Lögregla hleraði síma brotaþola í nauðgunarmáli Snærós Sindradóttir skrifar 12. apríl 2017 05:00 Mörg vitni voru leidd samtímis til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna nauðgunarmálsins. Það var gert svo þau gætu ekki samræmt vitnisburð sinn. vísir/eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hleraði síma konu sem hefur stöðu brotaþola í nauðgunarmáli, frá því málið kom upp um miðjan desember og þar til um miðjan janúar síðastliðinn. Lögreglan telur að konunni hafi verið hótað eða mútað til að draga framburð sinn um nauðgun til baka. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem sími brotaþola er hleraður og ráðist er í svo umfangsmiklar aðgerðir í rannsókn kynferðisbrots, gegn vilja brotaþola.Vitni yfirheyrð samtímis Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar síðan um miðjan desember. Í gær voru síðan leidd til lögreglu nokkur vitni samtímis og þau yfirheyrð um málið. Ástæðan fyrir svo umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar var tilraun lögreglu til að vitnin gætu ekki samræmt frásögn sína áður en til yfirheyrslu kæmi. Hinn grunaði í málinu á langan brotaferil að baki og var meðal annars dæmdur fyrir hrottafengna nauðgun þegar kona, sem hann reyndi að kaupa vændi af, neitaði honum um kynlíf árið 2011. Hann er vinur og vel tengdur sumum af hættulegustu mönnum Íslands.Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður.Vísir/GVAUm málið var fjallað í fjölmiðlum í desember. Konan leitaði á Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þann 10. desember þar sem teknar voru ljósmyndir af áverkum hennar á hálsi, hnjám og baki, auk þess sem hún lýsti eymslum við endaþarm eftir kynni við manninn. Þá strax var maðurinn dæmdur til að afplána eftirstöðvar fangelsisvistar sinnar, samtals 630 daga, en maðurinn var á reynslulausn þegar ætlað brot átti sér stað.Sveinn Andri steig inn Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um verknaðinn segir að stúlkan hafi mætt á lögreglustöðina aftur nokkrum dögum síðar, dregið framburð sinn til baka og hætt við að kæra vegna þess að menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hótað henni. Tveimur dögum síðar var Sveinn Andri Sveinsson orðinn lögmaður konunnar og afturkallaði heimild lögreglunnar til að óska eftir læknisvottorði frá Landspítalanum. Sveinn er enn lögmaður konunnar í málinu en hún var eitt þeirra vitna sem leidd voru til yfirheyrslu í gær. Þar var henni kynnt um símhleranirnar sem lögregla stóð fyrir frá því málið kom upp. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur konan ekki breytt framburði sínum aftur. Hún hyggst ekki tjá sig frekar við lögreglu um málið.Upplifir sig sem glæpamann Í samtali við Fréttablaðið lýsir konan að málið hafi haft gífurlega mikil áhrif á hana. Henni hafi verið meinaður aðgangur að lögreglustöðinni af yfirmanni kynferðisbrotadeildar og upplifi mikið máttleysi gagnvart lögreglu. Aðgerðir lögreglu hafi valdið henni áfalli. Þá hafi lögreglan haldlagt tölvu í eigu sonar hennar og símtæki á heimilinu. Konan segist upplifa sig sem glæpamann fyrir það eitt að neita að tjá sig um nóttina 10. desember. Allt málið frá upphafi hafi verið henni sem martröð. Öllum vitnum í málinu var sleppt að loknum yfirheyrslum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vel á veg komin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07 Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hleraði síma konu sem hefur stöðu brotaþola í nauðgunarmáli, frá því málið kom upp um miðjan desember og þar til um miðjan janúar síðastliðinn. Lögreglan telur að konunni hafi verið hótað eða mútað til að draga framburð sinn um nauðgun til baka. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem sími brotaþola er hleraður og ráðist er í svo umfangsmiklar aðgerðir í rannsókn kynferðisbrots, gegn vilja brotaþola.Vitni yfirheyrð samtímis Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar síðan um miðjan desember. Í gær voru síðan leidd til lögreglu nokkur vitni samtímis og þau yfirheyrð um málið. Ástæðan fyrir svo umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar var tilraun lögreglu til að vitnin gætu ekki samræmt frásögn sína áður en til yfirheyrslu kæmi. Hinn grunaði í málinu á langan brotaferil að baki og var meðal annars dæmdur fyrir hrottafengna nauðgun þegar kona, sem hann reyndi að kaupa vændi af, neitaði honum um kynlíf árið 2011. Hann er vinur og vel tengdur sumum af hættulegustu mönnum Íslands.Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður.Vísir/GVAUm málið var fjallað í fjölmiðlum í desember. Konan leitaði á Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þann 10. desember þar sem teknar voru ljósmyndir af áverkum hennar á hálsi, hnjám og baki, auk þess sem hún lýsti eymslum við endaþarm eftir kynni við manninn. Þá strax var maðurinn dæmdur til að afplána eftirstöðvar fangelsisvistar sinnar, samtals 630 daga, en maðurinn var á reynslulausn þegar ætlað brot átti sér stað.Sveinn Andri steig inn Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um verknaðinn segir að stúlkan hafi mætt á lögreglustöðina aftur nokkrum dögum síðar, dregið framburð sinn til baka og hætt við að kæra vegna þess að menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hótað henni. Tveimur dögum síðar var Sveinn Andri Sveinsson orðinn lögmaður konunnar og afturkallaði heimild lögreglunnar til að óska eftir læknisvottorði frá Landspítalanum. Sveinn er enn lögmaður konunnar í málinu en hún var eitt þeirra vitna sem leidd voru til yfirheyrslu í gær. Þar var henni kynnt um símhleranirnar sem lögregla stóð fyrir frá því málið kom upp. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur konan ekki breytt framburði sínum aftur. Hún hyggst ekki tjá sig frekar við lögreglu um málið.Upplifir sig sem glæpamann Í samtali við Fréttablaðið lýsir konan að málið hafi haft gífurlega mikil áhrif á hana. Henni hafi verið meinaður aðgangur að lögreglustöðinni af yfirmanni kynferðisbrotadeildar og upplifi mikið máttleysi gagnvart lögreglu. Aðgerðir lögreglu hafi valdið henni áfalli. Þá hafi lögreglan haldlagt tölvu í eigu sonar hennar og símtæki á heimilinu. Konan segist upplifa sig sem glæpamann fyrir það eitt að neita að tjá sig um nóttina 10. desember. Allt málið frá upphafi hafi verið henni sem martröð. Öllum vitnum í málinu var sleppt að loknum yfirheyrslum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vel á veg komin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07 Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07
Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30