Fimm ára fékk fimm spor eftir hundaárás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Snör handtök föður komu í veg fyrir að verr færi þegar hundur réðst á fimm ára barn hans í fyrradag. Móðurinni þótti aðdáunarvert að fylgjast með drengnum meðan gert var að sárum hans. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum. Ég hélt fyrst að hann hefði dottið og fengið blóðnasir en svo var ekki,“ segir Arna Bára Karlsdóttir, móðir Tristans Loga. Fjölskyldan var stödd í fjölskyldumatarboði og var Arna innandyra þegar atburðurinn átti sér stað. Hundurinn, sem er af kyninu Malamute, stökk á barnið með uppglenntan skoltinn og beit það.Tristan Logi var fljótur að taka gleði sína.mynd/arna bára„Maðurinn minn stökk strax á hundinn og reif hann af Tristani. Hin börnin komu inn grátandi og hann með alblóðugt barnið í fanginu,“ segir Arna Bára. Höfuð hins bitna var vafið handklæði og síðan brunað upp á slysadeild. Það voru ekki aðeins viðbrögð sjónarvotta sem björguðu því að ekki fór verr, heldur náði Tristan að skýla sér vel. Hann grúfði sig niður og hélt höndunum um hnakka sér. Afleiðingin var sú að eyru, háls og hnakki sluppu vel, miðað við aðstæður, en fingurnir lentu verr í því. Skurðir bak við hægra eyra og við hægri nös voru saumaðir en fleiri voru sporin ekki. „Á slysadeildinni létu læknar blóðið renna aðeins úr sárunum til að leyfa þeim að hreinsast. Sárin voru skoluð og þrifin og hann sprautaður nokkrum sinnum,“ segir Arna Bára. Meðan á þessu stóð var Tristan hinn rólegasti miðað við aðstæður og kveinkaði sér lítið. „Við stóðum skelkuð hjá og sögðum honum hvað hann væri duglegur. Þetta tók í raun meira á okkur en hann,“ segir móðirin og hlær. Tristan dvaldi nótt á sjúkrahúsi og fékk sýklalyf til að koma í veg fyrir að illt kæmi í sárin. Að því loknu var honum hleypt heim á nýjan leik þar sem við tók dekur og rólegheit. Arna gerir ráð fyrir að hið sama verði uppi á teningnum í dag og næstu daga enda páskarnir á næsta leiti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Snör handtök föður komu í veg fyrir að verr færi þegar hundur réðst á fimm ára barn hans í fyrradag. Móðurinni þótti aðdáunarvert að fylgjast með drengnum meðan gert var að sárum hans. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum. Ég hélt fyrst að hann hefði dottið og fengið blóðnasir en svo var ekki,“ segir Arna Bára Karlsdóttir, móðir Tristans Loga. Fjölskyldan var stödd í fjölskyldumatarboði og var Arna innandyra þegar atburðurinn átti sér stað. Hundurinn, sem er af kyninu Malamute, stökk á barnið með uppglenntan skoltinn og beit það.Tristan Logi var fljótur að taka gleði sína.mynd/arna bára„Maðurinn minn stökk strax á hundinn og reif hann af Tristani. Hin börnin komu inn grátandi og hann með alblóðugt barnið í fanginu,“ segir Arna Bára. Höfuð hins bitna var vafið handklæði og síðan brunað upp á slysadeild. Það voru ekki aðeins viðbrögð sjónarvotta sem björguðu því að ekki fór verr, heldur náði Tristan að skýla sér vel. Hann grúfði sig niður og hélt höndunum um hnakka sér. Afleiðingin var sú að eyru, háls og hnakki sluppu vel, miðað við aðstæður, en fingurnir lentu verr í því. Skurðir bak við hægra eyra og við hægri nös voru saumaðir en fleiri voru sporin ekki. „Á slysadeildinni létu læknar blóðið renna aðeins úr sárunum til að leyfa þeim að hreinsast. Sárin voru skoluð og þrifin og hann sprautaður nokkrum sinnum,“ segir Arna Bára. Meðan á þessu stóð var Tristan hinn rólegasti miðað við aðstæður og kveinkaði sér lítið. „Við stóðum skelkuð hjá og sögðum honum hvað hann væri duglegur. Þetta tók í raun meira á okkur en hann,“ segir móðirin og hlær. Tristan dvaldi nótt á sjúkrahúsi og fékk sýklalyf til að koma í veg fyrir að illt kæmi í sárin. Að því loknu var honum hleypt heim á nýjan leik þar sem við tók dekur og rólegheit. Arna gerir ráð fyrir að hið sama verði uppi á teningnum í dag og næstu daga enda páskarnir á næsta leiti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira