Þrettán ára vinir fengu far með forsetanum af því mömmu seinkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2017 11:56 Strákarnir fengu að sjálfsögðu mynd af sér með forsetanum. Sundferð vinanna Sölva Reys Magnússonar og Tristans Marra Elmarssonar í gær endaði með sögulegri heimferð. Ekki ómerkari maður en sjálfur forset Íslands, Guðni Th. Jóhannesson skutlaði félögunum heim úr Laugardalslaug af því að mömmu Tristans hafði seinkað. Mbl.is greindi fyrst frá. Magnús Reyr Agnarsson, faðir Sölva, segir strákana þrettán ára svo sannarlega kunna að redda sér. „Þeir eru svolítið brattir þessir gæjar. Þeir redda sér!“ segir Magnús í samtali við Vísi. Rakel Ósk Þórhallsdóttir, móðir Tristans, lýsir því á Facebook hvernig strákarnir fóru að því að bjarga sér heim. Hún fékk einfaldlega símtal frá Tristan þar sem hann sagði: „Mamma, þú þart ekki að sækja mig í sund. Ég hitti Guðna forseta hér og sagði honum að þér seinkaði aðeins vegna þess að þú værir að hjálpa systur þinni að flytja. Hvort hann gæti nokkuð keyrt mig og vin minn heim.“ Guðni var staddur í Laugardalslaug þar sem Íslandsmótið í sundi fór fram um helgina. Var Guðni að veita verðlaun á mótinu. Tristan spurði Guðna einfaldlega hvort hann gæti keyrt þá vinina heim. Guðni samþykkti það. „Ég kom á forsetabílnum heim eftir smá stund,“ hefur Rakel eftir syni sínum. Fimm mínútum seinna komu drengirnir heim, á forsetabílnum, og þökkuðu Guðna kærlega fyrir farið. Vinirnir tóku upp myndband í bílnum þar sem þeir ræddu við Guðna og spurðu hann spjörunum úr.Magnús Reyr, faðir Sölva, segist hafa kosið Guðna í forsetakosningunum síðastliðið sumar. Þar fari maður sem sé svo sannarlega laus við allan hroka. Strákarnir hafi eðlilega verið rígmontnir af öllu saman. Forseti Íslands Sundlaugar Tengdar fréttir Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53 Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00 Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Sundferð vinanna Sölva Reys Magnússonar og Tristans Marra Elmarssonar í gær endaði með sögulegri heimferð. Ekki ómerkari maður en sjálfur forset Íslands, Guðni Th. Jóhannesson skutlaði félögunum heim úr Laugardalslaug af því að mömmu Tristans hafði seinkað. Mbl.is greindi fyrst frá. Magnús Reyr Agnarsson, faðir Sölva, segir strákana þrettán ára svo sannarlega kunna að redda sér. „Þeir eru svolítið brattir þessir gæjar. Þeir redda sér!“ segir Magnús í samtali við Vísi. Rakel Ósk Þórhallsdóttir, móðir Tristans, lýsir því á Facebook hvernig strákarnir fóru að því að bjarga sér heim. Hún fékk einfaldlega símtal frá Tristan þar sem hann sagði: „Mamma, þú þart ekki að sækja mig í sund. Ég hitti Guðna forseta hér og sagði honum að þér seinkaði aðeins vegna þess að þú værir að hjálpa systur þinni að flytja. Hvort hann gæti nokkuð keyrt mig og vin minn heim.“ Guðni var staddur í Laugardalslaug þar sem Íslandsmótið í sundi fór fram um helgina. Var Guðni að veita verðlaun á mótinu. Tristan spurði Guðna einfaldlega hvort hann gæti keyrt þá vinina heim. Guðni samþykkti það. „Ég kom á forsetabílnum heim eftir smá stund,“ hefur Rakel eftir syni sínum. Fimm mínútum seinna komu drengirnir heim, á forsetabílnum, og þökkuðu Guðna kærlega fyrir farið. Vinirnir tóku upp myndband í bílnum þar sem þeir ræddu við Guðna og spurðu hann spjörunum úr.Magnús Reyr, faðir Sölva, segist hafa kosið Guðna í forsetakosningunum síðastliðið sumar. Þar fari maður sem sé svo sannarlega laus við allan hroka. Strákarnir hafi eðlilega verið rígmontnir af öllu saman.
Forseti Íslands Sundlaugar Tengdar fréttir Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53 Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00 Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Guðni tók víkingaklappið á Bessastöðum með grænlenskum börnum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og kona hans Eliza Reid tóku á móti grænlenskum skólabörnum á Bessastöðum í gær. Börnin eru hér í heimsókn en þau búa í afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands. 6. september 2016 08:53
Apabindi forseta Íslands tekur við af fílabindinu Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið. 5. ágúst 2016 08:00
Forsetinn sendi Hugleiki persónulegt þakkarbréf fyrir sokkana: „Svona er Ísland“ Grínistinn Hugleikur Dagsson segir frá því á Facebook í dag að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafi sent honum persónulegt bréf og þakkað honum fyrir gjöf sem Hulli sendi honum. 21. febrúar 2017 13:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20