Bað fyrrverandi tengdaföður sinn afsökunar á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 10:00 Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, er til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Texas vegna gruns um heimilisofbeldi. Vísir/Hörður Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur í annað skiptið á árinu beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook. Sakaði hann fyrrverandi tengdaföður sinn, Þorstein Vilhelmsson, um þjófnað í júlí síðastliðnum en hefur nú dregið ummælin til baka. Þorsteinn var á sínum tíma stjórnarformaður Atorku, þar sem Magnús gegndi stjórnarformennsku og varð síðar forstjóri. Atorka varð gjaldþrota eftir fall bankanna haustið 2008. Í dag er Þorsteinn stjórnarformaður Björgunar. Þorsteinn Vilhelmsson.Vísir/E.Ól. Var Magnús í síðustu viku krafinn um afsökunarbeiðni vegna ummælanna og að viðurkenna að þau væru röng. Ella yrði höfðað dómsmál vegna þeirra. Brást Magnús við og setti eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sína: „Þann 23. júlí 2016 birti ég færslu hér á Facebook, þar sem ég dróttaði að æru Þorsteins Vilhelmssonar. Sú háttsemi sem ég lýsti í færslunni átti sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar. Ég bið hér með Þorstein Vilhelmsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Lögregla stöðvaði bílinn á leiðinni út úr Borgarnesi eftir að maðurinn hafði setið að sumbli í Hyrnunni.Vísir/Vilhelm Sakaður um endurtekið ofbeldi Magnús og dóttir Þorsteins voru í sambúð í tæpa tvo áratugi. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. Ákvað hún að deila reynslu sinni eftir að Magnús var handtekinn á hóteli í Austin í Texas í Bandaríkjunum grunaður um ofbeldi í garð unnustu sinnar. Það mál er á borði lögreglunnar í Austin í Texas sem þekkt er fyrir að fara alla leið með heimilisofbeldismál óháð því hvort málin séu kærð eða ekki af brotaþolum. Síðan þá hefur Magnús verið handtekinn grunaður um ölvun við akstur í Borgarnesi þar sem hann var á ferðalagi með unnustu sinni. Tók hún í framhaldinu við akstri bílsins en taldi öryggi sínu svo ógnað á leiðinni til Reykjavíkur að hún ók bílnum út í kant og hljóp undan unnusta sínum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/Valli Dróttaði að æru hæstaréttardómara Magnús bað í janúar hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook vegna dóms í máli er sneri að fjárskiptum Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans í kjölfar skilnaðar þeirra. Við það tilefni skrifaði Magnús: „Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar. Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Hvorki náðist í Magnús Jónsson né Þorstein Vilhelmsson við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00 Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um Hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. 25. janúar 2017 09:30 Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Slitum Atorku Group formlega lokið Atorku Group hf. var formlega slitið þann 9. desember síðastliðinn og söluandvirði síðustu eigna eignarhaldsfélagsins greitt út til hluthafa. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur í annað skiptið á árinu beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook. Sakaði hann fyrrverandi tengdaföður sinn, Þorstein Vilhelmsson, um þjófnað í júlí síðastliðnum en hefur nú dregið ummælin til baka. Þorsteinn var á sínum tíma stjórnarformaður Atorku, þar sem Magnús gegndi stjórnarformennsku og varð síðar forstjóri. Atorka varð gjaldþrota eftir fall bankanna haustið 2008. Í dag er Þorsteinn stjórnarformaður Björgunar. Þorsteinn Vilhelmsson.Vísir/E.Ól. Var Magnús í síðustu viku krafinn um afsökunarbeiðni vegna ummælanna og að viðurkenna að þau væru röng. Ella yrði höfðað dómsmál vegna þeirra. Brást Magnús við og setti eftirfarandi skilaboð á Facebook-síðu sína: „Þann 23. júlí 2016 birti ég færslu hér á Facebook, þar sem ég dróttaði að æru Þorsteins Vilhelmssonar. Sú háttsemi sem ég lýsti í færslunni átti sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar. Ég bið hér með Þorstein Vilhelmsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Lögregla stöðvaði bílinn á leiðinni út úr Borgarnesi eftir að maðurinn hafði setið að sumbli í Hyrnunni.Vísir/Vilhelm Sakaður um endurtekið ofbeldi Magnús og dóttir Þorsteins voru í sambúð í tæpa tvo áratugi. Hún lýsti endurteknu heimilisofbeldi af hans hálfu í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. Ákvað hún að deila reynslu sinni eftir að Magnús var handtekinn á hóteli í Austin í Texas í Bandaríkjunum grunaður um ofbeldi í garð unnustu sinnar. Það mál er á borði lögreglunnar í Austin í Texas sem þekkt er fyrir að fara alla leið með heimilisofbeldismál óháð því hvort málin séu kærð eða ekki af brotaþolum. Síðan þá hefur Magnús verið handtekinn grunaður um ölvun við akstur í Borgarnesi þar sem hann var á ferðalagi með unnustu sinni. Tók hún í framhaldinu við akstri bílsins en taldi öryggi sínu svo ógnað á leiðinni til Reykjavíkur að hún ók bílnum út í kant og hljóp undan unnusta sínum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/Valli Dróttaði að æru hæstaréttardómara Magnús bað í janúar hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á ummælum sem hann lét falla á Facebook vegna dóms í máli er sneri að fjárskiptum Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans í kjölfar skilnaðar þeirra. Við það tilefni skrifaði Magnús: „Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar. Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Hvorki náðist í Magnús Jónsson né Þorstein Vilhelmsson við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00 Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um Hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. 25. janúar 2017 09:30 Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30 Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Slitum Atorku Group formlega lokið Atorku Group hf. var formlega slitið þann 9. desember síðastliðinn og söluandvirði síðustu eigna eignarhaldsfélagsins greitt út til hluthafa. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Grunaður ofbeldismaður kominn aftur heim til Íslands Dómstóll í Austin í Texas mun taka fyrir mál Íslendingsins sem handtekinn var í síðustu viku, fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, á næstu vikum. Hinn grunaði er kominn til Íslands eins og fórnarlambið. 16. mars 2017 07:00
Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um Hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. 25. janúar 2017 09:30
Tekinn fullur í Borgarnesi og kærastan flúði úr bílnum í Leirársveit Íslendingurinn, sem sætir rannsókn bandarísku lögreglunnar í Austin í Texas vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína ofbeldi á hóteli í borginni, var handtekinn um helgina. 6. apríl 2017 13:30
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38
Slitum Atorku Group formlega lokið Atorku Group hf. var formlega slitið þann 9. desember síðastliðinn og söluandvirði síðustu eigna eignarhaldsfélagsins greitt út til hluthafa. 12. janúar 2017 07:00