Bað fyrrverandi tengdaföður sinn afsökunar á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 10:00 Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, er til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Texas vegna gruns um heimilisofbeldi. Vísir/Hörður Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur í annað skiptið á árinu beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook. Sakaði hann fyrrverandi tengdaföður sinn, Þorstein Vilhelmsson, um þjófnað í júlí síðastliðnum en hefur nú dregið ummælin til baka. Þorsteinn var á sínum tíma stjórnarformaður Atorku, þar sem Magnús gegndi stjórnarformennsku og varð síðar forstjóri. Atorka varð gjaldþrota eftir fall bankanna haustið 2008. Í dag er Þorsteinn stjórnarformaður Björgunar. Þorsteinn Vilhelmsson.Vísir/E.Ól. Var Magnús í síðustu viku krafinn um afsökunarbeiðni vegna ummælanna og að viðurkenna að þau væru röng. Ella yrði höfðað dómsmál vegna þeirra. Brást Magnús við og setti eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sína: „Þann 23. júlí 2016 birti ég færslu hér á Facebook, þar sem ég dróttaði að æru Þorsteins Vilhelmssonar. Sú háttsemi sem ég lýsti í færslunni átti sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar. Ég bið hér með Þorstein Vilhelmsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Lögregla stöðvaði bílinn á leiðinni út úr Borgarnesi eftir að maðurinn hafði setið að sumbli í Hyrnunni.Vísir/Vilhelm Sakaður um endurtekið ofbeldi Magnús og dóttir Þorsteins voru í sambúð í tæpa tvo áratugi. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. Ákvað hún að deila reynslu sinni eftir að Magnús var handtekinn á hóteli í Austin í Texas í Bandaríkjunum grunaður um ofbeldi í garð unnustu sinnar. Það mál er á borði lögreglunnar í Austin í Texas sem þekkt er fyrir að fara alla leið með heimilisofbeldismál óháð því hvort málin séu kærð eða ekki af brotaþolum. Síðan þá hefur Magnús verið handtekinn grunaður um ölvun við akstur í Borgarnesi þar sem hann var á ferðalagi með unnustu sinni. Tók hún í framhaldinu við akstri bílsins en taldi öryggi sínu svo ógnað á leiðinni til Reykjavíkur að hún ók bílnum út í kant og hljóp undan unnusta sínum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/Valli Dróttaði að æru hæstaréttardómara Magnús bað í janúar hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook vegna dóms í máli er sneri að fjárskiptum Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans í kjölfar skilnaðar þeirra. Við það tilefni skrifaði Magnús: „Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar. Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Hvorki náðist í Magnús Jónsson né Þorstein Vilhelmsson við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00 Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um Hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. 25. janúar 2017 09:30 Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Slitum Atorku Group formlega lokið Atorku Group hf. var formlega slitið þann 9. desember síðastliðinn og söluandvirði síðustu eigna eignarhaldsfélagsins greitt út til hluthafa. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur í annað skiptið á árinu beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook. Sakaði hann fyrrverandi tengdaföður sinn, Þorstein Vilhelmsson, um þjófnað í júlí síðastliðnum en hefur nú dregið ummælin til baka. Þorsteinn var á sínum tíma stjórnarformaður Atorku, þar sem Magnús gegndi stjórnarformennsku og varð síðar forstjóri. Atorka varð gjaldþrota eftir fall bankanna haustið 2008. Í dag er Þorsteinn stjórnarformaður Björgunar. Þorsteinn Vilhelmsson.Vísir/E.Ól. Var Magnús í síðustu viku krafinn um afsökunarbeiðni vegna ummælanna og að viðurkenna að þau væru röng. Ella yrði höfðað dómsmál vegna þeirra. Brást Magnús við og setti eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sína: „Þann 23. júlí 2016 birti ég færslu hér á Facebook, þar sem ég dróttaði að æru Þorsteins Vilhelmssonar. Sú háttsemi sem ég lýsti í færslunni átti sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar. Ég bið hér með Þorstein Vilhelmsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Lögregla stöðvaði bílinn á leiðinni út úr Borgarnesi eftir að maðurinn hafði setið að sumbli í Hyrnunni.Vísir/Vilhelm Sakaður um endurtekið ofbeldi Magnús og dóttir Þorsteins voru í sambúð í tæpa tvo áratugi. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. Ákvað hún að deila reynslu sinni eftir að Magnús var handtekinn á hóteli í Austin í Texas í Bandaríkjunum grunaður um ofbeldi í garð unnustu sinnar. Það mál er á borði lögreglunnar í Austin í Texas sem þekkt er fyrir að fara alla leið með heimilisofbeldismál óháð því hvort málin séu kærð eða ekki af brotaþolum. Síðan þá hefur Magnús verið handtekinn grunaður um ölvun við akstur í Borgarnesi þar sem hann var á ferðalagi með unnustu sinni. Tók hún í framhaldinu við akstri bílsins en taldi öryggi sínu svo ógnað á leiðinni til Reykjavíkur að hún ók bílnum út í kant og hljóp undan unnusta sínum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/Valli Dróttaði að æru hæstaréttardómara Magnús bað í janúar hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook vegna dóms í máli er sneri að fjárskiptum Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans í kjölfar skilnaðar þeirra. Við það tilefni skrifaði Magnús: „Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar. Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Hvorki náðist í Magnús Jónsson né Þorstein Vilhelmsson við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00 Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um Hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. 25. janúar 2017 09:30 Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Slitum Atorku Group formlega lokið Atorku Group hf. var formlega slitið þann 9. desember síðastliðinn og söluandvirði síðustu eigna eignarhaldsfélagsins greitt út til hluthafa. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00
Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um Hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. 25. janúar 2017 09:30
Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38
Slitum Atorku Group formlega lokið Atorku Group hf. var formlega slitið þann 9. desember síðastliðinn og söluandvirði síðustu eigna eignarhaldsfélagsins greitt út til hluthafa. 12. janúar 2017 07:00