Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2017 10:59 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ekki hafa áhyggjur af því að frumvarp um jafnlaunavottun nái ekki fram að ganga þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn hafi lýst yfir efasemdum um frumvarpið. Hann mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi. „Stutta svarið er nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að um þetta mál sé víðtækur stuðningur í þinginu og þó svo það sé vissulega rétt að einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans hafi viðrað efasemdir þá er ég ekki í nokkrum vafa um að frumvarpið njóti víðtæks stuðnings,“ sagði Þorsteinn við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks; Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarp Þorsteins. Þá hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra einnig lýst yfir efasemdum en hún ritaði grein á dögunum þar sem hún dró kynbundinn launamun í efa.Augljóst veikleikamerki? Oddný Harðardóttir sagðist taka vel í frumvarpið. Hún spurði hins vegar hvort það sé ekki augljóst veikleikamerki á ríkisstjórnarsamstarfinu að svo stórt mál njóti ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna. Þorsteinn sagðist ekki telja það veikleikamerki enda sé hann fullviss um að frumvarpið muni njóta víðtæks stuðnings. Oddný benti jafnframt á að lög séu í gildi um að konum og körlum séu greidd jöfn laun, en að þeim lögum sé ekki framfylgt. Lagði hún því til að aðilar vinnumarkaðarins tækju þessi mál í sínar hendur. „Segjum svo að frumvarpið bara falli, eða nái ekki fram að ganga, væri þá ekki önnur leið – gætu aðilar vinnumarkaðarins ekki bara tekið málið til sín og sagt að ef þingið getur ekki ráðið við þetta þá semjum við um að hafa hlutina með þessum hætti? Ef það ekki líka að mörgu leyti eðlilegi farvegurinn fyrir svona mál, að það sé samið um það á vinnumarkaði um að nýta þetta tæki til þess að sjá til þess að lögin séu uppfyllt,“ sagði húnÓlíklegt að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum Þá sagði Þorsteinn aðspurður að lögin nái til 1400 fyrirtækja og stofnana og um 70 prósent launþega á vinnumarkaði, þannig að þau dekki stærstan hluta vinnumarkaðarins. Frumvarpið kveður á um að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun, og aðspurður sagðist Þorsteinn ekki hafa áhyggjur af því að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum. „Það dreg ég stórlega í efa,“ sagði hann. Samkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild. Alþingi Tengdar fréttir Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ekki hafa áhyggjur af því að frumvarp um jafnlaunavottun nái ekki fram að ganga þrátt fyrir að einstaka stjórnarþingmenn hafi lýst yfir efasemdum um frumvarpið. Hann mælti fyrir frumvarpinu í gærkvöldi. „Stutta svarið er nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég tel að um þetta mál sé víðtækur stuðningur í þinginu og þó svo það sé vissulega rétt að einstaka þingmenn stjórnarmeirihlutans hafi viðrað efasemdir þá er ég ekki í nokkrum vafa um að frumvarpið njóti víðtæks stuðnings,“ sagði Þorsteinn við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks; Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarp Þorsteins. Þá hefur Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra einnig lýst yfir efasemdum en hún ritaði grein á dögunum þar sem hún dró kynbundinn launamun í efa.Augljóst veikleikamerki? Oddný Harðardóttir sagðist taka vel í frumvarpið. Hún spurði hins vegar hvort það sé ekki augljóst veikleikamerki á ríkisstjórnarsamstarfinu að svo stórt mál njóti ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna. Þorsteinn sagðist ekki telja það veikleikamerki enda sé hann fullviss um að frumvarpið muni njóta víðtæks stuðnings. Oddný benti jafnframt á að lög séu í gildi um að konum og körlum séu greidd jöfn laun, en að þeim lögum sé ekki framfylgt. Lagði hún því til að aðilar vinnumarkaðarins tækju þessi mál í sínar hendur. „Segjum svo að frumvarpið bara falli, eða nái ekki fram að ganga, væri þá ekki önnur leið – gætu aðilar vinnumarkaðarins ekki bara tekið málið til sín og sagt að ef þingið getur ekki ráðið við þetta þá semjum við um að hafa hlutina með þessum hætti? Ef það ekki líka að mörgu leyti eðlilegi farvegurinn fyrir svona mál, að það sé samið um það á vinnumarkaði um að nýta þetta tæki til þess að sjá til þess að lögin séu uppfyllt,“ sagði húnÓlíklegt að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum Þá sagði Þorsteinn aðspurður að lögin nái til 1400 fyrirtækja og stofnana og um 70 prósent launþega á vinnumarkaði, þannig að þau dekki stærstan hluta vinnumarkaðarins. Frumvarpið kveður á um að öll fyrirtæki og stofnanir í landinu með 25 starfsmenn eða fleiri þurfi að undirgangast ferli til að greina kynbundinn launamun, og aðspurður sagðist Þorsteinn ekki hafa áhyggjur af því að lögin fæli fyrirtæki frá ráðningum. „Það dreg ég stórlega í efa,“ sagði hann. Samkvæmt skýrslu á vegum velferðarráðuneytisins frá 2015 er launamunur kynjanna 7,6 prósent hjá vinnumarkaðnum í heild.
Alþingi Tengdar fréttir Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Efasemdir um jafnlaunavottun innan stjórnarandstöðunnar Frumvarp ríkisstjórnarinnar um jafnlaunavottun fær líklega brautargengi á Alþingi þrátt fyrir efasemdaraddir innan stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar allra flokka eru sammála um að markmið frumvarpsins sé göfugt. 7. apríl 2017 06:00
Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51