frekari völd, allt frá því að hluti yfirstjórnar hersins reyndi að fremja valdarán í júlí síðastliðnum eins og alkunna var. Verði tillaga forsetans samþykkt, er ljóst að hann mun geta setið á valdastóli allt til ársins 2029 en með breytingunum myndi forsetinn getað skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu, í stað forsætisráðherrans, líkt og það er nú í Tyrklandi. Ljóst er að Tyrkir eru klofnir í afstöðu sinni til málsins, en skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún auðveldi ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins og færi stjórnkerfi þess nær stjórnkerfum líkt og þekkjast í Frakklandi og Bandaríkjunum. Þeir segja breytingarnar mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem Kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Þeir sem eru tillögunni andsnúnir óttast hins vegar að breytingarnar muni færa Erdogan allt of mikil völd í hendurnar. Þeir hafa bent á að samkvæmt tillögunni verði ekki til staðar þær hindranir í stjórnkerfinu, sem geti haft hemil á forsetanum, líkt og þekkist í Frakklandi og Bandaríkjunum, með þrískiptingu ríkisvaldsins. Stjórnarandstaðan í Tyrklandi hefur sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins „í eins manns stjórnkerfi.“ Kjörstaðir í Tyrklandi munu opna 07:00 í fyrramálið, á tyrkneskum tíma og munu kjörstaðir loka klukkan 18:00 en talið er að fyrstu tölur muni berast seint annað kvöld. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Síðasti dagur kosningabaráttu var í dag í Tyrklandi, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnskipan landsins verður haldin á morgun. Kosið verður um það hvort auka eigi völd forsetaembættisins, á kostnað þingsins þar í landi. Skoðanakannanir sýna að tæpur meirihluti Tyrkja styður tillöguna, en afar mjótt er á munum. Forsetinn, Recep Tayyip Erdogan, hefur beitt sér fyrir því að embætti hans fái frekari völd, allt frá því að hluti yfirstjórnar hersins reyndi að fremja valdarán í júlí síðastliðnum eins og alkunna var. Verði tillaga forsetans samþykkt, er ljóst að hann mun geta setið á valdastóli allt til ársins 2029 en með breytingunum myndi forsetinn getað skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu, í stað forsætisráðherrans, líkt og það er nú í Tyrklandi. Ljóst er að Tyrkir eru klofnir í afstöðu sinni til málsins, en skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún auðveldi ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins og færi stjórnkerfi þess nær stjórnkerfum líkt og þekkjast í Frakklandi og Bandaríkjunum. Þeir segja breytingarnar mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem Kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Þeir sem eru tillögunni andsnúnir óttast hins vegar að breytingarnar muni færa Erdogan allt of mikil völd í hendurnar. Þeir hafa bent á að samkvæmt tillögunni verði ekki til staðar þær hindranir í stjórnkerfinu, sem geti haft hemil á forsetanum, líkt og þekkist í Frakklandi og Bandaríkjunum, með þrískiptingu ríkisvaldsins. Stjórnarandstaðan í Tyrklandi hefur sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins „í eins manns stjórnkerfi.“ Kjörstaðir í Tyrklandi munu opna 07:00 í fyrramálið, á tyrkneskum tíma og munu kjörstaðir loka klukkan 18:00 en talið er að fyrstu tölur muni berast seint annað kvöld.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira