Landspítalinn gagnrýnir forsendur ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2017 13:03 María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala. Mynd/LSH Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans segir að miðað við forsendur ríkisstjórnarinar sjálfrar vanti 5,2 milljarða inn í rekstur spítalans á næstu fimm árum. Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara í stöðu spítalans í ljósi framlaga til hans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ti næstu fimm ára. Þau gagnrýndu að í áætluninni væri í fyrsta skipti stuðst við ríkisreikninga Norðurlandanna í samanburði á fjárframlögum, en ekki við þá staðla sem OECD miðaði við og notaðir hafi verið hingað til. „Og þetta skiptir nú engu smáræðis máli. Það munar tveimur prósentustigum á framlögum Norðurlandanna til heilbrigðismála eftir því hvor kvarðinn er notaður. Þegar maður túlkar það yfir í krónur og aura eru þetta tugir milljarða á ári. Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ segir María. Ef viðmiðunin í fjármálaáætluninni væri notað kæmi Ísland mun betur út en það væri margt í fjármögnun heilbrigðiskerfs Norðurlandanna sem væri með öðrum hætti en hér og endurspeglaðist ekki í ríkisreikningum. Því væru menn að draga ályktanir út frá ónothæfum gögnum. „Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans,“ segir María. Þessi áætlun hafi verið send velferðarráðuneytinu. María sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega. Til að mynda væri eingöngu gert ráð fyrir 340 milljónum króna í auknum framlögum til allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu á næsta ári. Fyrir auðvitað utan að þegar menn segja að það séu áætlaðar 340 milljónir inn í sjúkrahúsþjónustuna á næsta ári þá er það auðvitað ekki bara Landsspítalinn. Það er öll sérhæft sjúkrahúsþjónusta sem veitt er á Landsspítalanum á Akureyri, öll almenn sjúkrahúsþjónusta, það er að segja öll sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana og síðast en ekki síst sú heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar sækja sér í útlöndum og greidd er úr sameiginlegum sjóðum,“ segir María. Hún gagnrýnir að gert sé ráð fyrir auknum framlögum upp á tvo milljarða króna vegna heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar sæktu sér í öðrum löndum og öðru eins til sérfræðiþjónustu utan spítalans á sama tíma og í raun væri skorið niður til Landspítalans. Lítil eftirspurn væri eftir læknisþjónustu í öðrum löndum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kallaði á niðurskurð. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ segir María Heimisdóttir. Tengdar fréttir Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00 Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans segir að miðað við forsendur ríkisstjórnarinar sjálfrar vanti 5,2 milljarða inn í rekstur spítalans á næstu fimm árum. Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. María Heimisdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Landspítalans komu fyrir velferðarnefnd Alþingis í morgun til að fara í stöðu spítalans í ljósi framlaga til hans í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ti næstu fimm ára. Þau gagnrýndu að í áætluninni væri í fyrsta skipti stuðst við ríkisreikninga Norðurlandanna í samanburði á fjárframlögum, en ekki við þá staðla sem OECD miðaði við og notaðir hafi verið hingað til. „Og þetta skiptir nú engu smáræðis máli. Það munar tveimur prósentustigum á framlögum Norðurlandanna til heilbrigðismála eftir því hvor kvarðinn er notaður. Þegar maður túlkar það yfir í krónur og aura eru þetta tugir milljarða á ári. Það munar tugum milljarða eftir því hvort maður velur að nota venjulegu gögnin eða hvort maður velur að nota gögn úr ríkisreikningum sem aldrei hafa verið notuð áður að því er við best vitum til samanburðar á framlögum til heilbrigðismála,“ segir María. Ef viðmiðunin í fjármálaáætluninni væri notað kæmi Ísland mun betur út en það væri margt í fjármögnun heilbrigðiskerfs Norðurlandanna sem væri með öðrum hætti en hér og endurspeglaðist ekki í ríkisreikningum. Því væru menn að draga ályktanir út frá ónothæfum gögnum. „Afleiðing þessa er að á árinu 2018 mun samkvæmt áætluninni vanta um það bil tíu milljarða inn í rekstur spítalans,“ segir María. Þessi áætlun hafi verið send velferðarráðuneytinu. María sagði stöðuna á Landspítalanum mjög alvarlega. Til að mynda væri eingöngu gert ráð fyrir 340 milljónum króna í auknum framlögum til allrar sjúkrahúsþjónustu á landinu á næsta ári. Fyrir auðvitað utan að þegar menn segja að það séu áætlaðar 340 milljónir inn í sjúkrahúsþjónustuna á næsta ári þá er það auðvitað ekki bara Landsspítalinn. Það er öll sérhæft sjúkrahúsþjónusta sem veitt er á Landsspítalanum á Akureyri, öll almenn sjúkrahúsþjónusta, það er að segja öll sjúkrasvið annarra heilbrigðisstofnana og síðast en ekki síst sú heilbrigðisþjónusta sem Íslendingar sækja sér í útlöndum og greidd er úr sameiginlegum sjóðum,“ segir María. Hún gagnrýnir að gert sé ráð fyrir auknum framlögum upp á tvo milljarða króna vegna heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar sæktu sér í öðrum löndum og öðru eins til sérfræðiþjónustu utan spítalans á sama tíma og í raun væri skorið niður til Landspítalans. Lítil eftirspurn væri eftir læknisþjónustu í öðrum löndum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kallaði á niðurskurð. „Við sjáum ekki betur en á tímabilinu þurfi innlend sjúkrahús, það er að segja almenn og sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, að lækka kostnað sem nemur um það bil fimm milljörðum. Miðað við þau nýju verkefni Landspítalans sem tilgreind eru í tillögunni og miðað við að annað standi í stað,“ segir María Heimisdóttir.
Tengdar fréttir Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00 Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Gagnrýnir talnafimi í fjármálaáætlun María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala, gagnrýnir framsetningu á útgjöldum til heilbrigðismála í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun. 25. apríl 2017 07:00
Landspítali orðinn fjórða stærsta hjúkrunarheimilið Helstu áskoranir Landspítalans eru að útskrifa aldrað fólk og fjárskortur. Fimmtungur þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými deyja á spítalanum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 45 milljarða króna viðbót til sjúkrahússþjónustu en verkefnin sem á að sinna fyrir fjármunina, kosta aftur á móti ríflega fimmtíu milljarða. 24. apríl 2017 20:30