Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 09:30 Verðmat Arion inniheldur kaup Haga á Lyfju sem nú eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu. Vísir Markaðsvirði Haga gæti aukist um allt að 5,8 milljarða króna ef sala áfengis verður gefin frjáls. Þetta kemur fram í nýju verðmati fyrirtækjagreiningar Arion banka á verslunarfyrirtækinu sem Markaðurinn hefur undir höndum. Þar ráðleggur bankinn fjárfestum að kaupa bréf í Högum enda séu þau virði 58 króna á hlut eða 20 prósentum hærra en dagslokagengi félagsins í gær. Verðmati Arion banka var dreift fyrir viku og breyttist virðismatsgengi hans á Högum tiltölulega lítið frá síðustu útgáfu í desember þegar bankinn mat bréfin á 59 krónur á hlut. Í nýja matinu er bent á þætti sem breytt geta afkomuhorfum Haga og þar á meðal frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Óljóst er hvert framhald málsins verður og benda starfsmenn bankans á að Hagar hafa ekki dregið dul á áhuga sinn á að hefja sölu áfengis í búðum. Hækkun á markaðsvirði verslunarfyrirtækisins ef frumvarpið verði að lögum miði við að Hagar fái ákveðna hlutdeild í rekstrarhagnaði Vínbúðarinnar til samræmis við áætlaða markaðshlutdeild á dagvörumarkaði og að teknu tilliti til mögulegrar fjárfestingar sem kynni að þurfa að koma til. Í verðmatinu er aftur á móti ekki gert ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi með sölu áfengis hér á landi. Þar er einnig bent á að rúmur mánuður er í opnun Costco hér á landi og telur bankinn að skammtímaáhrifin af komu bandaríska verslunarrisans á rekstur Haga verði enn meiri en spáð var í eldra verðmatinu. „Búðin mun vafalítið vera mikið í fréttum til að byrja með, enda miðað við áhuga landsmanna á að gerast korthafar hjá versluninni má fastlega gera ráð fyrir að opnunin verði eins og stökkbreytt samanlögð opnun Lindex og Dunkin’ Donuts. Að okkar mati er því rétt að fara með enn varfærnari forsendur inn í 2017-18 rekstrarárið og höfum við lækkað bæði forsendur um tekjuvöxt og brúttóframlegð enn frekar frá síðasta mati,“ segir í verðmati Arion banka og þar bent á að Hagar hafi aftur á móti fækkað óhagstæðum leigufermetrum um 4.200 fermetra frá síðasta mati.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Markaðsvirði Haga gæti aukist um allt að 5,8 milljarða króna ef sala áfengis verður gefin frjáls. Þetta kemur fram í nýju verðmati fyrirtækjagreiningar Arion banka á verslunarfyrirtækinu sem Markaðurinn hefur undir höndum. Þar ráðleggur bankinn fjárfestum að kaupa bréf í Högum enda séu þau virði 58 króna á hlut eða 20 prósentum hærra en dagslokagengi félagsins í gær. Verðmati Arion banka var dreift fyrir viku og breyttist virðismatsgengi hans á Högum tiltölulega lítið frá síðustu útgáfu í desember þegar bankinn mat bréfin á 59 krónur á hlut. Í nýja matinu er bent á þætti sem breytt geta afkomuhorfum Haga og þar á meðal frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Óljóst er hvert framhald málsins verður og benda starfsmenn bankans á að Hagar hafa ekki dregið dul á áhuga sinn á að hefja sölu áfengis í búðum. Hækkun á markaðsvirði verslunarfyrirtækisins ef frumvarpið verði að lögum miði við að Hagar fái ákveðna hlutdeild í rekstrarhagnaði Vínbúðarinnar til samræmis við áætlaða markaðshlutdeild á dagvörumarkaði og að teknu tilliti til mögulegrar fjárfestingar sem kynni að þurfa að koma til. Í verðmatinu er aftur á móti ekki gert ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi með sölu áfengis hér á landi. Þar er einnig bent á að rúmur mánuður er í opnun Costco hér á landi og telur bankinn að skammtímaáhrifin af komu bandaríska verslunarrisans á rekstur Haga verði enn meiri en spáð var í eldra verðmatinu. „Búðin mun vafalítið vera mikið í fréttum til að byrja með, enda miðað við áhuga landsmanna á að gerast korthafar hjá versluninni má fastlega gera ráð fyrir að opnunin verði eins og stökkbreytt samanlögð opnun Lindex og Dunkin’ Donuts. Að okkar mati er því rétt að fara með enn varfærnari forsendur inn í 2017-18 rekstrarárið og höfum við lækkað bæði forsendur um tekjuvöxt og brúttóframlegð enn frekar frá síðasta mati,“ segir í verðmati Arion banka og þar bent á að Hagar hafi aftur á móti fækkað óhagstæðum leigufermetrum um 4.200 fermetra frá síðasta mati.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira