Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 19:30 Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. Við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru um 2.400 langtímastæði. Það eru stæði sem hægt er að nota ef fólk ætlar að skella sér útlanda í skamman tíma. Þeir sem nota þessi stæði eru aðallega Íslendingar. Það virðist margir vera á ferðinni þessa páskana því yfir þrjú þúsund bílar eru á svæðinu og öll bílastæði yfirfull. „Það er töluvert meiri umferð hérna heldur en í fyrra. Það voru 2.000 bílar í fyrra og það gekk nú bara ágætlega. Síðan þá erum við búin að stækka stæðið. Nú eru 3.000 bílar hér komnir á svæðið. Þannig að það er greinilegt, þó ég ætla ekki að vera að taka hér starf greiningadeilda bankanna, þá er væntanlega kaupmáttur Íslendinga og ódýrar ferðir til útlanda sem að gera það að verkum að stæðin eru hér full,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann segir að í fyrra hafi verið slegið met frá árinu 2007 þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Það sem af er ári eru 20% fleiri Íslendingar sem hafa farið út og þetta er miklu meira heldur en búist var við yfir páskana,“ segir Guðni. Guðni segir að svo geti farið að fólki verði vísað frá sem ætlar að skilja bíla sína eftir um þessa páskahelgi. Hann hvetur því ferðalanga til að gera aðrar ráðstafanir til að mynda taka rútu, strætó eða láta skutla sér. Hann á von á að slegin verði met þessa páska þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Eftir páskana þá gefum við væntanlega út tölur um það en það lítur út fyrir það að þetta sé að slá öll met,“ segir Guðni. Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. Við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru um 2.400 langtímastæði. Það eru stæði sem hægt er að nota ef fólk ætlar að skella sér útlanda í skamman tíma. Þeir sem nota þessi stæði eru aðallega Íslendingar. Það virðist margir vera á ferðinni þessa páskana því yfir þrjú þúsund bílar eru á svæðinu og öll bílastæði yfirfull. „Það er töluvert meiri umferð hérna heldur en í fyrra. Það voru 2.000 bílar í fyrra og það gekk nú bara ágætlega. Síðan þá erum við búin að stækka stæðið. Nú eru 3.000 bílar hér komnir á svæðið. Þannig að það er greinilegt, þó ég ætla ekki að vera að taka hér starf greiningadeilda bankanna, þá er væntanlega kaupmáttur Íslendinga og ódýrar ferðir til útlanda sem að gera það að verkum að stæðin eru hér full,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann segir að í fyrra hafi verið slegið met frá árinu 2007 þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Það sem af er ári eru 20% fleiri Íslendingar sem hafa farið út og þetta er miklu meira heldur en búist var við yfir páskana,“ segir Guðni. Guðni segir að svo geti farið að fólki verði vísað frá sem ætlar að skilja bíla sína eftir um þessa páskahelgi. Hann hvetur því ferðalanga til að gera aðrar ráðstafanir til að mynda taka rútu, strætó eða láta skutla sér. Hann á von á að slegin verði met þessa páska þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Eftir páskana þá gefum við væntanlega út tölur um það en það lítur út fyrir það að þetta sé að slá öll met,“ segir Guðni.
Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19