Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Haraldur Guðmundsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Þór sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, síðar Hreyfinguna. vísir/gva Þór Saari, nýr bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands og fyrrverandi þingmaður, telur skipun sína í ráðið byggða á faglegum forsendum en ekki pólitískum. Þar situr Þór, sem var á framboðslista Pírata í síðustu alþingiskosningum, sem fulltrúi stjórnmálaflokksins en gagnrýndi sjálfur pólitískar skipanir í ráðið harðlega í ræðu á Alþingi í ágúst 2009. „Ég kem þarna inn því ég er með meistaragráðu í hagfræði frá New York-háskóla og starfaði í fimm ár í Seðlabankanum og til viðbótar í fimm ár í Lánasýslu ríkisins sem núna er hluti af bankanum. Þú færð sennilega varla meiri fagmann í bankaráð Seðlabankans en mig,“ segir Þór og tekur einnig fram að hann hafi áður starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).Sigurður Kári Kristjánsson var einnig kjörinn í bankaráð Seðlabankans.Þór sagði í ræðunni í ágúst 2009, þegar hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, að bankaráð Seðlabankans hefði brugðist hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmála hrunsins ári áður. Ástæðu þess mætti finna í þeirri staðreynd að ráðið væri pólitískt skipað og sagði Þór það ekki eiga að vera „kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum, heldur vera skipað hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum“. Þór gekk til liðs við Pírata í júlí í fyrra og var í fimmta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Aftur á móti lýsti hann nýverið við stuðningi við Sósíalistaflokk Íslands. „Þó að ég hafi verið á framboðslista Pírata þá þýðir það ekki að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Það eru pólitískar ráðningar þegar fólk sem hefur enga þekkingu eða bakgrunn á viðfangsefninu er ráðið í stöður. Þannig var bankaráð Seðlabankans yfirleitt skipað,“ segir Þór.Björn Valur GíslasonÞeir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, voru ásamt Þór kjörnir nýir inn í ráðið af Alþingi á þriðjudag. Þeir eru nú hluti af sjö manna bankaráðinu þar sem Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, situr einnig. Fjórir af sjö bankaráðsmönnum Seðlabankans hafa því setið á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að Þór sé fulltrúi flokksins í ráðinu enda hafi hann verið metinn hæfastur af þeim sem hafi sóst eftir sæti Pírata. „Á meðan það er pólitískt skipað í þetta væri fullkomlega ábyrgðarlaust að skipa engan. Þetta er líka verkfæri til þess að geta haft tækifæri til að veita aðhald og fá upplýsingar,“ segir Birgitta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Þór Saari, nýr bankaráðsmaður Seðlabanka Íslands og fyrrverandi þingmaður, telur skipun sína í ráðið byggða á faglegum forsendum en ekki pólitískum. Þar situr Þór, sem var á framboðslista Pírata í síðustu alþingiskosningum, sem fulltrúi stjórnmálaflokksins en gagnrýndi sjálfur pólitískar skipanir í ráðið harðlega í ræðu á Alþingi í ágúst 2009. „Ég kem þarna inn því ég er með meistaragráðu í hagfræði frá New York-háskóla og starfaði í fimm ár í Seðlabankanum og til viðbótar í fimm ár í Lánasýslu ríkisins sem núna er hluti af bankanum. Þú færð sennilega varla meiri fagmann í bankaráð Seðlabankans en mig,“ segir Þór og tekur einnig fram að hann hafi áður starfað hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD).Sigurður Kári Kristjánsson var einnig kjörinn í bankaráð Seðlabankans.Þór sagði í ræðunni í ágúst 2009, þegar hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, að bankaráð Seðlabankans hefði brugðist hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmála hrunsins ári áður. Ástæðu þess mætti finna í þeirri staðreynd að ráðið væri pólitískt skipað og sagði Þór það ekki eiga að vera „kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum, heldur vera skipað hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum“. Þór gekk til liðs við Pírata í júlí í fyrra og var í fimmta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Aftur á móti lýsti hann nýverið við stuðningi við Sósíalistaflokk Íslands. „Þó að ég hafi verið á framboðslista Pírata þá þýðir það ekki að þetta hafi verið pólitísk ráðning. Það eru pólitískar ráðningar þegar fólk sem hefur enga þekkingu eða bakgrunn á viðfangsefninu er ráðið í stöður. Þannig var bankaráð Seðlabankans yfirleitt skipað,“ segir Þór.Björn Valur GíslasonÞeir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, og Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Ísland, voru ásamt Þór kjörnir nýir inn í ráðið af Alþingi á þriðjudag. Þeir eru nú hluti af sjö manna bankaráðinu þar sem Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, situr einnig. Fjórir af sjö bankaráðsmönnum Seðlabankans hafa því setið á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að Þór sé fulltrúi flokksins í ráðinu enda hafi hann verið metinn hæfastur af þeim sem hafi sóst eftir sæti Pírata. „Á meðan það er pólitískt skipað í þetta væri fullkomlega ábyrgðarlaust að skipa engan. Þetta er líka verkfæri til þess að geta haft tækifæri til að veita aðhald og fá upplýsingar,“ segir Birgitta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira