Sinfónían óánægð með sambýlinga í Hörpu Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Sinfónían og íslenska óperan telja að það þurfi að huga vel að því hvers konar verslunarrekstur fer fram í Hörpu. vísir/ernir Óánægja ríkir á meðal þeirra aðila sem sinna listviðburðum og menningarstarfi í Hörpu með verslunarreksturinn sem þar er. Þykir reksturinn byggja of mikið á ódýrum vörum sem höfða til ferðamanna og ekki nógu mikið tillit vera tekið til fagurfræði. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægjan sé ekki síst meðal stjórnenda og starfsmanna Sinfóníunnar. Þeir forðast þó að ræða málin opinberlega. „Ég hlakka rosalega til að ræða þessi mál við nýjan forstjóra sem er að byrja að setja sig inn í málin en tekur ekki formlega við fyrr en um næstu mánaðamót. Það verður bara mjög spennandi að ræða þessi mál. Við erum með mikla starfsemi í þessu húsi sem er alveg stórkostlegt listaverk og dásamlegt að sjá hvaða hlutverk það hefur fengið í íslensku samfélagi,“ segir Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, sem vildi að öðru leyti ekki ræða málin við Fréttablaðið. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu. Það er Epal, gjafavöruverslun rútubílafyrirtækisins Sterna og svo Upplifun. Vilhjálmur Guðjónsson, einn eigenda síðastnefndu verslunarinnar, segist ekki hafa fengið athugasemdir af neinu tagi. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði hann þegar Fréttablaðið innti hann eftir viðbrögðum. Greipur Gíslason var fastur starfsmaður í húsinu í næstum þrjú ár. Hann segir ítrekaðar athugasemdir hafa verið gerðar við starfsfólk og stjórnendur Hörpu. Hann segir gera þurfi kröfur um fagurfræði í húsinu. „Það er hægt að gera kröfu um að í flottasta minnisvarða þjóðarinnar sértu með estetík og leiðbeiningar um útlit. Það virðist enginn hafa neitt um útlit hússins að segja,“ segir hann. Greipur segist aldrei hafa rætt þetta alvarlega við forsvarsmenn gjafavöruverslananna en hann hafi meðal annars rætt þetta við Halldór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra. Greipur hefur reglulega tjáð sig um málefni Hörpu á samfélagsmiðlunum. Hann segist telja að sinnuleysi stjórnenda Hörpu megi rekja til rekstrarvanda hússins. En eins og komið hefur fram hefur reksturinn gengið erfiðlega, meðal annars vegna fasteignagjalda sem húsinu er gert að greiða. Tap af rekstri Hörpu nam 443 milljónum króna á árinu 2015, en ársreikningur fyrir 2016 hefur ekki verði birtur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, segist fagna áhuga ferðamanna á húsinu en hún sé engu að síður uggandi yfir þróun mála. „Mín skoðun er að svona hús eins og Harpa eigi að laða gesti fyrst og fremst að fyrir viðburðina,“ segir Steinunn Birna og bætir við að það skipti máli að áhuginn tengist því sem húsið var upphaflega byggt fyrir, tónleikum, ráðstefnum og viðburðum. Þannig þurfi verslunarstarfsemin að vera stoðstarfsemi við aðra starfsemi í húsinu. Hvort á maður að hlægja eða gráta yfir vöruúrvali og útbreiðslu í Hörpu? Afhverju gerir enginn neitt? Vilja ferðamenn bara ljótt dót? #Harpa pic.twitter.com/dVAKbJM1B0— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) April 26, 2017 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Óánægja ríkir á meðal þeirra aðila sem sinna listviðburðum og menningarstarfi í Hörpu með verslunarreksturinn sem þar er. Þykir reksturinn byggja of mikið á ódýrum vörum sem höfða til ferðamanna og ekki nógu mikið tillit vera tekið til fagurfræði. Heimildir Fréttablaðsins herma að óánægjan sé ekki síst meðal stjórnenda og starfsmanna Sinfóníunnar. Þeir forðast þó að ræða málin opinberlega. „Ég hlakka rosalega til að ræða þessi mál við nýjan forstjóra sem er að byrja að setja sig inn í málin en tekur ekki formlega við fyrr en um næstu mánaðamót. Það verður bara mjög spennandi að ræða þessi mál. Við erum með mikla starfsemi í þessu húsi sem er alveg stórkostlegt listaverk og dásamlegt að sjá hvaða hlutverk það hefur fengið í íslensku samfélagi,“ segir Arna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, sem vildi að öðru leyti ekki ræða málin við Fréttablaðið. Þrjár gjafavöruverslanir eru reknar í húsinu. Það er Epal, gjafavöruverslun rútubílafyrirtækisins Sterna og svo Upplifun. Vilhjálmur Guðjónsson, einn eigenda síðastnefndu verslunarinnar, segist ekki hafa fengið athugasemdir af neinu tagi. „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um,“ sagði hann þegar Fréttablaðið innti hann eftir viðbrögðum. Greipur Gíslason var fastur starfsmaður í húsinu í næstum þrjú ár. Hann segir ítrekaðar athugasemdir hafa verið gerðar við starfsfólk og stjórnendur Hörpu. Hann segir gera þurfi kröfur um fagurfræði í húsinu. „Það er hægt að gera kröfu um að í flottasta minnisvarða þjóðarinnar sértu með estetík og leiðbeiningar um útlit. Það virðist enginn hafa neitt um útlit hússins að segja,“ segir hann. Greipur segist aldrei hafa rætt þetta alvarlega við forsvarsmenn gjafavöruverslananna en hann hafi meðal annars rætt þetta við Halldór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra. Greipur hefur reglulega tjáð sig um málefni Hörpu á samfélagsmiðlunum. Hann segist telja að sinnuleysi stjórnenda Hörpu megi rekja til rekstrarvanda hússins. En eins og komið hefur fram hefur reksturinn gengið erfiðlega, meðal annars vegna fasteignagjalda sem húsinu er gert að greiða. Tap af rekstri Hörpu nam 443 milljónum króna á árinu 2015, en ársreikningur fyrir 2016 hefur ekki verði birtur. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, segist fagna áhuga ferðamanna á húsinu en hún sé engu að síður uggandi yfir þróun mála. „Mín skoðun er að svona hús eins og Harpa eigi að laða gesti fyrst og fremst að fyrir viðburðina,“ segir Steinunn Birna og bætir við að það skipti máli að áhuginn tengist því sem húsið var upphaflega byggt fyrir, tónleikum, ráðstefnum og viðburðum. Þannig þurfi verslunarstarfsemin að vera stoðstarfsemi við aðra starfsemi í húsinu. Hvort á maður að hlægja eða gráta yfir vöruúrvali og útbreiðslu í Hörpu? Afhverju gerir enginn neitt? Vilja ferðamenn bara ljótt dót? #Harpa pic.twitter.com/dVAKbJM1B0— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) April 26, 2017
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira