Fótbolti

„Komið fram við okkur eins og bjórdós hefði verið kastað í rútuna“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tuchel og aðrir Dortmund-menn eru ekki sáttur með framkomu UEFA.
Tuchel og aðrir Dortmund-menn eru ekki sáttur með framkomu UEFA. vísir/getty
Forráðamenn Borussia Dortmund eru ekki sáttir með að hafa þurft að spila leikinn gegn Monaco í 8-liða úrslitum Meistaradeild Evrópu í dag.

Dortmund tapaði leiknum 2-3, tæpum sólarhring eftir að sprengjuárás var gerð á rútu liðsins.

„Við vorum aldrei spurðir, við fengum bara skilaboð um að UEFA hefði tekið þessa ákvörðun. Það er glatað og við munum ekki gleyma þessu,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Dortmund, eftir leikinn í kvöld.

„Mínútum eftir árásina var eina spurningin hvort leikurinn gæti farið fram eða ekki. Það var komið fram við okkur eins og bjórdós hefði verið kastað í rútuna.“

Marc Bartra, miðvörður Dortmund, handarbrotnaði í árásinni en enginn annar leikmaður slasaðist.

„Það var ekki tekið neitt tillit til okkar. Við stóðum fyrir utan rútuna, Bartra var á leið í burtu í sjúkrabíl, og þá fengum við að vita þetta. Þetta er ekki rétt,“ sagði Tuchel og bætti því við leikmenn Dortmund hefðu fengið að ráða því sjálfir hvort þeir tækju þátt í leiknum í kvöld.

Seinni leikurinn fer fram í Mónakó á þriðjudaginn í næstu viku.


Tengdar fréttir

Kennslustund í hvernig stuðningsfólk á að koma fram

Giorgio Marchetti, mótastjóri UEFA, segir að það að UEFA kunni mikið að meta það hvernig stuðningsmenn Borussia Dortmund og Mónakó brugðust vel í erfiðum aðstæðum í Dortmund í gær.

Stuðningsmenn Dortmund sýndu Mónakó-fólkinu mikinn höfðingsskap

Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær.

Málmhlutum komið fyrir í einni sprengjunni

Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið einn í tengslum við sprengjuárásina á liðsrútu knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í gær. Málmræmur voru notaðar í eina af sprengjunum.

Mbappe hélt uppteknum hætti gegn Dortmund

Franska undrabarnið Kylian Mbappe skoraði tvívegis þegar Monaco bar sigurorð af Borussia Dortmund, 2-3, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×