ÍRiiS frumsýnir nýtt tónlistarmyndband: „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2017 12:30 Skemmtilegt efni frá Írisi. Mynd/Kristina Pertrosuite Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Nornin eftir ÍRiiS, sem er listamannsnafn tónlistarkonunnar Írisar Hrundar Þórarinsdóttur. Myndbandið er unnið af þeim Írisi Hrund og ljósmyndaranum Kristina Petrosiute en tökur hófust fyrir ári síðan. „Verkið hefur verið í vinnslu í þó nokkurn tíma, enda margir tökustaðir og ólíkir þátttakendur. Hvert einasta skot varð að vera rétt,” segir Íris. Myndbandið felur í sér skírskotun til íslenskrar sagnahefðar og þess umhverfis sem hana hefur mótað. Lagið lýsir því að fyllast lotningu yfir því sem fyrir augu ber og falla þar með undankomulaus undir álögin sem slík upplifun hefur í för með sér. „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt. Með galdrastaf og kukl í kló, hún breytir mér.” segir Íris og vitnar í texta lagsins. Blaðamaður spyr út í leikaraval og hver hugsunin sé á bak við samspil líkama og náttúru og segir Íris þar liggja samruna tveggja póla. Skilin milli hins mannlega og hins ómennska verða óljós og veröldin rennur saman í eitt. En hvernig gekk að finna þátttakendur miðað við þessar kröfur? „Veistu, það var furðu auðvelt. Ég held ég hafi ekki fengið eina einustu neitun og það virtust allir tilbúnir til að stökkva úr fötunum og beint út í rokið. Það má kannski segja að þessu fylgi ákveðin frelsunartilfinning. Klárlega eitthvað sem allir ættu að prófa allavega einu sinni á ævinni,” segir Íris að lokum. Íris á að baki hljómplötuna Penumbra sem kom út árið 2013 en Nornin markar upphaf að væntanlegri EP plötu.TenglarInstagram https://www.instagram.com/iriismusic/Soundcloud https://soundcloud.com/iriismusicYoutube https://goo.gl/adXXkOTwitter https://twitter.com/IRiiSmusicISFacebook https://www.facebook.com/irismusiciris/https://www.kristinapetrosiute.com/ Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Nornin eftir ÍRiiS, sem er listamannsnafn tónlistarkonunnar Írisar Hrundar Þórarinsdóttur. Myndbandið er unnið af þeim Írisi Hrund og ljósmyndaranum Kristina Petrosiute en tökur hófust fyrir ári síðan. „Verkið hefur verið í vinnslu í þó nokkurn tíma, enda margir tökustaðir og ólíkir þátttakendur. Hvert einasta skot varð að vera rétt,” segir Íris. Myndbandið felur í sér skírskotun til íslenskrar sagnahefðar og þess umhverfis sem hana hefur mótað. Lagið lýsir því að fyllast lotningu yfir því sem fyrir augu ber og falla þar með undankomulaus undir álögin sem slík upplifun hefur í för með sér. „Nornin hvíslar eyru í og leggur fram sinn mátt. Með galdrastaf og kukl í kló, hún breytir mér.” segir Íris og vitnar í texta lagsins. Blaðamaður spyr út í leikaraval og hver hugsunin sé á bak við samspil líkama og náttúru og segir Íris þar liggja samruna tveggja póla. Skilin milli hins mannlega og hins ómennska verða óljós og veröldin rennur saman í eitt. En hvernig gekk að finna þátttakendur miðað við þessar kröfur? „Veistu, það var furðu auðvelt. Ég held ég hafi ekki fengið eina einustu neitun og það virtust allir tilbúnir til að stökkva úr fötunum og beint út í rokið. Það má kannski segja að þessu fylgi ákveðin frelsunartilfinning. Klárlega eitthvað sem allir ættu að prófa allavega einu sinni á ævinni,” segir Íris að lokum. Íris á að baki hljómplötuna Penumbra sem kom út árið 2013 en Nornin markar upphaf að væntanlegri EP plötu.TenglarInstagram https://www.instagram.com/iriismusic/Soundcloud https://soundcloud.com/iriismusicYoutube https://goo.gl/adXXkOTwitter https://twitter.com/IRiiSmusicISFacebook https://www.facebook.com/irismusiciris/https://www.kristinapetrosiute.com/
Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira