Landspítalinn gagnrýnir forsendur ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2017 13:03 María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Mynd/LSH Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans segir að miðað við forsendur ríkisstjórnarinar sjálfrar vanti 5,2 milljarða inn í rekstur spítalans á næstu fimm árum. Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara í stöðu spítalans í ljósi framlaga til hans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ti næstu fimm ára. Þau gagnrýndu að í áætluninni væri í fyrsta skipti stuðst við ríkisreikninga Norðurlandanna í samanburði á fjárframlögum, en ekki við þá staðla sem OECD miðaði við og notaðir hafi verið hingað til. „Og þetta skiptir nú engu smáræðis máli. Það munar tveimur prósentustigum á framlögum Norðurlandanna til heilbrigðismála eftir því hvor kvarðinn er notaður. Þegar maður túlkar það yfir í krónur og aura eru þetta tugir milljarða á ári. Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ segir María. Ef viðmiðunin í fjármálaáætluninni væri notað kæmi Ísland mun betur út en það væri margt í fjármögnun heilbrigðiskerfs Norðurlandanna sem væri með öðrum hætti en hér og endurspeglaðist ekki í ríkisreikningum. Því væru menn að draga ályktanir út frá ónothæfum gögnum. „Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans,“ segir María. Þessi áætlun hafi verið send velferðarráðuneytinu. María sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega. Til að mynda væri eingöngu gert ráð fyrir 340 milljónum króna í auknum framlögum til allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu á næsta ári. Fyrir auðvitað utan að þegar menn segja að það séu áætlaðar 340 milljónir inn í sjúkrahúsþjónustuna á næsta ári þá er það auðvitað ekki bara Landsspítalinn. Það er öll sérhæft sjúkrahúsþjónusta sem veitt er á Landsspítalanum á Akureyri, öll almenn sjúkrahúsþjónusta, það er að segja öll sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana og síðast en ekki síst sú heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar sækja sér í útlöndum og greidd er úr sameiginlegum sjóðum,“ segir María. Hún gagnrýnir að gert sé ráð fyrir auknum framlögum upp á tvo milljarða króna vegna heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar sæktu sér í öðrum löndum og öðru eins til sérfræðiþjónustu utan spítalans á sama tíma og í raun væri skorið niður til Landspítalans. Lítil eftirspurn væri eftir læknisþjónustu í öðrum löndum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kallaði á niðurskurð. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ segir María Heimisdóttir. Tengdar fréttir Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00 Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans segir að miðað við forsendur ríkisstjórnarinar sjálfrar vanti 5,2 milljarða inn í rekstur spítalans á næstu fimm árum. Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara í stöðu spítalans í ljósi framlaga til hans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ti næstu fimm ára. Þau gagnrýndu að í áætluninni væri í fyrsta skipti stuðst við ríkisreikninga Norðurlandanna í samanburði á fjárframlögum, en ekki við þá staðla sem OECD miðaði við og notaðir hafi verið hingað til. „Og þetta skiptir nú engu smáræðis máli. Það munar tveimur prósentustigum á framlögum Norðurlandanna til heilbrigðismála eftir því hvor kvarðinn er notaður. Þegar maður túlkar það yfir í krónur og aura eru þetta tugir milljarða á ári. Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ segir María. Ef viðmiðunin í fjármálaáætluninni væri notað kæmi Ísland mun betur út en það væri margt í fjármögnun heilbrigðiskerfs Norðurlandanna sem væri með öðrum hætti en hér og endurspeglaðist ekki í ríkisreikningum. Því væru menn að draga ályktanir út frá ónothæfum gögnum. „Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans,“ segir María. Þessi áætlun hafi verið send velferðarráðuneytinu. María sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega. Til að mynda væri eingöngu gert ráð fyrir 340 milljónum króna í auknum framlögum til allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu á næsta ári. Fyrir auðvitað utan að þegar menn segja að það séu áætlaðar 340 milljónir inn í sjúkrahúsþjónustuna á næsta ári þá er það auðvitað ekki bara Landsspítalinn. Það er öll sérhæft sjúkrahúsþjónusta sem veitt er á Landsspítalanum á Akureyri, öll almenn sjúkrahúsþjónusta, það er að segja öll sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana og síðast en ekki síst sú heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar sækja sér í útlöndum og greidd er úr sameiginlegum sjóðum,“ segir María. Hún gagnrýnir að gert sé ráð fyrir auknum framlögum upp á tvo milljarða króna vegna heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar sæktu sér í öðrum löndum og öðru eins til sérfræðiþjónustu utan spítalans á sama tíma og í raun væri skorið niður til Landspítalans. Lítil eftirspurn væri eftir læknisþjónustu í öðrum löndum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kallaði á niðurskurð. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ segir María Heimisdóttir.
Tengdar fréttir Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00 Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00
Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30